Katrín var minnst 43 kíló: „Ég sá beinin út um allt en vildi samt meira“ Stefán Árni Pálsson skrifar 22. janúar 2020 10:30 Katrín komst á beinu brautina. Hún stefndi að því að verða ballerína, vildi ná betri árangri, reyndi sífellt að ná af sér fleiri kílóum og þróaðist megrunin út í anorexíu. Katrín Þóra Sigurbjörnsdóttir var svo langt leidd á tímabili að á einum tímapunkti var hún staðráðin í að taka eigið líf. Í dag er hún einkaþjálfari hjá Reebok Fitness. Eva Laufey hitti Katrínu á dögunum og fékk að heyra sögu hennar í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Vandamálið fór vaxandi og fyrst ætlaði ég ekkert að svelta mig og verða eins og beinagrind,“ segir Katrín Þóra. „Til að byrja með skrifaði ég hvað ég borðaði yfir daginn og svo fór ég að áætlan hvað ég ætlaði að borða yfir daginn fyrirfram. Hvað ég ætlaði að borða margar hitaeiningar yfir daginn og þá fór þetta að verða skemmtilegt, því þá gat ég alltaf strikað út hverja máltíð og svo ákveða að sleppa einhverju og sjá hvernig það gengur. Það gekk. Svo hélt ég áfram að minnka og minnka matinn þangað til að hann var hreinlega kominn niður í ekki neitt.“ Hún segist hafa vaknað á undan öllum á heimilinu til að fara í strætó og gat því sleppt því að borða morgunmat. „Svo fór ég í skólann og tók alltaf með mér eitt jógurt og eitt epli. Svo fór ég í skólann, var þar til svona tvö og fór svo á æfingu til svona fjögur, oft til níu eða hálftíu og þá kom ég heim og borðaði kvöldmat. Þá borðaði ég góðan kvöldmat hérna heima svo enginn myndi taka eftir þessu.“ Algjör brenglun Hún segist hafa upplifað sig sem mjög duglega manneskju og horft á aðra í kringum sig vera borða venjulegan mat og hugsað að þetta þyrfti hún ekki að gera. „Hugsunin verður svo brengluð, að ég sé yfir aðra hafin því ég geti neitað mér um hluti. Fyrst var þetta mjög skemmtilegt, því ég sá árangur. En svo grenntist ég rosalega mikið og ég sá það sjálf. Þegar ég leit í spegilinn sá ég hvað ég var grönn, ég sá beinin út um allt en vildi samt meira.“ Hún segir að fjölskyldan hafi fyrst haldið að hún væri einfaldlega að æfa of mikið. „Svo þegar ég fór að neita mat fyrir framan þau fóru þau að taka eftir því að ég var ekki eins og vanalega. Skapið mitt fór að breytast en ég hafði alltaf verið frekar geðgóð. Þegar maður er svangur verður maður pirraður,“ segir Katrín sem náði að vinna sig út úr anórexíunni og lifir í dag góðu lífi. Hún varð minnst 43 kíló. Hér að neðan má heyra viðtalið við hana í heild sinni. Heilsa Ísland í dag Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Skellti sér á djammið Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Fleiri fréttir Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjá meira
Hún stefndi að því að verða ballerína, vildi ná betri árangri, reyndi sífellt að ná af sér fleiri kílóum og þróaðist megrunin út í anorexíu. Katrín Þóra Sigurbjörnsdóttir var svo langt leidd á tímabili að á einum tímapunkti var hún staðráðin í að taka eigið líf. Í dag er hún einkaþjálfari hjá Reebok Fitness. Eva Laufey hitti Katrínu á dögunum og fékk að heyra sögu hennar í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Vandamálið fór vaxandi og fyrst ætlaði ég ekkert að svelta mig og verða eins og beinagrind,“ segir Katrín Þóra. „Til að byrja með skrifaði ég hvað ég borðaði yfir daginn og svo fór ég að áætlan hvað ég ætlaði að borða yfir daginn fyrirfram. Hvað ég ætlaði að borða margar hitaeiningar yfir daginn og þá fór þetta að verða skemmtilegt, því þá gat ég alltaf strikað út hverja máltíð og svo ákveða að sleppa einhverju og sjá hvernig það gengur. Það gekk. Svo hélt ég áfram að minnka og minnka matinn þangað til að hann var hreinlega kominn niður í ekki neitt.“ Hún segist hafa vaknað á undan öllum á heimilinu til að fara í strætó og gat því sleppt því að borða morgunmat. „Svo fór ég í skólann og tók alltaf með mér eitt jógurt og eitt epli. Svo fór ég í skólann, var þar til svona tvö og fór svo á æfingu til svona fjögur, oft til níu eða hálftíu og þá kom ég heim og borðaði kvöldmat. Þá borðaði ég góðan kvöldmat hérna heima svo enginn myndi taka eftir þessu.“ Algjör brenglun Hún segist hafa upplifað sig sem mjög duglega manneskju og horft á aðra í kringum sig vera borða venjulegan mat og hugsað að þetta þyrfti hún ekki að gera. „Hugsunin verður svo brengluð, að ég sé yfir aðra hafin því ég geti neitað mér um hluti. Fyrst var þetta mjög skemmtilegt, því ég sá árangur. En svo grenntist ég rosalega mikið og ég sá það sjálf. Þegar ég leit í spegilinn sá ég hvað ég var grönn, ég sá beinin út um allt en vildi samt meira.“ Hún segir að fjölskyldan hafi fyrst haldið að hún væri einfaldlega að æfa of mikið. „Svo þegar ég fór að neita mat fyrir framan þau fóru þau að taka eftir því að ég var ekki eins og vanalega. Skapið mitt fór að breytast en ég hafði alltaf verið frekar geðgóð. Þegar maður er svangur verður maður pirraður,“ segir Katrín sem náði að vinna sig út úr anórexíunni og lifir í dag góðu lífi. Hún varð minnst 43 kíló. Hér að neðan má heyra viðtalið við hana í heild sinni.
Heilsa Ísland í dag Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Skellti sér á djammið Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Fleiri fréttir Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjá meira