Hætt verði að rusla út stjórn Sorpu á tveggja ára fresti Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. janúar 2020 18:30 Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar vill að aukin krafa verði gerði um hæfni þeirra sem sitja í stjórn Sorpu. Formaður borgarráðs tekur í sama streng, 1400 milljóna framúrkeyrsla Sorpu undirstriki mikilvægi breytinganna sem þarf að ráðast í. Framúrkeyrsla Sorpu er tilkomin vegna aukins kostnaðar við gas- og jarðgerðarstöð í Álfsnesi, alls 637 milljónir króna, og hins vegar að kaupum á tækjabúnaði í stækkaða móttökustöð Sorpu í Gufunesi, kostnaður sem nemur 719 milljónum króna. Sorpa er byggðasamlag í eigu sex sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Þau hafa þegar greitt tvenn stofnframlög til Sorpu vegna framkvæmdanna í Álfsnesi; 350 milljónir króna í nóvember 2018 og 200 milljónir í júlí í fyrra. Þá skiptist reikningurinn hlutfallslega eftir íbúafjölda. Sé sama aðferðafræði notuð til að standa straum af kostnaði við framúrkeyrsluna myndi Reykjavík greiða næstum 800 milljónir, Kópavogur 220 milljónir og Hafnarfjörður rúmar 180. Framkvæmdirnar og framúrkeyrslan verða að stærstum hluta fjármagnaðar með lántöku, yfirdrætti og stofnfé frá sveitarfélögunum, auk þess sem rekstur Sorpu á að standa undir hluta kostnaðarins. Stofnframlög sveitarfélaganna til Sorpu árið 2018 og 2019 vegna framkvæmdanna réðust af hlutfalli íbúafjölda. Sé sama skipting heimfærð á kostnaðinn vegna framúrkeyrslunnar myndi reikningurinn líta svona út.Grafík/Hafsteinn Viðbrögð í lok næstu viku Stjórnarmenn Sorpu hyggjast ekki tjá sig efnislega um úttekt innri endurskoðunar fyrr en eftir stjórnarfund, sem fyrirhugaður er á fimmtudag í næstu viku. Þar verða andmæli framkvæmdastjóra Sorpu tekin fyrir, en Birni H. Halldórssyni var vikið frá framkvæmdastjórastörfum í gær á meðan framúrkeyrslan er til rannsóknar. Auk ýmissa athugasemda um lélegt upplýsingaflæði milli framkvæmdastjórans og stjórnar Sorpu setur innri endurskoðun út á samsetningu umræddrar stjórnar. Samkvæmt stofnsamningi Sorpu skal stjórnin skipuð sveitarstjórnarfólki, sem innri endurskoðun vill hverfa frá. Þess í stað ætti að leggja ríkari áherslu á hæfi, reynslu og menntun stjórnarfólks. Undir þetta ákall tekur Þórdís Lóa Þórhallsdóttir formaður borgarráðs. Eigendastefna borgarinnar sé nú þegar til endurskoðunar þar sem horft er til þess að gera ríkari hæfnikröfur. „Ég hef gagnrýnt það að þarna sé verið að skilja á milli hlutverks, ábyrgðar og ákvarðanatöku og mér finnst mál vera svona holdgervingur þess sem við erum með í fanginu: Að við verðum að gera breytingar,“ segir Þórdís Lóa. Hún segir flest vera sammála um að gera þurfi breytingar í þessa átt, þó svo að útfærslan sé meira þrætuepli. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs.Vísir/vilhelm Rödd stjórnmálanna verði áfram að heyrast Breytingar sem þessar hafi til að mynda verið ræddar á vettvangi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu í haust. Þar var samþykkt að stjórn SSH tæki breytingar sem þessar til skoðunar, þar sem fleiri byggðasamlög en Sorpa eru undir. „Peningar höfuðborgarbúa eru undir og við erum að ræða um mikla þjónustu. Þetta eru fyrirtæki eins og Sorpa, Strætó svo ég tali nú ekki um stór fyrirtæki eins og Orkuveituna. Þetta eru gríðarlega mikilvæg fyrirtæki í innviðum þessara sveitarfélaga og við verðum að gera þetta betur.