Eins metra regla myndi leysa mörg vandamál varðandi skólahald í haust Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 10. ágúst 2020 19:00 Ársæll Guðmundsson er skólameistari Borgarholtsskóla. STÖÐ2 Eins metra fjarlægðrarregla leysir mörg vandamál varðandi skólahald í haust að sögn skólameistara. Hann segir að til greina komi að endurskoða skólareglur með tilliti til sóttvarnarreglna til að koma í veg fyrir að skólahald leggist af. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag að til skoðunar væri að taka upp eins metra nálægðartakmörk í ákveðnum aðstæðum, til dæmis í skólum. Skólameistari Borgarholtsskóla segir það leysa mörg vandamál varðandi skólahald í haust. „Við höfum verið að undirbúa okkur undir að vera með skólahald í tveggja metra reglunni og það gladdi okkur mikið í dag að heyra að það væri möguleiki að fara í einn metra og það gjörbreytir öllu fyrir okkur, sérstaklega í verknáminu,“ sagði Ársæll Guðmundsson, skólameistari Borgarholtsskóla. Í myndbandinu hér að ofan sést hvernig skólastofa lítur út með tilliti til tveggja metra reglunnar en hún rúmar einungis um tólf nemendur. Hér má sjá skólastofu Borgarholtsskóla með tilliti til tveggja metra reglunnar. Í skólastofuna rúmast aðeins tólf nemendur en hátt í þrjátíu nemendur eru í hverjum bekk.STÖÐ2 Hátt í þrjátíu nemendur eru í hverjum bekk. Nítján inngangar eru inn í bygginguna og er nú unnið að því að skipta skólanum niður í nokkur hólf - en með því verður enginn samgangur á milli nemenda utan hólfanna. Til greina kemur að endurskoða skólareglur með tilliti til sóttvarnarreglna. „Við getum ekki verið með einstaklinga hér í húsi sem neita að fara eftir sóttvarnarreglum og þeim reglum sem við setjum um tveggja metra reglu, eins metra reglu eða reglu um hólfaskiptingu og þá verðum við að geta beitt einhverjum viðurlögum því að annars leggst skólahald í húsinu bara af,“ sagði Ársæll. Bóklega námið verður að miklu leyti í fjarnámi, en áhersla lögð á að fá nýnema inn í hús. „Því skóli er ekki bara námið, það er samfélag og nemendur verða að læra á það samfélag og fá að vera hluti af því. Það er ofsalega mikilvægt. Við megum ekki missa það,“ sagði Ársæll. Hann segir að minna brotthvarf hafi verið í faraldri kórónuveirunnar en alla jafna. „Við eigum eftir að skoða nákvæmlega afhverju það er, en ég held að utanumhaldið hafi verið öðruvísi og meira en áður,“ sagði Ársæll. Hann vonast til að í minnisblaði sóttvarnarlæknis muni vera kveðið á um eins metra reglu í skólum. „Ég er bara komin þangað. Ég get ekki ímyndað mér tveggja metra regluna það verður svo flókið, eins metra reglan leysir gríðarlega mikið,“ sagði Ársæll. Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Fleiri fréttir Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Sjá meira
Eins metra fjarlægðrarregla leysir mörg vandamál varðandi skólahald í haust að sögn skólameistara. Hann segir að til greina komi að endurskoða skólareglur með tilliti til sóttvarnarreglna til að koma í veg fyrir að skólahald leggist af. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag að til skoðunar væri að taka upp eins metra nálægðartakmörk í ákveðnum aðstæðum, til dæmis í skólum. Skólameistari Borgarholtsskóla segir það leysa mörg vandamál varðandi skólahald í haust. „Við höfum verið að undirbúa okkur undir að vera með skólahald í tveggja metra reglunni og það gladdi okkur mikið í dag að heyra að það væri möguleiki að fara í einn metra og það gjörbreytir öllu fyrir okkur, sérstaklega í verknáminu,“ sagði Ársæll Guðmundsson, skólameistari Borgarholtsskóla. Í myndbandinu hér að ofan sést hvernig skólastofa lítur út með tilliti til tveggja metra reglunnar en hún rúmar einungis um tólf nemendur. Hér má sjá skólastofu Borgarholtsskóla með tilliti til tveggja metra reglunnar. Í skólastofuna rúmast aðeins tólf nemendur en hátt í þrjátíu nemendur eru í hverjum bekk.STÖÐ2 Hátt í þrjátíu nemendur eru í hverjum bekk. Nítján inngangar eru inn í bygginguna og er nú unnið að því að skipta skólanum niður í nokkur hólf - en með því verður enginn samgangur á milli nemenda utan hólfanna. Til greina kemur að endurskoða skólareglur með tilliti til sóttvarnarreglna. „Við getum ekki verið með einstaklinga hér í húsi sem neita að fara eftir sóttvarnarreglum og þeim reglum sem við setjum um tveggja metra reglu, eins metra reglu eða reglu um hólfaskiptingu og þá verðum við að geta beitt einhverjum viðurlögum því að annars leggst skólahald í húsinu bara af,“ sagði Ársæll. Bóklega námið verður að miklu leyti í fjarnámi, en áhersla lögð á að fá nýnema inn í hús. „Því skóli er ekki bara námið, það er samfélag og nemendur verða að læra á það samfélag og fá að vera hluti af því. Það er ofsalega mikilvægt. Við megum ekki missa það,“ sagði Ársæll. Hann segir að minna brotthvarf hafi verið í faraldri kórónuveirunnar en alla jafna. „Við eigum eftir að skoða nákvæmlega afhverju það er, en ég held að utanumhaldið hafi verið öðruvísi og meira en áður,“ sagði Ársæll. Hann vonast til að í minnisblaði sóttvarnarlæknis muni vera kveðið á um eins metra reglu í skólum. „Ég er bara komin þangað. Ég get ekki ímyndað mér tveggja metra regluna það verður svo flókið, eins metra reglan leysir gríðarlega mikið,“ sagði Ársæll.
Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Fleiri fréttir Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Sjá meira