Tvær litlar spurningar til þingmanna Þröstur Friðfinnsson skrifar 28. janúar 2020 12:00 Þingsályktunartillaga um málefni sveitarfélaga, grein VII. Nú er Alþingi að fara að afgreiða þingsályktunartillögu um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga. Þá er mikilvægt að þingmenn hafi svör á hraðbergi. Á aukalandsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga þann 6. september s.l., var fyrir atbeina kjörinna fulltrúa stærri sveitarfélaga, gegn harðri andstöðu u.þ.b. þriðjungs sveitarfélaga á Íslandi, samþykkt eftirfarandi ályktun; „Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga haldið 6. september 2019 samþykkir að mæla með því að Alþingi samþykki fyrirliggjandi þingsályktunartillögu um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2019-2033 og aðgerðaáætlun fyrir árin 2019-2023. Í tillögunni er gert ráð fyrir veglegum fjárhagslegum stuðningi Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga við sameiningar sveitarfélaga og því er mikilvægt að ríkissjóður veiti sérstök fjárframlög til sjóðsins til að fjármagna þann stuðning.“ Enginn ágreiningur er þó meðal sveitarstjórnarmanna um flesta liði þingsályktunartillögunnar, einungis um ákvæði um lágmarksíbúafjölda. Rétt fyrir þingið lagði ráðuneyti sveitarstjórnarmála fram tillögur um sameiningarframlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til einstakra sveitarfélaga upp á samtals um 19 milljarða króna. Síðar hefur verið talað um framlög upp á allt að 15 milljarða á næstu 10 – 15 árum í þessu skyni. Talað var um þessar tillögur á þeim nótum að fjármunir þessir væru nánast í hendi. Enn hefur þó ekkert nýtt fjármagn verið sett í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga til sameiningarframlaga. Ekkert er að finna í fjárlögum ársins, í fjármálaáætlun eða sér þess stað í öðrum gögnum um fjármál ríkisins næstu ár. Það blasir við öllum sem vilja sjá, að tillögurnar voru blekking ein, til að véla sem flesta til að styðja áform um lágmarksíbúafjölda í sveitarfélögum. Ekkert hefur komið fram sem bendir til þess að nýtt fjármagn komi inn í Jöfnunarsjóð og bókun landsþings ætti því að vera í nokkru uppnámi. Samt sem áður situr stjórn Sambandsins íslenskra sveitarfélaga föst við sinn keip og krefur Alþingi enn um samþykkt þingsályktunartillögunnar. Það er trúlega allt að því einsdæmi að stjórn í félagi fari svo harkalega gegn svo stórum hluta sinna aðildarfélaga. Brjóti svo afdráttarlaust gegn skýrum samþykktum sem henni ber að starfa eftir. Sambandsins okkar, sem hefur það hlutverk að vera sameiginlegur málsvari og vinna að sameiginlegum hagsmunamálum og samstarfi sveitarfélaga. Sérfræðingur í félagarétti hefur í vel rökstuddu minnisblaði, komist að afdráttarlausri niðurstöðu. Með því að kjörnir fulltrúar stærri sveitarfélaga samþykki í krafti aukins atkvæðavægis að hin minni skuli í raun lögð niður án þess að þeirra eigin kjörnu fulltrúar megi nokkrum vörnum við koma, þá fer Sambandið í þessu efni klárlega út fyrir sitt hlutverk samkvæmt samþykktum þess. Þegar við bætist að ekkert er gert með seinni hluta ályktunar landsþingsins, verður að segjast að ályktunin er orðin fullkomlega marklaus. Alþingi er á engan hátt bundið af slíkri bókun. Raunar hefur Sambandið sem frjáls félagasamtök, nákvæmlega ekkert boðvald yfir Alþingi, þó formaðurinn hafi óhikað talað á þeim nótum. Seint verður trúað að þingmenn bogni undan svo óheiðarlegum þrýsingi. Ef þingsályktunartillagan með sína 11 liði heldur ekki fullu gildi sínu þó íbúalágmarkið sé fellt út, þá er eitthvað mikið bogið við hana að öðru leyti. Ég vona þó að svo sé alls ekki. Í rökstuðningi fyrir lögfestingu lágmarksíbúafjölda, er megináherslan á hag íbúa. Að þeir fái betri þjónustu, að það styrki byggðir og efli sveitarfélögin sem faglegar stjórnsýslueiningar til framtíðar. Ef rétt er með farið, þá munu íbúar æfinlega kjósa með sínum hag og samþykkja sameiningar. Hvers vegna í ósköpunum þarf þá að setja lögþvingun inn í tillöguna? Því verða þingmenn að svara áður en þeir greiða atkvæði. Í þingsályktunartillögunni er afar mikið gert úr lýðræði og sjálfsákvörðunarrétti