“ Breytingar í þess átt séu þegar í vinnslu, rödd stjórnmálanna verði þó áfram að heyrast „Ég vil meiri fagmennsku og minni pólitík inn í þessa stjórn. Það þarf þó að vera pólítik líka því þar er ákvörðunarvaldið. Þetta þarf því að sameina að mínu mati,“ segir Þórdís sem leggur áherslu á það að vel verði staðið að þessari vinnu. Innri endurskoðun telur einnig brýnt að lengja skipunartíma stjórnarfólks, úr tveimur árum í fjögur. Erfitt sé að setja sig inn í starfsemi Sorpu og því þurfi að passa að allri reynslu sé ekki ruslað út á tveggja ára fresti. Þórdís Lóa tekur í sama streng, þessi stjórnarfólksvelta sé ekki af hinu góða. „Þetta gerir það að verkum að stjórnir geta orðið mjög veikar og embættismannakerfið gerður orðið mjög sterkt. Þetta er eitt af þessum grunnatriðum sem allar stjórnir í landinu þurfa að passa verulega; hvernig er veltan inni í henni og ekki skipta út öllum í einu. Að halda inni þekkingu og reynslu er gríðarlega mikilvægt,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir. Reykjavík Sorpa Stjórnsýsla Tengdar fréttir Sendur í leyfi á meðan 1,4 milljarða framúrkeyrsla er til skoðunar Stjórn Sorpu bs. ákvað á fundi sínum í dag að senda framkvæmdastjóra félagsins í leyfi á meðan ástæður 1,4 milljarða króna framúrkeyrslu á áætluðum framkvæmdakostnaði vegna byggingar gas- og jarðgerðarstöðvar í Álfsnesi og móttökustöðvar í Gufunesi eru til skoðunar. 22. janúar 2020 18:07 Framkvæmdastjóri Sorpu segir skýrsluna „ranga, ótrausta og andstæða fyrri yfirlýsingum“ Björn H. Halldórsson, framkvæmdastjóri Sorpu, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna skýrslu Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar á stjórnarháttum félagsins. 22. janúar 2020 20:24 Fela innri endurskoðun að gera úttekt á starfsemi og stjórnarháttum Sorpu Stjórn Sorpu bs. hefur ákveðið að fela innri endurskoðun að gera úttekt á Sorpu bs. 1. október 2019 13:41 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Fleiri fréttir Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Sjá meira
Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar vill að aukin krafa verði gerði um hæfni þeirra sem sitja í stjórn Sorpu. Formaður borgarráðs tekur í sama streng, 1400 milljóna framúrkeyrsla Sorpu undirstriki mikilvægi breytinganna sem þarf að ráðast í. Framúrkeyrsla Sorpu er tilkomin vegna aukins kostnaðar við gas- og jarðgerðarstöð í Álfsnesi, alls 637 milljónir króna, og hins vegar að kaupum á tækjabúnaði í stækkaða móttökustöð Sorpu í Gufunesi, kostnaður sem nemur 719 milljónum króna. Sorpa er byggðasamlag í eigu sex sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Þau hafa þegar greitt tvenn stofnframlög til Sorpu vegna framkvæmdanna í Álfsnesi; 350 milljónir króna í nóvember 2018 og 200 milljónir í júlí í fyrra. Þá skiptist reikningurinn hlutfallslega eftir íbúafjölda. Sé sama aðferðafræði notuð til að standa straum af kostnaði við framúrkeyrsluna myndi Reykjavík greiða næstum 800 milljónir, Kópavogur 220 milljónir og Hafnarfjörður rúmar 180. Framkvæmdirnar og framúrkeyrslan verða að stærstum hluta fjármagnaðar með lántöku, yfirdrætti og stofnfé frá sveitarfélögunum, auk þess sem rekstur Sorpu á að standa undir hluta kostnaðarins. Stofnframlög sveitarfélaganna til Sorpu árið 2018 og 2019 vegna framkvæmdanna réðust af hlutfalli íbúafjölda. Sé sama skipting heimfærð á kostnaðinn vegna framúrkeyrslunnar myndi reikningurinn líta svona út.Grafík/Hafsteinn Viðbrögð í lok næstu viku Stjórnarmenn Sorpu hyggjast ekki tjá sig efnislega um úttekt innri endurskoðunar fyrr en eftir stjórnarfund, sem fyrirhugaður er á fimmtudag í næstu viku. Þar verða andmæli framkvæmdastjóra Sorpu tekin fyrir, en Birni H. Halldórssyni var vikið frá framkvæmdastjórastörfum í gær á meðan framúrkeyrslan er til rannsóknar. Auk ýmissa athugasemda um lélegt upplýsingaflæði milli framkvæmdastjórans og stjórnar Sorpu setur innri endurskoðun út á samsetningu umræddrar stjórnar. Samkvæmt stofnsamningi Sorpu skal stjórnin skipuð sveitarstjórnarfólki, sem innri endurskoðun vill hverfa frá. Þess í stað ætti að leggja ríkari áherslu á hæfi, reynslu og menntun stjórnarfólks. Undir þetta ákall tekur Þórdís Lóa Þórhallsdóttir formaður borgarráðs. Eigendastefna borgarinnar sé nú þegar til endurskoðunar þar sem horft er til þess að gera ríkari hæfnikröfur. „Ég hef gagnrýnt það að þarna sé verið að skilja á milli hlutverks, ábyrgðar og ákvarðanatöku og mér finnst mál vera svona holdgervingur þess sem við erum með í fanginu: Að við verðum að gera breytingar,“ segir Þórdís Lóa. Hún segir flest vera sammála um að gera þurfi breytingar í þessa átt, þó svo að útfærslan sé meira þrætuepli. