Ungt fólk velur fyrirtæki sem sýna ábyrgð í verki Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 29. janúar 2020 07:30 Fyrirtækjum ber siðferðileg skylda til að leggja sitt af mörkum til þess að sporna gegn skaðlegum umhverfisáhrifum, styðja við starfsfólk sitt og sýna siðferðilega verjanlega viðskiptahætti. Fyrirtæki nýta auðlindir til þess að skapa hagnað og er sjálfsögð krafa að þau nýti hluta þess hagnaðar til þess að vega upp á móti þeim óhjákvæmilegu umhverfisáhrifum sem atvinnureksturinn kann að hafa í för með sér. Sú er í það minnsta skoðun okkar en ég tilheyri hópi níu ungra kvenna sem leggja um þessar mundir Festu – miðstöð um samfélagsábyrgð lið við að skipuleggja stærsta viðburð sinn á árinu; Janúarráðstefnu samtakanna sem fer fram á morgun. Sjálfbærni og hagnaður fara saman Þeim sem deila ekki þessari skoðun okkar má benda á þá staðreynd, sem hefur verið mörgum ljós um áratugaskeið, að bein tengsl eru á milli fjárhagslegs ávinnings fyrirtækja og þess að leggja ríka áherslu á markvissa stefnu í því sem snýr að samfélagsábyrgð. Ávinningurinn er margvíslegur: 1. Fyrirtæki sem leggja í þá vegferð að mæla umhverfisáhrif sín með gegnsæjum og traustum hætti sóa minna og nýta fjármuni með skilvirkari hætti. 2. Fjárfestar velja heldur fyrirtæki með markvissa, gegnsæja og trausta samfélagsstefnu. 3. Sjálfbærniverkefni ýta undir nýsköpun og frjóan hugsunarhátt meðal starfsmanna fyrirtækja. 4. Orðspor fyrirtækja sem leggja áherslu á samfélagsábyrgð er almennt jákvæðara og traust viðskiptavina til starfseminnar meiri. 5. Fyrirtæki sem leggja upp úr vellíðan starfsfólks í starfi, með áherslu á jafnrétti, heilsueflingu og þess háttar, sjá aukin afköst, færri veikindastundir og minni starfsmannaveltu. Þetta eru vissulega aðeins fáein dæmi en þessi og fleiri eru tíunduð í skýrslu Alþjóðalánastofnunarinnar, systursamtaka Alþjóðabankans, The Business Case for Sustainability. Í skýrslunni er að auki vísað til rannsóknar frá Harvard háskóla þar sem fylgst var með fjárhagslegri stöðu 180 fyrirtækja yfir átján ára tímabil. Fyrirtækin lögðu mismikið uppúr því að hafa skýra stefnu hvað varðar samfélagslega ábyrgð en í ljós kom að þau fyrirtæki sem tóku þau mál föstum tökum högnuðust umtalsvert meira en þau sem létu það undir höfuð leggjast. Ungt fólk leggur áherslu á sjálfbærni Þá er ótalið það mikilvægasta: Ungt fólk hefur verið í fararbroddi undanfarið við að benda á nauðsyn þess að við sem samfélag tökum loftslagsvánni alvarlega og hafa hóparnir að mestu beint spjótum sínum að stjórnvöldum. Ekki er síður mikilvægt að einkageirinn á Íslandi leggi sitt af mörkum og í raun algjör grundvallarforsenda þess að við náum árangri í minnkun á losun gróðurhúsalofttegunda. Neysluhegðun ungs fólks í dag er önnur en fyrri kynslóða. Við vitum að fyrirtæki, stór og smá, eru þeir sem menga mest. Aðgerðir einstaklinga duga skammt ef fyrirtæki sýna ekki sína ábyrgð í verki. Þá er ég ekki að gera lítið úr því að hver og einn líti í eigin barm og skoði eigið neyslumynstur en staðreyndin er einfaldlega sú að fyrirtæki nýta mun meira magn af auðlindum en einstaklingar og geta haft meiri áhrif ef þau nýta hluta hagnaðar til að fjárfesta í