sveitarfélaga. Lýðræði endar ekki við töluna 1000. Íslendingum fer stærðarhroki afar illa. Íslendingar eru enn smærri hluti af Evrópu en Akrahreppur með sína 200 íbúa, er þó sem hlutfall af Íslendingum. Við njótum samt fullveldis og teljum okkur fullgilda þjóð meðal þjóða. Ég sé t.d. ekki fyrir mér að Evrópuþingið myndi nokkurn tíma álykta um að þjóðríki þyrfti að hafa að lágmarki eina milljón íbúa til að teljast ríki. Lokaspurningin til þingmanna áður en þeir greiða atkvæði er einföld: Eiga íbúar Grýtubakkahrepps ekki að njóta sömu mannréttinda, sama lýðræðislega sjálfsákvörðunarréttar og íbúar Hveragerðis? Höfundur er sveitarstjóri Grýtubakkahrepps. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grýtubakkahreppur Sveitarstjórnarmál Þröstur Friðfinnsson Tengdar fréttir Lýðræðið, lögfræðin og ofbeldið Í þingsályktunartillögu um málefni sveitarfélaga, er mikið talað um lýðræði, virðingu, sjálfbærni og sjálfstjórnarrétt sveitarfélaga og er það vel. 22. október 2019 10:00 Rétt og rangt um þjónustu Það er grafalvarlegt mál fyrir okkur sem stöndum að rekstri lítilla sveitarfélaga, þegar ráðamenn fullyrða margítrekað að við séum ekki að veita íbúum okkar þá þjónustu sem okkur ber að gera að lögum. 11. október 2019 12:52 Er fólk bara tölur? Það vill gleymast í umræðu um lágmarksíbúafjölda í sveitarfélögum, að málið snýst ekki bara um tölur, hvort heldur er íbúafjölda eða krónur. 25. nóvember 2019 10:00 Framtíðarfólk og afturhaldsseggir Sveitarstjóri Grýtubakkahrepps skrifar um sveitarstjórnarmál og sameiningar. 4. nóvember 2019 10:15 Hamingjuóskir Austur - afhjúpun Ég óska íbúum í Austri innilega til hamingju með glæsilega sameiningarkosningu um liðna helgi. 28. október 2019 10:15 Hagræðing eða þjónusta? Nú nýverið kom út skýrsla sem unnin var að ósk samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis, Öflugri sveitarfélög – væntur ávinningur við sameiningu sveitarfélaga m.v. 1.000 íbúa að lágmarki. Ekkert er óljóst um tilganginn með skýrslunni, hann er að byggja enn frekar undir stefnu stjórnvalda um stækkun sveitarfélaga. 15. október 2019 14:00 Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Þingsályktunartillaga um málefni sveitarfélaga, grein VII. Nú er Alþingi að fara að afgreiða þingsályktunartillögu um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga. Þá er mikilvægt að þingmenn hafi svör á hraðbergi. Á aukalandsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga þann 6. september s.l., var fyrir atbeina kjörinna fulltrúa stærri sveitarfélaga, gegn harðri andstöðu u.þ.b. þriðjungs sveitarfélaga á Íslandi, samþykkt eftirfarandi ályktun; „Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga haldið 6. september 2019 samþykkir að mæla með því að Alþingi samþykki fyrirliggjandi þingsályktunartillögu um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2019-2033 og aðgerðaáætlun fyrir árin 2019-2023. Í tillögunni er gert ráð fyrir veglegum fjárhagslegum stuðningi Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga við sameiningar sveitarfélaga og því er mikilvægt að ríkissjóður veiti sérstök fjárframlög til sjóðsins til að fjármagna þann stuðning.“ Enginn ágreiningur er þó meðal sveitarstjórnarmanna um flesta liði þingsályktunartillögunnar, einungis um ákvæði um lágmarksíbúafjölda. Rétt fyrir þingið lagði ráðuneyti sveitarstjórnarmála fram tillögur um sameiningarframlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til einstakra sveitarfélaga upp á samtals um 19 milljarða króna. Síðar hefur verið talað um framlög upp á allt að 15 milljarða á næstu 10 – 15 árum í þessu skyni. Talað var um þessar tillögur á þeim nótum að fjármunir þessir væru nánast í hendi. Enn hefur þó ekkert nýtt fjármagn verið sett í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga til sameiningarframlaga. Ekkert er að finna í fjárlögum ársins, í fjármálaáætlun eða sér þess stað í öðrum gögnum um fjármál ríkisins næstu ár. Það blasir við öllum sem vilja sjá, að tillögurnar voru blekking ein, til að véla sem flesta til að styðja áform um lágmarksíbúafjölda í sveitarfélögum. Ekkert hefur komið