Á hengiflugi í hlíðum Bolafjalls Heimir Már Pétursson skrifar 2. ágúst 2020 20:01 Það eru ekki lofthræddir menn sem vinna að undirbúningi uppsetningar útsýnispalls í 640 metra hæð á tindi Bolafjalls. Stöð 2/Hafþór Gunnarsson Undirbúningur er hafinn að byggingu útsýnispalls á toppi Bolafjalls yfir Bolungarvík sem á að vera tilbúinn næsta vor. Það er ekki fyrir lofthrædda að vinna verkið eins og Hafþór Gunnarsson fréttamaður okkar komst að. Þessa dagana er verið að bora í tinda Bolafjalls og til að gera það þurfa menn meðal annars að svífa um í körfu frá krana efst á fjallinu í tæplega 640 metra þverhnípi og ekki fyrir lofthrædda að svífa þar um. Jón Páll Hreinsson bæjarstjóri í Bolungarvík segir að ljúka eigi undirbúningsvinnu fyrir haustið og pallurinn verði síðan settur saman í vetur. „Þannig að hérna á bakvið mig eru þeir byrjaðir að bora í bergið og gera allt klárt til að geta skrúfað hann upp næsta sumar.“ Jón Páll Hreinsson bæjarstjóri í Bolungarvík segir miklu muna að verkefnið fékk hæsta styrkinn frá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða.Stöð 2/Hafþór Þarf mikið af bergboltum í þessa klöpp? „Já því fleiri því betra, held ég,“ segir Jón Páll og brosir þar sem hann stendur á brún Bolafjalls. Búið væri að hanna pallinn eftir ítrustu kröfum og færustu sérfræðingar komið að því verki. „Til að tryggja að hann sé öruggur og ég get fullyrt að þegar hann er tilbúinn væri hægt að keyra skriðdreka þarna útá án þess að nokkuð gerist. Þannig að þessir kappar sem nú eru að síga hér sjá til þess að þetta verður pottþétt,“ segir bæjarstjórinn. Óhætt er að fullyrða að þarna rísi einn magnaðist útsýnispallur landsins þaðan sem sést langar leiðir út að Snæfjallaströnd, inn í Ísafjarðardjúp og auðvitað yfir Bolungarvík. Það er algengt að það skelli á þoka á Bolafjalli með engum fyrirvara. Bæjarstjórinn segir að ekki verði síðra að standa á útsýnispallinum í þokunni.Stöð 2/Hafþór Gunnarsson Heldur þú að það fari ekki um fólk þegar það fer hérna út á svalirnar? „Jú, til þess er leikurinn gerður. Bæði til að upplifa stórkostlegt útsýni í góðu veðri. Svo verður þetta líka alveg magnað í þoku. Ég trúi að þegar maður er staddur í þokunni úti í tóminu verði það ekki síðri upplifun,“ segir Jón Páll Hreinsson. Verkið fékk stærsta styrkinn sem Framkvæmdasjóður ferðamannastaða veitti á þessu ári, 160 milljónir. Bæjarstjórinn segir verkið verða á fjárhagsáætlun og pallurinn tilbúinn seint næsta sumar eða íbyrjun hausts. Bolungarvík Útsýnispallur á Bolafjalli Tengdar fréttir Hæsti styrkurinn til byggingar útsýnispalls í Bolungarvík Greint var frá úthlutun 1,5 milljarðs króna til uppbyggingar innviða, náttúruverndar og annarra verkefna á ferðamannastöðum árið 2020 í morgun. 9. mars 2020 14:08 Reikna með tugþúsundum á útsýnispall í háloftunum í Bolungarvík Bolvíkingar eiga von á því að tugir þúsunda ferðamanna muni nýta sér útsýnispall á Bolafjalli í Bolungarvík. 7. febrúar 2019 15:45 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira
