Páll telur ríkissjóð líklega eiga kröfu á hendur Capacent vegna Ólínu-málsins Jakob Bjarnar skrifar 6. janúar 2020 13:24 Páll er sannfærður um að betri umsækjandinn hafi orðið fyrir valinu og það er ekki Ólína. visir/vilhelm Páll Magnússon þingmaður, sem á sæti í Þingvallanefnd, telur líklegt að ríkissjóður eigi endurkröfurétt á hendur Capacent vegna bóta sem dæmdar voru til handa Ólínu Þorvarðardóttur í tengslum við umsókn hennar um starf þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum. Ólínu voru dæmdar 20 milljónir króna í bótagreiðslu af hálfu ríkisins en kærunefnd jafnréttismála taldi að gengið hafi verið fram hjá henni þegar Einar Á. E. Sæmundsen var ráðinn til að gegna stöðunni. Ósætti var innan Þingvallanefndar við málsafgreiðslu og sagði Oddný G. Harðardóttir sig úr henni vegna málsins. Hún segir á Facebooksíðu sinni í gær, þegar niðurstaðan lá fyrir, að störfin hafi einkennst af fúski. Ari Trausti Guðmundsson, formaður nefndarinnar, vill ekki gefa kost á viðtali vegna málsins en Vilhjálmur Árnason varaformaður Þingvallanefndar segir í samtali við fréttastofu að mistök hafi átt sér stað í ráðningaferlinu. Láðst hafi að skrá huglægt mat sem lá til grundvallar afstöðu meirihluta nefndarinnar. Segir Capacent bera ábyrgð á klúðrinu Páll segir þetta rétt en hafa beri hugfast að úrskurðurinn lúti ekki að því hvort hafi verið hæfari. Hann segir að í hlutlæga matinu hafi svipað verið á komið með umsækjendunum tveimur. „Úrskurður úrskurðarnefndarinnar lýtur að því, varðandi huglæga hlutann, að þá hafi þess ekki verið gætt að skrá niður þá þætti sem komu til álita meirihlutanefndarinnar varðandi huglæga partinn. Þar með, af því að þeirri skráningu var áfátt, sé ekki hægt að sannreyna hvaða huglægu þættir lágu til grundvallar niðurstöðunni. Það er túlkað Ólínu í hag með þessum hætti,“ segir Páll. Ari Trausti er formaður nefndarinnar en hann hefur ekki viljað tjá sig við fréttastofu um málið.visir/vilhelm Um þetta fjallar úrskurður úrskurðarnefndarinnar. Ekki hvort sé hæfara. Og það sem meira er, Páll segir það sæta furðu að þessi ágalli hafi verið á málsmeðferðinni. „Ég lít svo á að ríkissjóður hljóti að eiga endurkröfurétt með einhverjum hætti á þessa upphæð og þá á þá ráðningarskrifstofu sem sérstaklega var fengin til þess, gegn greiðslu, að sjá til þess að formskilyrðum þessarar málsmeðferðar yrði fullnægt. Þar með skráningu á þeim huglægu þáttum sem réðu afstöðu meirihluta nefndarinnar en láðist að skrá niður að mati úrskurðarnefndarinnar.“ Ráðningarskrifstofan sem sá um ráðningarferlið er Capacent, sem sér reyndar einnig um umdeilt ráðningarferli á útvarpsstjóra Ríkisútvarpsins. Viss um að betri umsækjandinn varð fyrir valinu Ólína telur ráðninguna pólitíska, hún telur til að mynda Pál hafa verið búinn að gera upp sinn hug og hefur það til marks um þá kenningu að hann var ekki viðstaddur þegar umsækjendur fluttu sína framsögu fyrir Þingvallanefndinni. Oddný sagði sig úr Þingvallanefndinni vegna málsins á sínum tíma. Hún segir afgreiðsluna hafa einkennst af fúski.visir/vilhelm Páll segir þetta rétt. En hann hafi verið búinn að kynna sér til hlítar öll gögn málsins og hann hafi að auki starfað með bæði Einari og Ólínu. Þó langt sé um liðið hvað Ólínu varðar. „Það vill þannig til. Ég var búinn að fara yfir allar hlutlægu niðurstöðurnar frá Capasent, hvernig umsækjendur skoruðu á því sem var mælanlegt. Hlutlægu niðurstöðum hafi Einar skorað aðeins hærra en þau voru svipuð, bitamunur en ekki fjár.