Villuráfandi skarfur var í vandræðum við Kárastíg Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. janúar 2020 21:00 Skarfurinn var nokkuð gæfur en kolvilltur. Mynd/Hlíf Una Bárudóttir Hlíf Una Bárudóttir, íbúi við Kárastíg í Reykjavík, rak upp stór augu fyrr í dag þegar stærðarinnar skarfur var á ferðinni um götuna. „Þessi gaur er að þvælast á Kárastíg og virðist lítill í sér. Hvert hringir kona vegna villuráfandi skarfa?“ skrifaði Hlíf á Facebook í dag og birti hún myndir á Facebook af fuglinum fagra. Skarfurinn reyndist bæði vera ungur og hraustur.Mynd/Hlíf Una Bárudóttir Í samtali við Vísi segir Hlíf að svarið við spurningunni sé Reykjavíkurborg. Eftir að hafa náð þangað inn og útskýrt erindið var meindýraeyðir sendur á vetvang. „Hann fræddi mig um það skarfar geti ekki hafið sig á loft nema á vatni þannig að hann væri í raunverulegum vandræðum,“ segir Hlíf en talið er líklegt að skarfurinn hafi hreinlega fokið inn í borgina í hvassviðrinu sem þar hefur verið í dag. Bjargvætturinn á vegum borgarinnar fangaði fuglinn með háfi og eftir því sem Hlíf best veit var skarfinum sleppt við sjóinn. „Ég fylgdi honum ekki á enda en maðurinn sem kom hingað sagði að þetta væri ungur og hraustur fugl og það væri minnsta málið að keyra hann niður að sjó.“ Hlíf náði meðfylgjandi myndum af skarfinum sem hún sagði hafa verið nokkuð gæfan eftir að hann plantaði sér á Káratorg, þar sem hann var í um tvo tíma áður en hann var fluttur niður að sjónum. Skarfar eru sjófuglar sem halda sig helst við ströndina eða á vötnum nálægt sjó, en eru alla jafna sjaldséðir inn í íbúðarhverfum. Dýr Reykjavík Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Sjá meira
Hlíf Una Bárudóttir, íbúi við Kárastíg í Reykjavík, rak upp stór augu fyrr í dag þegar stærðarinnar skarfur var á ferðinni um götuna. „Þessi gaur er að þvælast á Kárastíg og virðist lítill í sér. Hvert hringir kona vegna villuráfandi skarfa?“ skrifaði Hlíf á Facebook í dag og birti hún myndir á Facebook af fuglinum fagra. Skarfurinn reyndist bæði vera ungur og hraustur.Mynd/Hlíf Una Bárudóttir Í samtali við Vísi segir Hlíf að svarið við spurningunni sé Reykjavíkurborg. Eftir að hafa náð þangað inn og útskýrt erindið var meindýraeyðir sendur á vetvang. „Hann fræddi mig um það skarfar geti ekki hafið sig á loft nema á vatni þannig að hann væri í raunverulegum vandræðum,“ segir Hlíf en talið er líklegt að skarfurinn hafi hreinlega fokið inn í borgina í hvassviðrinu sem þar hefur verið í dag. Bjargvætturinn á vegum borgarinnar fangaði fuglinn með háfi og eftir því sem Hlíf best veit var skarfinum sleppt við sjóinn. „Ég fylgdi honum ekki á enda en maðurinn sem kom hingað sagði að þetta væri ungur og hraustur fugl og það væri minnsta málið að keyra hann niður að sjó.“ Hlíf náði meðfylgjandi myndum af skarfinum sem hún sagði hafa verið nokkuð gæfan eftir að hann plantaði sér á Káratorg, þar sem hann var í um tvo tíma áður en hann var fluttur niður að sjónum. Skarfar eru sjófuglar sem halda sig helst við ströndina eða á vötnum nálægt sjó, en eru alla jafna sjaldséðir inn í íbúðarhverfum.
Dýr Reykjavík Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Sjá meira