Undirbúningur er hafinn að byggingu útsýnispalls á toppi Bolafjalls yfir Bolungarvík sem á að vera tilbúinn næsta vor. Það er ekki fyrir lofthrædda að vinna verkið eins og Hafþór Gunnarsson fréttamaður okkar komst að. Þessa dagana er verið að bora í tinda Bolafjalls og til að gera það þurfa menn meðal annars að svífa um í körfu frá krana efst á fjallinu í tæplega 640 metra þverhnípi og ekki fyrir lofthrædda að svífa þar um. Jón Páll Hreinsson bæjarstjóri í Bolungarvík segir að ljúka eigi undirbúningsvinnu fyrir haustið og pallurinn verði síðan settur saman í vetur. „Þannig að hérna á bakvið mig eru þeir byrjaðir að bora í bergið og gera allt klárt til að geta skrúfað hann upp næsta sumar.“ Jón Páll Hreinsson bæjarstjóri í Bolungarvík segir miklu muna að verkefnið fékk hæsta styrkinn frá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða.Stöð 2/Hafþór Þarf mikið af bergboltum í þessa klöpp? „Já því fleiri því betra, held ég,“ segir Jón Páll og brosir þar sem hann stendur á brún Bolafjalls. Búið væri að hanna pallinn eftir ítrustu kröfum og færustu sérfræðingar komið að því verki. „Til að tryggja að hann sé öruggur og ég get fullyrt að þegar hann er tilbúinn væri hægt að keyra skriðdreka þarna útá án þess að nokkuð gerist. Þannig að þessir kappar sem nú eru að síga hér sjá til þess að þetta verður pottþétt,“ segir bæjarstjórinn. Óhætt er að fullyrða að þarna rísi einn magnaðist útsýnispallur landsins þaðan sem sést langar leiðir út að Snæfjallaströnd, inn í Ísafjarðardjúp og auðvitað yfir Bolungarvík. Það er algengt að það skelli á þoka á Bolafjalli með engum fyrirvara. Bæjarstjórinn segir að ekki verði síðra að standa á útsýnispallinum í þokunni.Stöð 2/Hafþór Gunnarsson Heldur þú að það fari ekki um fólk þegar það fer hérna út á svalirnar? „Jú, til þess er leikurinn gerður. Bæði til að upplifa stórkostlegt útsýni í góðu veðri. Svo verður þetta líka alveg magnað í þoku. Ég trúi að þegar maður er staddur í þokunni úti í tóminu verði það ekki síðri upplifun,“ segir Jón Páll Hreinsson. Verkið fékk stærsta styrkinn sem Framkvæmdasjóður ferðamannastaða veitti á þessu ári, 160 milljónir. Bæjarstjórinn segir verkið verða á fjárhagsáætlun og pallurinn tilbúinn seint næsta sumar eða íbyrjun hausts.
Bolungarvík Útsýnispallur á Bolafjalli Tengdar fréttir Hæsti styrkurinn til byggingar útsýnispalls í Bolungarvík Greint var frá úthlutun 1,5 milljarðs króna til uppbyggingar innviða, náttúruverndar og annarra verkefna á ferðamannastöðum árið 2020 í morgun. 9. mars 2020 14:08 Reikna með tugþúsundum á útsýnispall í háloftunum í Bolungarvík Bolvíkingar eiga von á því að tugir þúsunda ferðamanna muni nýta sér útsýnispall á Bolafjalli í Bolungarvík. 7. febrúar 2019 15:45 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira
Hæsti styrkurinn til byggingar útsýnispalls í Bolungarvík Greint var frá úthlutun 1,5 milljarðs króna til uppbyggingar innviða, náttúruverndar og annarra verkefna á ferðamannastöðum árið 2020 í morgun. 9. mars 2020 14:08
Reikna með tugþúsundum á útsýnispall í háloftunum í Bolungarvík Bolvíkingar eiga von á því að tugir þúsunda ferðamanna muni nýta sér útsýnispall á Bolafjalli í Bolungarvík. 7. febrúar 2019 15:45