mælingum á umhverfisáhrifum og innleiða samfélagsábyrga stefnu. Íslensk fyrirtæki hafa þegar tekið af skarið Mörg dæmi eru um íslensk fyrirtæki sem lagt hafa áherslu á sjálfbærni og uppskorið fjárhagslegan ávinning. Ágætt dæmi er Krónan sem hefur lagt áherslu á að minnka sóun, upplýst val og lýðheilsu viðskiptavina sem svo hefur leitt til þess að neytendur virðast kjósa þá matvöruverslun umfram aðrar. Reksturinn hefur í það minnsta sjaldan staðið styrkari fótum. Annað dæmi og af öðrum toga er fyrirtæki eins og Marel sem grundvallar starfsemi sína í að hanna sjálfbærar viðskiptalausnir í matvælaframleiðslu. Ótrúlega gaman og hvetjandi fyrir okkur sem að komum á viðburði hjá Festu er að heyra jákvæðar reynslusögur fleiri fyrirtækja af sjálfbærniverkefnum. Þessi fyrirtæki hafa lagt raunverulega vinnu og fjármuni í að skoða í smáatriðum eigin rekstur til þess að hafa góð áhrif á samfélagið allt. Neytendur eru farnir að sjá í gegnum innihaldslausar aðgerðir fyrirtækja sem nýta samfélagsábyrgð í auglýsingaskyni en láta undir höfuð leggjast að vinna markvisst að sjálfbærnistefnu sem tekur til innri starfsemi fyrirtækisins og hefur jákvæð áhrif út á við. Ungt fólk er á leið út á atvinnumarkaðinn, við munum stofna fjölskyldur, reka heimili og tala um þjónustu og vörur við vini okkar í kaffi og kunningja á samfélagsmiðlum. Við viljum versla við, vinna hjá og mæla með þeim fyrirtækjum sem sýna ábyrgð í verki. Höfundur er með meistaragráðu í alþjóðasamskiptum frá Columbia háskóla í New York og vinnur að verkefnum tengdum sjálfbærni fyrirtækja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið Halldór 16.11.2024 Halldór Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fyrirtækjum ber siðferðileg skylda til að leggja sitt af mörkum til þess að sporna gegn skaðlegum umhverfisáhrifum, styðja við starfsfólk sitt og sýna siðferðilega verjanlega viðskiptahætti. Fyrirtæki nýta auðlindir til þess að skapa hagnað og er sjálfsögð krafa að þau nýti hluta þess hagnaðar til þess að vega upp á móti þeim óhjákvæmilegu umhverfisáhrifum sem atvinnureksturinn kann að hafa í för með sér. Sú er í það minnsta skoðun okkar en ég tilheyri hópi níu ungra kvenna sem leggja um þessar mundir Festu – miðstöð um samfélagsábyrgð lið við að skipuleggja stærsta viðburð sinn á árinu; Janúarráðstefnu samtakanna sem fer fram á morgun. Sjálfbærni og hagnaður fara saman Þeim sem deila ekki þessari skoðun okkar má benda á þá staðreynd, sem hefur verið mörgum ljós um áratugaskeið, að bein tengsl eru á milli fjárhagslegs ávinnings fyrirtækja og þess að leggja ríka áherslu á markvissa stefnu í því sem snýr að samfélagsábyrgð. Ávinningurinn er margvíslegur: 1. Fyrirtæki sem leggja í þá vegferð að mæla umhverfisáhrif sín með gegnsæjum og traustum hætti sóa minna og nýta fjármuni með skilvirkari hætti. 2. Fjárfestar velja heldur fyrirtæki með markvissa, gegnsæja og trausta samfélagsstefnu. 3. Sjálfbærniverkefni ýta undir nýsköpun og frjóan hugsunarhátt meðal starfsmanna fyrirtækja. 4. Orðspor fyrirtækja sem leggja áherslu á samfélagsábyrgð er almennt jákvæðara og traust viðskiptavina til starfseminnar meiri. 5. Fyrirtæki sem leggja upp úr vellíðan starfsfólks í starfi, með áherslu á jafnrétti, heilsueflingu og þess háttar, sjá aukin afköst, færri veikindastundir og minni starfsmannaveltu. Þetta eru vissulega aðeins fáein dæmi en þessi og fleiri eru tíunduð í skýrslu Alþjóðalánastofnunarinnar, systursamtaka Alþjóðabankans, The Business Case for Sustainability. Í skýrslunni er að auki vísað til rannsóknar frá Harvard háskóla þar sem fylgst var með fjárhagslegri stöðu 180 fyrirtækja yfir átján ára tímabil. Fyrirtækin lögðu mismikið uppúr því að hafa skýra stefnu hvað varðar samfélagslega ábyrgð en í ljós kom að þau fyrirtæki sem tóku þau mál föstum tökum högnuðust umtalsvert meira en þau sem létu það undir höfuð leggjast. Ungt fólk leggur áherslu á sjálfbærni Þá er ótalið það mikilvægasta: Ungt fólk hefur verið í fararbroddi undanfarið við að benda á nauðsyn þess að við sem samfélag tökum loftslagsvánni alvarlega og hafa hóparnir að mestu beint spjótum sínum að stjórnvöldum. Ekki er síður mikilvægt að einkageirinn á Íslandi leggi sitt af mörkum og í raun algjör grundvallarforsenda þess að við náum árangri í minnkun á losun gróðurhúsalofttegunda. Neysluhegðun ungs fólks í dag er önnur en fyrri kynslóða. Við vitum að fyrirtæki, stór og smá, eru þeir sem menga mest. Aðgerðir einstaklinga duga skammt ef fyrirtæki sýna ekki sína ábyrgð í verki. Þá er ég ekki að gera lítið úr því að hver og einn líti í eigin barm og skoði eigið neyslumynstur en staðreyndin er einfaldlega sú að fyrirtæki nýta mun meira magn af auðlindum en einstaklingar og geta haft meiri áhrif ef þau nýta hluta hagnaðar til að fjárfesta í mælingum á umhverfisáhrifum og innleiða samfélagsábyrga stefnu. Íslensk fyrirtæki hafa þegar tekið af skarið Mörg dæmi eru um íslensk fyrirtæki sem lagt hafa áherslu á sjálfbærni og uppskorið fjárhagslegan ávinning. Ágætt dæmi er Krónan sem hefur lagt áherslu á að minnka sóun, upplýst val og lýðheilsu viðskiptavina sem svo hefur leitt til þess að neytendur virðast kjósa þá matvöruverslun umfram aðrar. Reksturinn hefur í það minnsta sjaldan staðið styrkari fótum. Annað dæmi og af öðrum toga er fyrirtæki eins og Marel sem grundvallar starfsemi sína í að hanna sjálfbærar viðskiptalausnir í matvælaframleiðslu. Ótrúlega gaman og hvetjandi fyrir okkur sem að komum á viðburði hjá Festu er að heyra jákvæðar reynslusögur fleiri fyrirtækja af sjálfbærniverkefnum. Þessi fyrirtæki hafa lagt raunverulega vinnu og fjármuni í að skoða í smáatriðum eigin rekstur til þess að hafa góð áhrif á samfélagið allt. Neytendur eru farnir að sjá í gegnum innihaldslausar aðgerðir fyrirtækja sem nýta samfélagsábyrgð í auglýsingaskyni en láta undir höfuð leggjast að vinna markvisst að sjálfbærnistefnu sem tekur til innri starfsemi fyrirtækisins og hefur jákvæð áhrif út á við. Ungt fólk er á leið út á atvinnumarkaðinn, við munum stofna fjölskyldur, reka heimili og tala um þjónustu og vörur við vini okkar í kaffi og kunningja á samfélagsmiðlum. Við viljum versla við, vinna hjá og mæla með þeim fyrirtækjum sem sýna ábyrgð í verki. Höfundur er með meistaragráðu í alþjóðasamskiptum frá Columbia háskóla í New York og vinnur að verkefnum tengdum sjálfbærni fyrirtækja.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun