Afhenti borgarstjóra og ríkissáttasemjara verkfallsboðun Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 27. janúar 2020 12:49 Sólveig Jónsdóttir, formaður Eflingar, með Degi B. Eggertssyni borgarstjóra í morgun. Vísir/Vilhelm Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, afhenti ríkissáttasemjara og borgarstjóra verkfallsboðun starfsfólks Reykjavíkurborgar í morgun. Sólveig átti í kjölfarið óvæntan fund með Degi B. Eggertssyni borgarstjóra. Yfirgnæfandi meirihluti, eða 95,5 prósent, greiddi atkvæði með verkfallsboðun Eflingar hjá starfsfólki Reykjavíkurborgar. Kjörsókn var rétt tæp 60 prósent en rúmlega 1800 voru á kjörskrá. Atkvæðagreiðslunni lauk í gær og hefjast aðgerðir að óbreyttu þann 4. febrúar. Samninganefnd Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg gerir þá kröfu að lægstu laun hækki um rúmlega 140 þúsund krónur á mánuði á samningstímanum, það er til loka árs 2022. Verkfallið nær m.a. til leikskólastarfsfólks og starfsfólks á hjúkrunarheimilum og í heimaþjónustu.Sjá einnig: Krefjast þess að lægstu laun hjá borginni hækki um 142.507 krónur á mánuði Klukkan tíu í morgun hélt Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, af stað í Karphúsið þar sem hún afhenti Elísabetu Ólafsdóttur, skrifstofustjóra hjá embætti ríkissáttasemjara, tilkynningu um vinnustöðvun. Þaðan lá leið hennar í ráðhúsið. Elísabet Ólafsdóttir skrifstofustjóri hjá ríkissáttasemjara tekur við verkfallsboðun Eflingar frá Sólveigu Önnu.Vísir/Vilhelm Sólveig Anna hvatti Dag B. Eggertsson borgarstjóra til að leiðrétta kjör starfsfólks um leið og hún afhenti honum verkfallsboðunina. Að því loknu áttu þau fund á skrifstofu borgarstjóra að hans frumkvæði. Í samtali við fréttastofu segir Sólveig Anna að staðan sé óbreytt eftir fundinn með borgarstjóra. Ekkert hafi komið fram á þeim fundi sem hafi áhrif á fyrirhuguð verkföll. Efling hefur boðað til blaðamannafundar í Bragganum við Nauthólsvík síðar í dag í tengslum við kjaradeiluna við borgina. Þar mun Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, „gera grein fyrir því hvað leiðrétting á lægstu launum starfsmanna borgarinnar muni kosta Reykjavíkurborg í samanburði við kostnað sveitarfélagsins við nýlega endurnýjun Braggans,“ að því er fram kemur í tilkynningu frá Eflingu. Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Efling vill ræða beint við borgarstjóra Sólveig Anna Jónsdóttir hefur tilkynnt Degi B. Eggertssyni borgarstjóra að Efling muni ekki eiga frekari viðræður við samninganefnd borgarinnar umfram það sem lög krefjast. 20. janúar 2020 12:56 Dagur svarar Eflingu og segir samninganefndina hafna ásökunum um lögbrot Borgarstjóri segir samninganefnd Reykjavíkurborgar hafna ásökunum um trúnaðarbrest og lögbrot, um leið og hann segir umboð nefndarinnar skýrt og lýsir einnig vilja hennar til að samningar náist. 21. janúar 2020 17:38 Krefjast þess að lægstu laun hjá borginni hækki um 142.507 krónur á mánuði Samninganefnd Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg gerir kröfu um að lægstu laun hækki um 142.507 krónur á mánuði á samningstímanum, það er á tímabilinu 2019 til loka árs 2022. 