“ Páll segir að af óviðráðanlegum orsökum sem tengjast ferðalögum hafi hann ekki náð í samtalapartinn fyrr en of seint. Ef hann hefði vitað það hefði hann kallað til varamann sinn í nefndinni. „Ég mætti reyndar Ólínu þegar ég kom á fund nefndarinnar og hún á leið úr samtalinu. En, svo taldi ég mig ekki þurfa það til að meta hæfni þeirra – ég er sannfærður um að hæfari umsækjandinn varð fyrir valinu,“ segir Páll. Alþingi Skipan þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum Stjórnsýsla Þingvellir Þjóðgarðar Tengdar fréttir Ólína fær 20 milljónir í bætur frá íslenska ríkinu Ríkislögmaður hefur komist að samkomulagi við Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur um greiðslu bóta þegar sem gengið var framhjá henni við ráðningu í stöðu þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum. Bótaafjárhæðin nemur 20 milljónum. 5. janúar 2020 18:30 Vilhjálmur viðurkennir mistök sem leiddu til bótagreiðslu til Ólínu Varaformaður Þingvallanefndar segir að mistök hafi valdið því að nefndin skráði ekki niður huglægt mat um umsækjendur í ráðningaferli um stöðu þjóðgarðasvarðar. 6. janúar 2020 11:56 Ólína segir að afsökunarbeiðni hefði lækkað reikninginn Eftir skatta fær Ólína Þorvarðardóttir 13 milljónir í sinn hlut. 6. janúar 2020 10:06 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Páll Magnússon þingmaður, sem á sæti í Þingvallanefnd, telur líklegt að ríkissjóður eigi endurkröfurétt á hendur Capacent vegna bóta sem dæmdar voru til handa Ólínu Þorvarðardóttur í tengslum við umsókn hennar um starf þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum. Ólínu voru dæmdar 20 milljónir króna í bótagreiðslu af hálfu ríkisins en kærunefnd jafnréttismála taldi að gengið hafi verið fram hjá henni þegar Einar Á. E. Sæmundsen var ráðinn til að gegna stöðunni. Ósætti var innan Þingvallanefndar við málsafgreiðslu og sagði Oddný G. Harðardóttir sig úr henni vegna málsins. Hún segir á Facebooksíðu sinni í gær, þegar niðurstaðan lá fyrir, að störfin hafi einkennst af fúski. Ari Trausti Guðmundsson, formaður nefndarinnar, vill ekki gefa kost á viðtali vegna málsins en Vilhjálmur Árnason varaformaður Þingvallanefndar segir í samtali við fréttastofu að mistök hafi átt sér stað í ráðningaferlinu. Láðst hafi að skrá huglægt mat sem lá til grundvallar afstöðu meirihluta nefndarinnar. Segir Capacent bera ábyrgð á klúðrinu Páll segir þetta rétt en hafa beri hugfast að úrskurðurinn lúti ekki að því hvort hafi verið hæfari. Hann segir að í hlutlæga matinu hafi svipað verið á komið með umsækjendunum tveimur. „Úrskurður úrskurðarnefndarinnar lýtur að því, varðandi huglæga hlutann, að þá hafi þess ekki verið gætt að skrá niður þá þætti sem komu til álita meirihlutanefndarinnar varðandi huglæga partinn. Þar með, af því að þeirri skráningu var áfátt, sé ekki hægt að sannreyna hvaða huglægu þættir lágu til grundvallar niðurstöðunni. Það er túlkað Ólínu í hag með þessum hætti,“ segir Páll. Ari Trausti er formaður nefndarinnar en hann hefur ekki viljað tjá sig við fréttastofu um málið.visir/vilhelm Um þetta fjallar úrskurður úrskurðarnefndarinnar. Ekki hvort sé hæfara. Og það sem meira er, Páll segir það sæta furðu að þessi ágalli hafi verið á málsmeðferðinni. „Ég lít svo á að ríkissjóður hljóti að eiga endurkröfurétt með einhverjum hætti á þessa upphæð og þá á þá ráðningarskrifstofu sem sérstaklega var fengin til þess, gegn greiðslu, að sjá til þess að formskilyrðum þessarar málsmeðferðar yrði fullnægt. Þar með skráningu á þeim huglægu þáttum sem réðu afstöðu meirihluta nefndarinnar en láðist að skrá niður að mati úrskurðarnefndarinnar.