Væta, hláka og leysingar í dag Kjartan Kjartansson skrifar 19. janúar 2020 07:28 Snjó hefur víða tekið upp í hlýindum og úrkomu. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Líkur eru taldar á töluverðum vatnavöxtum á sunnan- og vestanverðu landinu í dag og á morgun eftir sunnan hvassviðri eða storm sem gekk yfir landið í nótt. Gular- og appelsínugular viðvaranir vegna veðurs verða áfram í gildi fram á kvöldið. Sérstaklega er búist við auknu afrennsli á norðanverðu Snæfellsnesi, svæðinu í kringum Mýrdalsjökul og á Suðausturlandi. Þá eru taldar líkur á vatnavöxtum í Skagafirði og Eyjafjarðará vegna snjóbráðar í kjölfar hækkandi hita og hvassra vinda. Óvissustig vegna snjóflóðahættu er í gildi á norðanverðum Vestfjörðum. Varað er við því að flughálka geti myndast þegar blotnar á svelli eða þjöppuðum snjó. Þegar við bætist hvass vindur verði aðstæður til aksturs varasamar. Ganga þurfi úr skugga um að fráveitukerfi virki til að forðast vatnstjón í vætu og hláku dagsins. Nú í morgun voru appelsínugular viðvaranir í gildi vegna storms fyrir Vestfirði, Strandir og Norðurland vestra, Norðurland eystra og Miðhálendið. Við tekur gul viðvörun fram eftir degi á Vestfjörðum og Norðurlandi. Þá tók gul viðvörun gildi vegna suðvestan hvassviðris eða storms á Austurlandi að Glettingi klukkan fimm í morgun og gildir fram á kvöld. Á Suðausturlandi er varað við mikilli rigningu til klukkan níu í morgun. Búist er við sunnan og suðvestan 18-25 m/s með vætu í dag en rofa á til austanlands eftir hádegið. Hiti verður á bilinu fimm til tólf stig, hlýjast á Austurlandi. Í kvöld er gert ráð fyrir suðvestan 13-20 m/s með slydduéljum á vesturhelmingi landsins og kólnandi veðri. Á morgun er spáð suðvestan 15-23 m/s og víða éljum. Bjart á að vera á austanverðu landinu og hiti nálægt frostmarki. Veður Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Erlent Fleiri fréttir Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Sjá meira
Líkur eru taldar á töluverðum vatnavöxtum á sunnan- og vestanverðu landinu í dag og á morgun eftir sunnan hvassviðri eða storm sem gekk yfir landið í nótt. Gular- og appelsínugular viðvaranir vegna veðurs verða áfram í gildi fram á kvöldið. Sérstaklega er búist við auknu afrennsli á norðanverðu Snæfellsnesi, svæðinu í kringum Mýrdalsjökul og á Suðausturlandi. Þá eru taldar líkur á vatnavöxtum í Skagafirði og Eyjafjarðará vegna snjóbráðar í kjölfar hækkandi hita og hvassra vinda. Óvissustig vegna snjóflóðahættu er í gildi á norðanverðum Vestfjörðum. Varað er við því að flughálka geti myndast þegar blotnar á svelli eða þjöppuðum snjó. Þegar við bætist hvass vindur verði aðstæður til aksturs varasamar. Ganga þurfi úr skugga um að fráveitukerfi virki til að forðast vatnstjón í vætu og hláku dagsins. Nú í morgun voru appelsínugular viðvaranir í gildi vegna storms fyrir Vestfirði, Strandir og Norðurland vestra, Norðurland eystra og Miðhálendið. Við tekur gul viðvörun fram eftir degi á Vestfjörðum og Norðurlandi. Þá tók gul viðvörun gildi vegna suðvestan hvassviðris eða storms á Austurlandi að Glettingi klukkan fimm í morgun og gildir fram á kvöld. Á Suðausturlandi er varað við mikilli rigningu til klukkan níu í morgun. Búist er við sunnan og suðvestan 18-25 m/s með vætu í dag en rofa á til austanlands eftir hádegið. Hiti verður á bilinu fimm til tólf stig, hlýjast á Austurlandi. Í kvöld er gert ráð fyrir suðvestan 13-20 m/s með slydduéljum á vesturhelmingi landsins og kólnandi veðri. Á morgun er spáð suðvestan 15-23 m/s og víða éljum. Bjart á að vera á austanverðu landinu og hiti nálægt frostmarki.
Veður Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Erlent Fleiri fréttir Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Sjá meira