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs.Vísir/vilhelm Rödd stjórnmálanna verði áfram að heyrast Breytingar sem þessar hafi til að mynda verið ræddar á vettvangi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu í haust. Þar var samþykkt að stjórn SSH tæki breytingar sem þessar til skoðunar, þar sem fleiri byggðasamlög en Sorpa eru undir. „Peningar höfuðborgarbúa eru undir og við erum að ræða um mikla þjónustu. Þetta eru fyrirtæki eins og Sorpa, Strætó svo ég tali nú ekki um stór fyrirtæki eins og Orkuveituna. Þetta eru gríðarlega mikilvæg fyrirtæki í innviðum þessara sveitarfélaga og við verðum að gera þetta betur.“ Breytingar í þess átt séu þegar í vinnslu, rödd stjórnmálanna verði þó áfram að heyrast „Ég vil meiri fagmennsku og minni pólitík inn í þessa stjórn. Það þarf þó að vera pólítik líka því þar er ákvörðunarvaldið. Þetta þarf því að sameina að mínu mati,“ segir Þórdís sem leggur áherslu á það að vel verði staðið að þessari vinnu. Innri endurskoðun telur einnig brýnt að lengja skipunartíma stjórnarfólks, úr tveimur árum í fjögur. Erfitt sé að setja sig inn í starfsemi Sorpu og því þurfi að passa að allri reynslu sé ekki ruslað út á tveggja ára fresti. Þórdís Lóa tekur í sama streng, þessi stjórnarfólksvelta sé ekki af hinu góða. „Þetta gerir það að verkum að stjórnir geta orðið mjög veikar og embættismannakerfið gerður orðið mjög sterkt. Þetta er eitt af þessum grunnatriðum sem allar stjórnir í landinu þurfa að passa verulega; hvernig er veltan inni í henni og ekki skipta út öllum í einu. Að halda inni þekkingu og reynslu er gríðarlega mikilvægt,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir.
Reykjavík Sorpa Stjórnsýsla Tengdar fréttir Sendur í leyfi á meðan 1,4 milljarða framúrkeyrsla er til skoðunar Stjórn Sorpu bs. ákvað á fundi sínum í dag að senda framkvæmdastjóra félagsins í leyfi á meðan ástæður 1,4 milljarða króna framúrkeyrslu á áætluðum framkvæmdakostnaði vegna byggingar gas- og jarðgerðarstöðvar í Álfsnesi og móttökustöðvar í Gufunesi eru til skoðunar. 22. janúar 2020 18:07 Framkvæmdastjóri Sorpu segir skýrsluna „ranga, ótrausta og andstæða fyrri yfirlýsingum“ Björn H. Halldórsson, framkvæmdastjóri Sorpu, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna skýrslu Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar á stjórnarháttum félagsins. 22. janúar 2020 20:24 Fela innri endurskoðun að gera úttekt á starfsemi og stjórnarháttum Sorpu Stjórn Sorpu bs. hefur ákveðið að fela innri endurskoðun að gera úttekt á Sorpu bs. 1. október 2019 13:41 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Fleiri fréttir Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Sjá meira
Sendur í leyfi á meðan 1,4 milljarða framúrkeyrsla er til skoðunar Stjórn Sorpu bs. ákvað á fundi sínum í dag að senda framkvæmdastjóra félagsins í leyfi á meðan ástæður 1,4 milljarða króna framúrkeyrslu á áætluðum framkvæmdakostnaði vegna byggingar gas- og jarðgerðarstöðvar í Álfsnesi og móttökustöðvar í Gufunesi eru til skoðunar. 22. janúar 2020 18:07
Framkvæmdastjóri Sorpu segir skýrsluna „ranga, ótrausta og andstæða fyrri yfirlýsingum“ Björn H. Halldórsson, framkvæmdastjóri Sorpu, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna skýrslu Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar á stjórnarháttum félagsins. 22. janúar 2020 20:24
Fela innri endurskoðun að gera úttekt á starfsemi og stjórnarháttum Sorpu Stjórn Sorpu bs. hefur ákveðið að fela innri endurskoðun að gera úttekt á Sorpu bs. 1. október 2019 13:41