“ Ráðningarskrifstofan sem sá um ráðningarferlið er Capacent, sem sér reyndar einnig um umdeilt ráðningarferli á útvarpsstjóra Ríkisútvarpsins. Viss um að betri umsækjandinn varð fyrir valinu Ólína telur ráðninguna pólitíska, hún telur til að mynda Pál hafa verið búinn að gera upp sinn hug og hefur það til marks um þá kenningu að hann var ekki viðstaddur þegar umsækjendur fluttu sína framsögu fyrir Þingvallanefndinni. Oddný sagði sig úr Þingvallanefndinni vegna málsins á sínum tíma. Hún segir afgreiðsluna hafa einkennst af fúski.visir/vilhelm Páll segir þetta rétt. En hann hafi verið búinn að kynna sér til hlítar öll gögn málsins og hann hafi að auki starfað með bæði Einari og Ólínu. Þó langt sé um liðið hvað Ólínu varðar. „Það vill þannig til. Ég var búinn að fara yfir allar hlutlægu niðurstöðurnar frá Capasent, hvernig umsækjendur skoruðu á því sem var mælanlegt. Hlutlægu niðurstöðum hafi Einar skorað aðeins hærra en þau voru svipuð, bitamunur en ekki fjár.“ Páll segir að af óviðráðanlegum orsökum sem tengjast ferðalögum hafi hann ekki náð í samtalapartinn fyrr en of seint. Ef hann hefði vitað það hefði hann kallað til varamann sinn í nefndinni. „Ég mætti reyndar Ólínu þegar ég kom á fund nefndarinnar og hún á leið úr samtalinu. En, svo taldi ég mig ekki þurfa það til að meta hæfni þeirra – ég er sannfærður um að hæfari umsækjandinn varð fyrir valinu,“ segir Páll.
Alþingi Skipan þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum Stjórnsýsla Þingvellir Þjóðgarðar Tengdar fréttir Ólína fær 20 milljónir í bætur frá íslenska ríkinu Ríkislögmaður hefur komist að samkomulagi við Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur um greiðslu bóta þegar sem gengið var framhjá henni við ráðningu í stöðu þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum. Bótaafjárhæðin nemur 20 milljónum. 5. janúar 2020 18:30 Vilhjálmur viðurkennir mistök sem leiddu til bótagreiðslu til Ólínu Varaformaður Þingvallanefndar segir að mistök hafi valdið því að nefndin skráði ekki niður huglægt mat um umsækjendur í ráðningaferli um stöðu þjóðgarðasvarðar. 6. janúar 2020 11:56 Ólína segir að afsökunarbeiðni hefði lækkað reikninginn Eftir skatta fær Ólína Þorvarðardóttir 13 milljónir í sinn hlut. 6. janúar 2020 10:06 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Ólína fær 20 milljónir í bætur frá íslenska ríkinu Ríkislögmaður hefur komist að samkomulagi við Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur um greiðslu bóta þegar sem gengið var framhjá henni við ráðningu í stöðu þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum. Bótaafjárhæðin nemur 20 milljónum. 5. janúar 2020 18:30
Vilhjálmur viðurkennir mistök sem leiddu til bótagreiðslu til Ólínu Varaformaður Þingvallanefndar segir að mistök hafi valdið því að nefndin skráði ekki niður huglægt mat um umsækjendur í ráðningaferli um stöðu þjóðgarðasvarðar. 6. janúar 2020 11:56
Ólína segir að afsökunarbeiðni hefði lækkað reikninginn Eftir skatta fær Ólína Þorvarðardóttir 13 milljónir í sinn hlut. 6. janúar 2020 10:06