Fráleit hugmynd að hverfa frá sóttvarnaraðgerðum Sylvía Hall skrifar 5. ágúst 2020 20:48 Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdóma á Landspítalanum. Vísir/Vilhelm Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdóma á Landspítalanum, segir fráleitt sjónarmið að hverfa eigi frá sóttvarnaraðgerðum yfirvalda í ljósi þess að samfélagið sé að glíma við alvarlegan veirusjúkdóm. Lítill hluti landsmanna sé með mótefni og hætta yrði á að útbreiðsla veirunnar yrði óheft í samfélaginu ef ekki væri gripið til samskonar ráðstafana og nú er gert. Þetta kom fram í viðtali við Má í Reykjavík síðdegis í dag þar sem þáttastjórnendur báru undir hann viðtal við Jóhannes Loftsson, formann Frjálshyggjufélagsins. Jóhannes sagði í viðtali í gær að hann teldi það ekki ganga upp að reyna að hemja hópsýkingar með því að herða samkomutakmarkanir og hyggst hann skipuleggja mótmæli gegn aðgerðum yfirvalda. „Samkvæmt rannsóknum sem voru gerðar á vegum Íslenskrar erfðagreiningar og Landspítala, þá er ekki nema 2-3 prósent þjóðarinnar sem er með verndandi mótefni. Það vill þá segja að 97-98 prósent eru ekki með verndandi mótefni eða sérhæfðar varnir gegn þessari veiru,“ segir Már um stöðuna. „Ef maður myndi hverfa frá öllum opinberum sóttvörnum, sem felast í einangrun, sóttkvíun þeirra sem hafa verið útsettir og síðan öðrum reglum eins og tveggja metra reglunni og grímunotkun – þá er í rauninni ekkert sem heftir útbreiðslu veirunnar í samfélaginu.“ Mikill fjöldi sem þarf að sinna fólki í áhættuhópum Aðspurður hvort mögulegt væri að aflétta takmörkunum í samfélaginu en vernda viðkvæmustu hópana segir Már það einfaldlega ekki ganga upp. Á hverjum degi vinni stór hópur fólks með fólki í áhættuhópum og slíkt myndi auka líkurnar á því að starfsfólk myndi smitast og bera veiruna með sér á staði þar sem viðkvæmir einstaklingar dvelja. „Tökum bara dæmi: Landspítalinn er sex þúsund manna vinnustaður. Ef ég gef mér það að það séu fjögur þúsund manns sem vinna í klínískum störfum á vöktum, sem þýðir það að kannski helmingurinn kemur í vinnuna milli sjö og átta og það koma þúsund manns kannski um fjögurleytið og annað þúsund um miðnætti.“ „Þetta fólk, hvaðan er það að koma? Það er að koma úr samfélaginu og þá er þetta eins og stöðugur innblástur af hugsanlega útsettum einstaklingum inn á viðkvæmar stofnanir,“ segir Már og bendir á að það sama gildi um öldrunarstofnanir. Hann segir fjölda smitaðra stóraukast ef horfið yrði frá takmörkunum. Óheft smit þýddi að fleiri myndu smitast, fleiri yrðu alvarlega veikir og því mun meira álag á heilbrigðiskerfið. „Það er þá svo fólk sem þarf að koma til kasta spítalakerfisins. Við myndum aldrei ráða við það.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Reykjavík síðdegis Heilbrigðismál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdóma á Landspítalanum, segir fráleitt sjónarmið að hverfa eigi frá sóttvarnaraðgerðum yfirvalda í ljósi þess að samfélagið sé að glíma við alvarlegan veirusjúkdóm. Lítill hluti landsmanna sé með mótefni og hætta yrði á að útbreiðsla veirunnar yrði óheft í samfélaginu ef ekki væri gripið til samskonar ráðstafana og nú er gert. Þetta kom fram í viðtali við Má í Reykjavík síðdegis í dag þar sem þáttastjórnendur báru undir hann viðtal við Jóhannes Loftsson, formann Frjálshyggjufélagsins. Jóhannes sagði í viðtali í gær að hann teldi það ekki ganga upp að reyna að hemja hópsýkingar með því að herða samkomutakmarkanir og hyggst hann skipuleggja mótmæli gegn aðgerðum yfirvalda. „Samkvæmt rannsóknum sem voru gerðar á vegum Íslenskrar erfðagreiningar og Landspítala, þá er ekki nema 2-3 prósent þjóðarinnar sem er með verndandi mótefni. Það vill þá segja að 97-98 prósent eru ekki með verndandi mótefni eða sérhæfðar varnir gegn þessari veiru,“ segir Már um stöðuna. „Ef maður myndi hverfa frá öllum opinberum sóttvörnum, sem felast í einangrun, sóttkvíun þeirra sem hafa verið útsettir og síðan öðrum reglum eins og tveggja metra reglunni og grímunotkun – þá er í rauninni ekkert sem heftir útbreiðslu veirunnar í samfélaginu.“ Mikill fjöldi sem þarf að sinna fólki í áhættuhópum Aðspurður hvort mögulegt væri að aflétta takmörkunum í samfélaginu en vernda viðkvæmustu hópana segir Már það einfaldlega ekki ganga upp. Á hverjum degi vinni stór hópur fólks með fólki í áhættuhópum og slíkt myndi auka líkurnar á því að starfsfólk myndi smitast og bera veiruna með sér á staði þar sem viðkvæmir einstaklingar dvelja. „Tökum bara dæmi: Landspítalinn er sex þúsund manna vinnustaður. Ef ég gef mér það að það séu fjögur þúsund manns sem vinna í klínískum störfum á vöktum, sem þýðir það að kannski helmingurinn kemur í vinnuna milli sjö og átta og það koma þúsund manns kannski um fjögurleytið og annað þúsund um miðnætti.“ „Þetta fólk, hvaðan er það að koma? Það er að koma úr samfélaginu og þá er þetta eins og stöðugur innblástur af hugsanlega útsettum einstaklingum inn á viðkvæmar stofnanir,“ segir Már og bendir á að það sama gildi um öldrunarstofnanir. Hann segir fjölda smitaðra stóraukast ef horfið yrði frá takmörkunum. Óheft smit þýddi að fleiri myndu smitast, fleiri yrðu alvarlega veikir og því mun meira álag á heilbrigðiskerfið. „Það er þá svo fólk sem þarf að koma til kasta spítalakerfisins. Við myndum aldrei ráða við það.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Reykjavík síðdegis Heilbrigðismál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira