Einn sexmenninganna í Eyjum sá sem er í öndunarvél Birgir Olgeirsson og Kjartan Kjartansson skrifa 7. ágúst 2020 18:39 Ekkert varð af þjóðhátíð í Eyjum um verslunarmannahelgina en fólk huggaði sig við að fylgjast með brennu í Herjólfsdal úr fjarska. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Vísir/Arnar Einstaklingur á fertugsaldri sem er í öndunarvél á gjörgæslu vegna kórónuveirusmits var einn þeirra sex sem greindust smitaðir í gær og höfðu verið í Vestmannaeyjum yfir verslunarmannahelgina. Tugir manna eru nú í sóttkví í Vestmannaeyjum vegna smitanna. Víði Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, staðfestir við Vísi að einstaklingurinn sem er nú á gjörgæsludeild sé einn þeirra einstaklinga sem heimsóttu Eyjar um verslunarmannahelgina og greindust svo smitaðir af Covid-19, sjúkdómnum sem kórónuveiran veldur. Aðgerðastjórn í Vestmannaeyjum var virkjuð í morgun og 48 Eyjamenn hafa verið settir í sóttkví vegna smitanna. Ekkert smit hefur þó enn verið staðfest í Eyjum. Árlegri þjóðhátíð var aflýst vegna hertra sóttvarnaaðgerða sem tóku gildi á föstudegi við upphaf verslunarmannahelgina. Engu að síður var nokkuð um skemmtanahald í Eyjum þá um helgina, meðal annars fólks sem heimsótti vini og ættingja. Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningarteymis almannavarna, sagði á upplýsingafundi í dag að þeir sex einstaklingar sem taldir eru hafa smitast í Vestmannaeyjum tengist. Í einhverjum tilfellum séu tengslin alveg skýr. Ekki sé þó hægt að rekja smit þeirra til einhvers ákveðins staðar, smitrakningin sem standi yfir einblíni á þá staði sem þeir smituðu heimsóttu og þá einstaklinga sem voru í grennd við þau. Ráðist verður í skimun í Vestmannaeyjum líkt og gert var á Akranesi um síðustu helgi eftir að hópsýking kom þar upp. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Smit um helgina sýni hættuna af hópamyndun Sex einstaklingar með kórónuveirusmit, sem búsettir eru á höfuðborgarsvæðinu, voru í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgina. 7. ágúst 2020 15:19 „Fólk þekkir alveg hvað þessi veira getur gert“ Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir stöðuna grafalvarlega. Veiran sé komin aftur af stað og búið sé að sannast að dagurinn í dag sé sá stærsti síðan í apríl hvað innanlandssmit varði. Fólki sé mjög brugðið. 7. ágúst 2020 13:39 Tugir í sóttkví í Vestmannaeyjum eftir gestakomur um verslunarmannahelgina Einstaklingar sem heimsóttu Vestmannaeyjar um verslunarmannahelgina hafa greinst með Covid-19, sjúkdóminn sem kórónuveiran veldur. 7. ágúst 2020 10:43 Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Fleiri fréttir Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Sjá meira
Einstaklingur á fertugsaldri sem er í öndunarvél á gjörgæslu vegna kórónuveirusmits var einn þeirra sex sem greindust smitaðir í gær og höfðu verið í Vestmannaeyjum yfir verslunarmannahelgina. Tugir manna eru nú í sóttkví í Vestmannaeyjum vegna smitanna. Víði Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, staðfestir við Vísi að einstaklingurinn sem er nú á gjörgæsludeild sé einn þeirra einstaklinga sem heimsóttu Eyjar um verslunarmannahelgina og greindust svo smitaðir af Covid-19, sjúkdómnum sem kórónuveiran veldur. Aðgerðastjórn í Vestmannaeyjum var virkjuð í morgun og 48 Eyjamenn hafa verið settir í sóttkví vegna smitanna. Ekkert smit hefur þó enn verið staðfest í Eyjum. Árlegri þjóðhátíð var aflýst vegna hertra sóttvarnaaðgerða sem tóku gildi á föstudegi við upphaf verslunarmannahelgina. Engu að síður var nokkuð um skemmtanahald í Eyjum þá um helgina, meðal annars fólks sem heimsótti vini og ættingja. Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningarteymis almannavarna, sagði á upplýsingafundi í dag að þeir sex einstaklingar sem taldir eru hafa smitast í Vestmannaeyjum tengist. Í einhverjum tilfellum séu tengslin alveg skýr. Ekki sé þó hægt að rekja smit þeirra til einhvers ákveðins staðar, smitrakningin sem standi yfir einblíni á þá staði sem þeir smituðu heimsóttu og þá einstaklinga sem voru í grennd við þau. Ráðist verður í skimun í Vestmannaeyjum líkt og gert var á Akranesi um síðustu helgi eftir að hópsýking kom þar upp.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Smit um helgina sýni hættuna af hópamyndun Sex einstaklingar með kórónuveirusmit, sem búsettir eru á höfuðborgarsvæðinu, voru í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgina. 7. ágúst 2020 15:19 „Fólk þekkir alveg hvað þessi veira getur gert“ Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir stöðuna grafalvarlega. Veiran sé komin aftur af stað og búið sé að sannast að dagurinn í dag sé sá stærsti síðan í apríl hvað innanlandssmit varði. Fólki sé mjög brugðið. 7. ágúst 2020 13:39 Tugir í sóttkví í Vestmannaeyjum eftir gestakomur um verslunarmannahelgina Einstaklingar sem heimsóttu Vestmannaeyjar um verslunarmannahelgina hafa greinst með Covid-19, sjúkdóminn sem kórónuveiran veldur. 7. ágúst 2020 10:43 Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Fleiri fréttir Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Sjá meira
Smit um helgina sýni hættuna af hópamyndun Sex einstaklingar með kórónuveirusmit, sem búsettir eru á höfuðborgarsvæðinu, voru í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgina. 7. ágúst 2020 15:19
„Fólk þekkir alveg hvað þessi veira getur gert“ Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir stöðuna grafalvarlega. Veiran sé komin aftur af stað og búið sé að sannast að dagurinn í dag sé sá stærsti síðan í apríl hvað innanlandssmit varði. Fólki sé mjög brugðið. 7. ágúst 2020 13:39
Tugir í sóttkví í Vestmannaeyjum eftir gestakomur um verslunarmannahelgina Einstaklingar sem heimsóttu Vestmannaeyjar um verslunarmannahelgina hafa greinst með Covid-19, sjúkdóminn sem kórónuveiran veldur. 7. ágúst 2020 10:43