Vinnum saman að betri heimi Hrönn Ingólfsdóttir skrifar 30. janúar 2020 08:00 Við stöndum frammi fyrir miklum áskorunum á mörgum sviðum og það dynja á okkur fréttir af loftslagsvá og misrétti í heiminum. Það er ljóst að við erum ekki að ná þeim árangri sem við þurfum til að ná Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna fyrir árið 2030, né heldur markmiðum Parísarsamkomulagsins, ef framvindan verður eins hæg og hún hefur verið. Það þarf að spýta töluvert í lófana til að það takist. Viðskiptalífið er ekki að vinna nógu hratt að umbreytingunni sem þarf að verða og verður að taka betur við sér. Fyrirtæki verða að taka skýra afstöðu, taka forystu og sýna djörfung við umbreytingu á viðskiptalíkönum og hagkerfinu svo það verði réttlátara. Við erum ekki að breyta hegðun okkar nógu hratt. Skoðum hvað Forbes segir um fimm helstu áhersluþættina í samfélagsábyrgð fyrirtækja fyrir árið 2020. Gagnsæi Fyrsti áhersluþátturinn er gagnsæi. Áhugi fjárfesta á umhverfis- og félagsþáttum ásamt stjórnarháttum (ESG) hefur aukist hratt og samfélagslega ábyrgar fjárfestingar eru að verða normið. Gert er ráð fyrir að áhugi fjárfesta og annarra hagaðila á gagnsæi muni aukast enn frekar. Það leiði svo til aukinnar áherslu á að gæði upplýsinga séu staðfestar af þriðja aðila. Kolefnishlutleysi Annar áhersluþáttur sem var nefndur er kolefnishlutleysi. Þótt mörg fyrirtæki hafi stigið stór skref til að draga úr umhverfisáhrifum frá starfsemi sinni gera hagaðilar kröfu um að fyrirtæki útrými þeim með öllu. Búast má við að fleiri fyrirtæki vinni hraðar að kolefnishlutleysi og taki stærri skref í átt að sorpfríu fyrirtæki (zero waste) á komandi ári. Starfsfólk við stjórnvölinn Þriðji áhersluþátturinn er aukin krafa frá starfsfólki um að leiðtogar fyrirtækja taki þátt í umræðu um opinbera stefnumótun í sínu nærsamfélagi og standi skil á gerðum sínum (eða aðgerðaleysi) gagnvart starfsfólki. Fyrirtæki stuðli að ávinningi fyrir samfélagið í heild. Sérfræðingar eru að sjá fyrir sér að á árinu 2020 verði viðskiptalífið í sviðsljósinu og áhersla verði á umræðu um hlutverk fyrirtækja í samfélaginu og framtíð kapítalismans. Það reynir á okkur sem störfum að þessum málaflokki að láta í okkur heyra. Tilgangur Fjórði áhersluþátturinn fyrir árið 2020 er leit fólks að tilgangi.Ýmsar rannsóknir hafa sýnt að starfsmenn vilja helst vinna fyrir fyrirtæki sem trúa á málstað eða hafa tilgang. Rannsóknir hafa einnig sýnt að ef fyrirtæki gera starfsfólki kleift að sinna sjálfboðastarfi eykur það starfsánægju. Starfsfólk mun gera kröfu um að vinnuveitendur aðstoði við að uppfylla víðtækari tilgang þeirra. Áhrif Að lokum er gert ráð fyrir að samfélagsábyrgðin haldi áfram að þroskast og muni endurspeglast sterkar í heildarstefnu fyrirtækja og skýrslugjöf þeirra. Margir telja þó að skýrslugerðin sé orðin of fræðileg fyrir hagaðila svo það megi búast við nýjum leiðum til að setja gögn fram á einfaldari hátt t.d. gera þau sjónrænni. Það eru aðeins tíu ár þangað til að við eigum að vera búin að ná heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Það kallar á að fyrirtæki taki sig á og það kallar á djörf markmið. Næsti áratugur mun einkennast af endurskilgreiningu kapítalismans þar sem neytendur, stjórnvöld og almennir borgarar munu krefjast þess að fyrirtæki endurskoði hefðbundin viðskiptamódel. Fyrirtæki sem taka upp viðskiptamódel sem eru hönnuð með sjálfbærni í huga og sem vaxa á sjálfbæran hátt mun farnast best. Vinnum saman að betri heimi. Tökum góðar ákvarðanir fyrir okkur sjálf og komandi kynslóðir. Höfundur er stjórnarformaður Festu – miðstöðvar um samfélagsábyrgð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið Halldór 16.11.2024 