Djúp lægð á Grænlandshafi veldur stormi í dag og fleiri lægðir í næstu viku Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. janúar 2020 07:25 Víða verður skyggni takmarkða og akstursskilyrði erfið. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Búast má við austanhvassviðri eða stormi á landinu í dag með slyddu eða snjókomu í flestum landshlutum en rigningu syðst. Orsök stormsins er djúp lægð á Grænlandshafi, að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Seinni partinn lægir þó smám saman og rofar til, fyrst sunnan til á landinu. Gular hríðarviðvaranir eru í gildi á Vestfjörðum og Breiðafirði fram á kvöld og ferðalangar beðnir að kanna þær áður en lagt er af stað. Þar er búist við austan- og norðaustan 15-25 m/s með snjókomu og skafrenningi. Skyggni verður takmarkað og akstursskilyrði erfið, að því er segir á vef Veðurstofunnar. Tvær smálægðir sækja svo að landinu á morgun og valda breytilegum vindáttum, þó líklega fremur hægum. Úrkoma verður varla mikil en kólnar smám saman. „Fleiri lægðir koma við sögu í næstu viku, en fara líklega flestar austur fyrir land, þ.a. norðanáttir verða tíðari,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Þegar þetta er ritað er enn beðið eftir upplýsingum um færð vega víða á landinu en vetrarfærð er nær alls staðar og nokkuð hvasst. Mikill vindur er á Snæfellsnesi og í Borgarfirði, þæfingsfærð á Svínadal en ófært um Bröttubrekku. Mjög hvasst er núna á Vestfjörðum en þæfingsfærð er einnig milli Patreksfjarðar og Bíldudals. Ófært er um Klettsháls. Þungfært er um Öxnadalsheiði og éljagangur í Eyjafirði. Ófært er um Hófaskarð og hálsa. Þá er veginum um Fróðárheiði lokað vegna veðurs. Töluvert hvasst er austan Hafnar og þæfingsfærð á Biskupstungnabraut og um Reynisfjall. Upplýsingar um færð vega má nálgast á vef Vegagerðarinnar. Samgöngur Veður Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Fleiri fréttir Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Sjá meira
Búast má við austanhvassviðri eða stormi á landinu í dag með slyddu eða snjókomu í flestum landshlutum en rigningu syðst. Orsök stormsins er djúp lægð á Grænlandshafi, að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Seinni partinn lægir þó smám saman og rofar til, fyrst sunnan til á landinu. Gular hríðarviðvaranir eru í gildi á Vestfjörðum og Breiðafirði fram á kvöld og ferðalangar beðnir að kanna þær áður en lagt er af stað. Þar er búist við austan- og norðaustan 15-25 m/s með snjókomu og skafrenningi. Skyggni verður takmarkað og akstursskilyrði erfið, að því er segir á vef Veðurstofunnar. Tvær smálægðir sækja svo að landinu á morgun og valda breytilegum vindáttum, þó líklega fremur hægum. Úrkoma verður varla mikil en kólnar smám saman. „Fleiri lægðir koma við sögu í næstu viku, en fara líklega flestar austur fyrir land, þ.a. norðanáttir verða tíðari,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Þegar þetta er ritað er enn beðið eftir upplýsingum um færð vega víða á landinu en vetrarfærð er nær alls staðar og nokkuð hvasst. Mikill vindur er á Snæfellsnesi og í Borgarfirði, þæfingsfærð á Svínadal en ófært um Bröttubrekku. Mjög hvasst er núna á Vestfjörðum en þæfingsfærð er einnig milli Patreksfjarðar og Bíldudals. Ófært er um Klettsháls. Þungfært er um Öxnadalsheiði og éljagangur í Eyjafirði. Ófært er um Hófaskarð og hálsa. Þá er veginum um Fróðárheiði lokað vegna veðurs. Töluvert hvasst er austan Hafnar og þæfingsfærð á Biskupstungnabraut og um Reynisfjall. Upplýsingar um færð vega má nálgast á vef Vegagerðarinnar.
Samgöngur Veður Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Fleiri fréttir Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Sjá meira