22. janúar 2020 15:24 Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, afhenti ríkissáttasemjara og borgarstjóra verkfallsboðun starfsfólks Reykjavíkurborgar í morgun. Sólveig átti í kjölfarið óvæntan fund með Degi B. Eggertssyni borgarstjóra. Yfirgnæfandi meirihluti, eða 95,5 prósent, greiddi atkvæði með verkfallsboðun Eflingar hjá starfsfólki Reykjavíkurborgar. Kjörsókn var rétt tæp 60 prósent en rúmlega 1800 voru á kjörskrá. Atkvæðagreiðslunni lauk í gær og hefjast aðgerðir að óbreyttu þann 4. febrúar. Samninganefnd Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg gerir þá kröfu að lægstu laun hækki um rúmlega 140 þúsund krónur á mánuði á samningstímanum, það er til loka árs 2022. Verkfallið nær m.a. til leikskólastarfsfólks og starfsfólks á hjúkrunarheimilum og í heimaþjónustu.Sjá einnig: Krefjast þess að lægstu laun hjá borginni hækki um 142.507 krónur á mánuði Klukkan tíu í morgun hélt Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, af stað í Karphúsið þar sem hún afhenti Elísabetu Ólafsdóttur, skrifstofustjóra hjá embætti ríkissáttasemjara, tilkynningu um vinnustöðvun. Þaðan lá leið hennar í ráðhúsið. Elísabet Ólafsdóttir skrifstofustjóri hjá ríkissáttasemjara tekur við verkfallsboðun Eflingar frá Sólveigu Önnu.Vísir/Vilhelm Sólveig Anna hvatti Dag B. Eggertsson borgarstjóra til að leiðrétta kjör starfsfólks um leið og hún afhenti honum verkfallsboðunina. Að því loknu áttu þau fund á skrifstofu borgarstjóra að hans frumkvæði. Í samtali við fréttastofu segir Sólveig Anna að staðan sé óbreytt eftir fundinn með borgarstjóra. Ekkert hafi komið fram á þeim fundi sem hafi áhrif á fyrirhuguð verkföll. Efling hefur boðað til blaðamannafundar í Bragganum við Nauthólsvík síðar í dag í tengslum við kjaradeiluna við borgina. Þar mun Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, „gera grein fyrir því hvað leiðrétting á lægstu launum starfsmanna borgarinnar muni kosta Reykjavíkurborg í samanburði við kostnað sveitarfélagsins við nýlega endurnýjun Braggans,“ að því er fram kemur í tilkynningu frá Eflingu.
Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Efling vill ræða beint við borgarstjóra Sólveig Anna Jónsdóttir hefur tilkynnt Degi B. Eggertssyni borgarstjóra að Efling muni ekki eiga frekari viðræður við samninganefnd borgarinnar umfram það sem lög krefjast. 20. janúar 2020 12:56 Dagur svarar Eflingu og segir samninganefndina hafna ásökunum um lögbrot Borgarstjóri segir samninganefnd Reykjavíkurborgar hafna ásökunum um trúnaðarbrest og lögbrot, um leið og hann segir umboð nefndarinnar skýrt og lýsir einnig vilja hennar til að samningar náist. 21. janúar 2020 17:38 Krefjast þess að lægstu laun hjá borginni hækki um 142.507 krónur á mánuði Samninganefnd Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg gerir kröfu um að lægstu laun hækki um 142.507 krónur á mánuði á samningstímanum, það er á tímabilinu 2019 til loka árs 2022. 22. janúar 2020 15:24 Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira
Efling vill ræða beint við borgarstjóra Sólveig Anna Jónsdóttir hefur tilkynnt Degi B. Eggertssyni borgarstjóra að Efling muni ekki eiga frekari viðræður við samninganefnd borgarinnar umfram það sem lög krefjast. 20. janúar 2020 12:56
Dagur svarar Eflingu og segir samninganefndina hafna ásökunum um lögbrot Borgarstjóri segir samninganefnd Reykjavíkurborgar hafna ásökunum um trúnaðarbrest og lögbrot, um leið og hann segir umboð nefndarinnar skýrt og lýsir einnig vilja hennar til að samningar náist. 21. janúar 2020 17:38
Krefjast þess að lægstu laun hjá borginni hækki um 142.507 krónur á mánuði Samninganefnd Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg gerir kröfu um að lægstu laun hækki um 142.507 krónur á mánuði á samningstímanum, það er á tímabilinu 2019 til loka árs 2022. 22. janúar 2020 15:24