Halldór Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Halldór 16.11.2024 skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Við stöndum frammi fyrir miklum áskorunum á mörgum sviðum og það dynja á okkur fréttir af loftslagsvá og misrétti í heiminum. Það er ljóst að við erum ekki að ná þeim árangri sem við þurfum til að ná Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna fyrir árið 2030, né heldur markmiðum Parísarsamkomulagsins, ef framvindan verður eins hæg og hún hefur verið. Það þarf að spýta töluvert í lófana til að það takist. Viðskiptalífið er ekki að vinna nógu hratt að umbreytingunni sem þarf að verða og verður að taka betur við sér. Fyrirtæki verða að taka skýra afstöðu, taka forystu og sýna djörfung við umbreytingu á viðskiptalíkönum og hagkerfinu svo það verði réttlátara. Við erum ekki að breyta hegðun okkar nógu hratt. Skoðum hvað Forbes segir um fimm helstu áhersluþættina í samfélagsábyrgð fyrirtækja fyrir árið 2020. Gagnsæi Fyrsti áhersluþátturinn er gagnsæi. Áhugi fjárfesta á umhverfis- og félagsþáttum ásamt stjórnarháttum (ESG) hefur aukist hratt og samfélagslega ábyrgar fjárfestingar eru að verða normið. Gert er ráð fyrir að áhugi fjárfesta og annarra hagaðila á gagnsæi muni aukast enn frekar. Það leiði svo til aukinnar áherslu á að gæði upplýsinga séu staðfestar af þriðja aðila. Kolefnishlutleysi Annar áhersluþáttur sem var nefndur er kolefnishlutleysi. Þótt mörg fyrirtæki hafi stigið stór skref til að draga úr umhverfisáhrifum frá starfsemi sinni gera hagaðilar kröfu um að fyrirtæki útrými þeim með öllu. Búast má við að fleiri fyrirtæki vinni hraðar að kolefnishlutleysi og taki stærri skref í átt að sorpfríu fyrirtæki (zero waste) á komandi ári. Starfsfólk við stjórnvölinn Þriðji áhersluþátturinn er aukin krafa frá starfsfólki um að leiðtogar fyrirtækja taki þátt í umræðu um opinbera stefnumótun í sínu nærsamfélagi og standi skil á gerðum sínum (eða aðgerðaleysi) gagnvart starfsfólki. Fyrirtæki stuðli að ávinningi fyrir samfélagið í heild. Sérfræðingar eru að sjá fyrir sér að á árinu 2020 verði viðskiptalífið í sviðsljósinu og áhersla verði á umræðu um hlutverk fyrirtækja í samfélaginu og framtíð kapítalismans. Það reynir á okkur sem störfum að þessum málaflokki að láta í okkur heyra. Tilgangur Fjórði áhersluþátturinn fyrir árið 2020 er leit fólks að tilgangi.Ýmsar rannsóknir hafa sýnt að starfsmenn vilja helst vinna fyrir fyrirtæki sem trúa á málstað eða hafa tilgang. Rannsóknir hafa einnig sýnt að ef fyrirtæki gera starfsfólki kleift að sinna sjálfboðastarfi eykur það starfsánægju. Starfsfólk mun gera kröfu um að vinnuveitendur aðstoði við að uppfylla víðtækari tilgang þeirra. Áhrif Að lokum er gert ráð fyrir að samfélagsábyrgðin haldi áfram að þroskast og muni endurspeglast sterkar í heildarstefnu fyrirtækja og skýrslugjöf þeirra. Margir telja þó að skýrslugerðin sé orðin of fræðileg fyrir hagaðila svo það megi búast við nýjum leiðum til að setja gögn fram á einfaldari hátt t.d. gera þau sjónrænni. Það eru aðeins tíu ár þangað til að við eigum að vera búin að ná heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Það kallar á að fyrirtæki taki sig á og það kallar á djörf markmið. Næsti áratugur mun einkennast af endurskilgreiningu kapítalismans þar sem neytendur, stjórnvöld og almennir borgarar munu krefjast þess að fyrirtæki endurskoði hefðbundin viðskiptamódel. Fyrirtæki sem taka upp viðskiptamódel sem eru hönnuð með sjálfbærni í huga og sem vaxa á sjálfbæran hátt mun farnast best. Vinnum saman að betri heimi. Tökum góðar ákvarðanir fyrir okkur sjálf og komandi kynslóðir. Höfundur er stjórnarformaður Festu – miðstöðvar um samfélagsábyrgð.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun