Gular og appelsínugular viðvaranir frá hádegi Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. janúar 2020 06:10 Vindaspáin fyrir kvöldið ber með sér hvassviðri á miðhálendinu, suðvesturhorninu og Vestfjörðum. Veðurstofa Íslands Veðurstofan hefur boðað gula veðurviðvörun vegna hvassviðris við Faxaflóa í dag. Hún tekur gildi á hádegi og stendur yfir til klukkan 21 í kvöld. Gular og appelsínugular viðvaranir taka jafnframt gildi á Suðurlandi og miðhálendinu í hádeginu og má þar gera ráð fyrir erfiðu ferðaveðri. Eftir því sem líður á daginn skánar veðrið syðst en versnar eftir því sem vestar dregur. Þannig tekur gul viðurvörun gildi við Breiðafjörð seinni partinn áður en appelsínugult ástand tekur við á Vestfjörðum vegna hríðarveðurs. Gert er ráð fyrir að það standi fram yfir hádegi á morgun, laugardag. Vindur verður víða á bilinu 15-23 m/s á Suðvesturhorninu í hádeginu í dag og má gera ráð fyrir vindhviðum allt að 35 m/s við fjöll, ekki síst á Kjalarnesi og við Hafnarfjall. Ökumenn eru því beðnir um að hafa hugann við aksturinn og gæta að ökutækjum sem taka á sig mikinn vind. Búist er við afmörkuðum samgöngutruflunum á Suðurlandi seinni partinn og ekki útilokað að vegum verði lokað. Fólk er hvatt til að sýna aðgát á Suðurlandi og ganga frá lausum munum til að forðast tjon. Á Breiðafirði og miðhálendinu er aukinnheldur spáð snjókomu og skafrenningi. Því er ekki útilokað að skyggni verði mjög lítið á köflum og því eru ferðalög ekki sögð æskileg. Af appelsínugulu viðvöruninni á Vestfjörðum er sömu sögu að segja; búast má við talsverðri eða mikilli snjókomu eða éljagang með skafrenning og lélegu skyggni, einkum í ofankomu. Áframhaldandi slæm akstursskilyrði, samgöngutruflanir og lokanir á vegum eru líklegar. Fólki er því ráðlagt að fylgjast vel með veðurspám í dag. Veður Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Erlent Fleiri fréttir Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Sjá meira
Veðurstofan hefur boðað gula veðurviðvörun vegna hvassviðris við Faxaflóa í dag. Hún tekur gildi á hádegi og stendur yfir til klukkan 21 í kvöld. Gular og appelsínugular viðvaranir taka jafnframt gildi á Suðurlandi og miðhálendinu í hádeginu og má þar gera ráð fyrir erfiðu ferðaveðri. Eftir því sem líður á daginn skánar veðrið syðst en versnar eftir því sem vestar dregur. Þannig tekur gul viðurvörun gildi við Breiðafjörð seinni partinn áður en appelsínugult ástand tekur við á Vestfjörðum vegna hríðarveðurs. Gert er ráð fyrir að það standi fram yfir hádegi á morgun, laugardag. Vindur verður víða á bilinu 15-23 m/s á Suðvesturhorninu í hádeginu í dag og má gera ráð fyrir vindhviðum allt að 35 m/s við fjöll, ekki síst á Kjalarnesi og við Hafnarfjall. Ökumenn eru því beðnir um að hafa hugann við aksturinn og gæta að ökutækjum sem taka á sig mikinn vind. Búist er við afmörkuðum samgöngutruflunum á Suðurlandi seinni partinn og ekki útilokað að vegum verði lokað. Fólk er hvatt til að sýna aðgát á Suðurlandi og ganga frá lausum munum til að forðast tjon. Á Breiðafirði og miðhálendinu er aukinnheldur spáð snjókomu og skafrenningi. Því er ekki útilokað að skyggni verði mjög lítið á köflum og því eru ferðalög ekki sögð æskileg. Af appelsínugulu viðvöruninni á Vestfjörðum er sömu sögu að segja; búast má við talsverðri eða mikilli snjókomu eða éljagang með skafrenning og lélegu skyggni, einkum í ofankomu. Áframhaldandi slæm akstursskilyrði, samgöngutruflanir og lokanir á vegum eru líklegar. Fólki er því ráðlagt að fylgjast vel með veðurspám í dag.
Veður Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Erlent Fleiri fréttir Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Sjá meira