fram sem bendir til þess að nýtt fjármagn komi inn í Jöfnunarsjóð og bókun landsþings ætti því að vera í nokkru uppnámi. Samt sem áður situr stjórn Sambandsins íslenskra sveitarfélaga föst við sinn keip og krefur Alþingi enn um samþykkt þingsályktunartillögunnar. Það er trúlega allt að því einsdæmi að stjórn í félagi fari svo harkalega gegn svo stórum hluta sinna aðildarfélaga. Brjóti svo afdráttarlaust gegn skýrum samþykktum sem henni ber að starfa eftir. Sambandsins okkar, sem hefur það hlutverk að vera sameiginlegur málsvari og vinna að sameiginlegum hagsmunamálum og samstarfi sveitarfélaga. Sérfræðingur í félagarétti hefur í vel rökstuddu minnisblaði, komist að afdráttarlausri niðurstöðu. Með því að kjörnir fulltrúar stærri sveitarfélaga samþykki í krafti aukins atkvæðavægis að hin minni skuli í raun lögð niður án þess að þeirra eigin kjörnu fulltrúar megi nokkrum vörnum við koma, þá fer Sambandið í þessu efni klárlega út fyrir sitt hlutverk samkvæmt samþykktum þess. Þegar við bætist að ekkert er gert með seinni hluta ályktunar landsþingsins, verður að segjast að ályktunin er orðin fullkomlega marklaus. Alþingi er á engan hátt bundið af slíkri bókun. Raunar hefur Sambandið sem frjáls félagasamtök, nákvæmlega ekkert boðvald yfir Alþingi, þó formaðurinn hafi óhikað talað á þeim nótum. Seint verður trúað að þingmenn bogni undan svo óheiðarlegum þrýsingi. Ef þingsályktunartillagan með sína 11 liði heldur ekki fullu gildi sínu þó íbúalágmarkið sé fellt út, þá er eitthvað mikið bogið við hana að öðru leyti. Ég vona þó að svo sé alls ekki. Í rökstuðningi fyrir lögfestingu lágmarksíbúafjölda, er megináherslan á hag íbúa. Að þeir fái betri þjónustu, að það styrki byggðir og efli sveitarfélögin sem faglegar stjórnsýslueiningar til framtíðar. Ef rétt er með farið, þá munu íbúar æfinlega kjósa með sínum hag og samþykkja sameiningar. Hvers vegna í ósköpunum þarf þá að setja lögþvingun inn í tillöguna? Því verða þingmenn að svara áður en þeir greiða atkvæði. Í þingsályktunartillögunni er afar mikið gert úr lýðræði og sjálfsákvörðunarrétti sveitarfélaga. Lýðræði endar ekki við töluna 1000. Íslendingum fer stærðarhroki afar illa. Íslendingar eru enn smærri hluti af Evrópu en Akrahreppur með sína 200 íbúa, er þó sem hlutfall af Íslendingum. Við njótum samt fullveldis og teljum okkur fullgilda þjóð meðal þjóða. Ég sé t.d. ekki fyrir mér að Evrópuþingið myndi nokkurn tíma álykta um að þjóðríki þyrfti að hafa að lágmarki eina milljón íbúa til að teljast ríki. Lokaspurningin til þingmanna áður en þeir greiða atkvæði er einföld: Eiga íbúar Grýtubakkahrepps ekki að njóta sömu mannréttinda, sama lýðræðislega sjálfsákvörðunarréttar og íbúar Hveragerðis? Höfundur er sveitarstjóri Grýtubakkahrepps.
Lýðræðið, lögfræðin og ofbeldið Í þingsályktunartillögu um málefni sveitarfélaga, er mikið talað um lýðræði, virðingu, sjálfbærni og sjálfstjórnarrétt sveitarfélaga og er það vel. 22. október 2019 10:00
Rétt og rangt um þjónustu Það er grafalvarlegt mál fyrir okkur sem stöndum að rekstri lítilla sveitarfélaga, þegar ráðamenn fullyrða margítrekað að við séum ekki að veita íbúum okkar þá þjónustu sem okkur ber að gera að lögum. 11. október 2019 12:52
Er fólk bara tölur? Það vill gleymast í umræðu um lágmarksíbúafjölda í sveitarfélögum, að málið snýst ekki bara um tölur, hvort heldur er íbúafjölda eða krónur. 25. nóvember 2019 10:00
Framtíðarfólk og afturhaldsseggir Sveitarstjóri Grýtubakkahrepps skrifar um sveitarstjórnarmál og sameiningar. 4. nóvember 2019 10:15
Hamingjuóskir Austur - afhjúpun Ég óska íbúum í Austri innilega til hamingju með glæsilega sameiningarkosningu um liðna helgi. 28. október 2019 10:15
Hagræðing eða þjónusta? Nú nýverið kom út skýrsla sem unnin var að ósk samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis, Öflugri sveitarfélög – væntur ávinningur við sameiningu sveitarfélaga m.v. 1.000 íbúa að lágmarki. Ekkert er óljóst um tilganginn með skýrslunni, hann er að byggja enn frekar undir stefnu stjórnvalda um stækkun sveitarfélaga. 15. október 2019 14:00
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun