Viðskipti innlent

Cintamani er gjaldþrota

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Cintamani hafði nýverið opnað verslun á Laugavegi 20, þar sem Heilsuhúsið var áður til húsa. Myndin var tekin í lok sumars, á meðan framkvæmdum stóð.
Cintamani hafði nýverið opnað verslun á Laugavegi 20, þar sem Heilsuhúsið var áður til húsa. Myndin var tekin í lok sumars, á meðan framkvæmdum stóð. vísir/tumi

Stjórn Cintamani hefur gefið félagið upp til gjaldþrotaskipta. Mbl greinir frá og hefur eftir tilkynningu frá stjórninni.

Mbl hefur jafnframt eftir tilkynningunni að rekstur fyrirtækisins, sem selt hefur útivistarfatnað um árabil, hafi verið þungur síðastliðin ár. Áframhaldandi rekstrarhæfi félagsins hafi verið háð frekari fjármögnun sem ekki hafi náðst.

Sjá einnig: Sjá fram á betri tíma eftir mögur ár

Í tilkynningu á vef Íslandsbanka er greint frá því að Cintamani sé nú í söluferli. Allur vörulager fyrirtækisins er auglýstur til sölu, sem og skráð vörumerki félagsins ásamt léninu www.cintamani.is.

„Söluferlið er opið öllum áhugasömum og eru þeir beðnir um að senda fyrirspurnir og tilboð á netfangið [email protected] í síðasta lagi þann 3. febrúar 2020. Tekin verður afstaða til tilboða eftir 5. febrúar 2020,“ segir í tilkynningu Íslandsbanka.

Rekstur Cintamani hefur gengið erfiðlega allt frá árinu 2016. Félagið hefur reglulega verið sett í söluferli síðan þá en tilboðum verið hafnað. Fyrirtækið lokaði nýlega verslun sinni í Bankastræti og þá hafði verið tilkynnt um lokun verslana í Smáralind og á Akureyri. Enn voru Cintamaniverslanir opnar á Laugavegi og í Kringlunni.

Cintamani-versluninni í Bankastræti, sem sést hér á mynd, var nýlega lokað. Myndin er tekin í sumar.Vísir/vilhelm

Tengdar fréttir

Hlutafé Cintamani aukið um 300 milljónir

Cintamani tapaði tæplega 127 milljónum króna á síðasta ári, samkvæmt nýbirtum ársreikningi fataframleiðandans, borið saman við 13 milljóna króna hagnað árið áður.

Sjá fram á betrí tíma eftir mögur ár

Rekstur Cintamani hefur gengið erfiðlega undanfarin tvö ár. Félagið hefur tvívegis verið sett í söluferli en tilboðum var hafnað. Dagný Guðmundsdóttir tók því nýverið aftur við rekstri fataframleiðandans og hefur ráðist í umtalsverðar breytingar á rekstrinum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×