Lífeyrissjóðir hvattir til að fjárfesta ekki erlendis í kórónuveirufaraldrinum Sylvía Hall og Stefán Ó. Jónsson skrifa 2. ágúst 2020 16:32 Stjórnarmaður í Lífeyrissjóði verzlunarmanna finnur engar skýringar á tilmælum Seðlabankans. Vísir/Vilhelm Stjórnarmaður í lífeyrissjóði verslunarmanna segir Seðlabankann þurfa að skýra tilmæli sín til lífeyrissjóðanna um að fjárfesta ekki erlendis í kórónuveirufaraldrinum. Það hefti viðskiptafrelsi sjóðanna. Málefni lífeyrissjóða hafa verið í brennidepli undanfarna daga eftir að Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, beindi þeim tilmælum til fulltrúa VR í stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna, að greiða atkvæði gegn því að sjóðurinn tæki þátt í hlutafjárútboði Icelandair eftir að flugfélagið sleit viðræðum sínum við flugfreyjufélag íslands og sagði upp öllum félagsmönnum þess. Tilmæli Ragnars Þórs þóttu gagnrýnisverð. Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði þannig að stjórnarmenn lífeyrissjóðsins yrðu að láta faglegt mat og hagsmunir sjóðsfélaga ráða för í fjárfestingum, ekki þrýsting eða ofsafengnar yfirlýsingar. Guðrún Johnson, stjórnarmaður í lífeyrissjóði verslunarmanna, segir ekkert nýtt að lífeyrissjóðirnir séu beittir utanaðkomandi þrýstingi, til að mynda af hinu opinbera. „Það var ráðherranefnd efnahagsmála sem setti hérna á starfshóp árið 2018 um það hvernig lífeyrissjóðir eigi að koma að atvinnuuppbyggingu á Íslandi, upp á sitt eigið. Er það í hlutverki ráðherranna að fara að skoða það í hverju á að fjárfesta?“ Þá hafi jafnframt komið tilmæli frá Seðlabankanum þar sem lífeyrissjóðirnir voru beðnir um að fjárfesta ekki erlendis í kórónveirufaraldrinum. „Íslenskir fjárfestar geta farið út úr krónunni, stórir erlendir fjárfestar geta farið út úr krónunni, þá eru lífeyrissjóðirnir beðnir um að gera það ekki? Almenningur á ekki að fara að nýta sér tækifæri á hlutabréfamarkaði erlendis? Ef okkur langar ekki að fjárfesta í Reitum eða einhverju slíku og sjáum tækifæri í Apple, þá er okkur beint inn á þær brautir að gera það síður,“ segir Guðrún. Hún segist eiga erfitt með að sjá hvað vaki fyrir Seðlabankanum. „Ég get ekki fundið neinar skýringu á því hvers vegna Seðlabankinn gerir þetta. Hvers vegna hann beinir spjótum sínum að bara lífeyrissjóðum en ekki öðrum fjárfestum. Það er erfitt að setja reglur í okkar samfélagi þar sem jafnræðis er ekki gætt meðal fjárfesta. Þetta er ákveðið viðskiptafrelsi sem tekið er af lífeyrissjóðunum.“ Gjaldeyrisforði seðlabankans sé nú 1000 milljarðar og hans hlutverk að tryggja fjármálastöðugleika. „Lífeyrissjóðirnir aftur á móti, þeir eiga að sjá um að ávaxta fé sjóðfélaga og það er þeirra hlutverk og kemur ekki inn á stöðugleika krónunnar sem slíkrar,“ segir Guðrún Johnson. Lífeyrissjóðir Seðlabankinn Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Stjórnarmaður í lífeyrissjóði verslunarmanna segir Seðlabankann þurfa að skýra tilmæli sín til lífeyrissjóðanna um að fjárfesta ekki erlendis í kórónuveirufaraldrinum. Það hefti viðskiptafrelsi sjóðanna. Málefni lífeyrissjóða hafa verið í brennidepli undanfarna daga eftir að Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, beindi þeim tilmælum til fulltrúa VR í stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna, að greiða atkvæði gegn því að sjóðurinn tæki þátt í hlutafjárútboði Icelandair eftir að flugfélagið sleit viðræðum sínum við flugfreyjufélag íslands og sagði upp öllum félagsmönnum þess. Tilmæli Ragnars Þórs þóttu gagnrýnisverð. Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði þannig að stjórnarmenn lífeyrissjóðsins yrðu að láta faglegt mat og hagsmunir sjóðsfélaga ráða för í fjárfestingum, ekki þrýsting eða ofsafengnar yfirlýsingar. Guðrún Johnson, stjórnarmaður í lífeyrissjóði verslunarmanna, segir ekkert nýtt að lífeyrissjóðirnir séu beittir utanaðkomandi þrýstingi, til að mynda af hinu opinbera. „Það var ráðherranefnd efnahagsmála sem setti hérna á starfshóp árið 2018 um það hvernig lífeyrissjóðir eigi að koma að atvinnuuppbyggingu á Íslandi, upp á sitt eigið. Er það í hlutverki ráðherranna að fara að skoða það í hverju á að fjárfesta?“ Þá hafi jafnframt komið tilmæli frá Seðlabankanum þar sem lífeyrissjóðirnir voru beðnir um að fjárfesta ekki erlendis í kórónveirufaraldrinum. „Íslenskir fjárfestar geta farið út úr krónunni, stórir erlendir fjárfestar geta farið út úr krónunni, þá eru lífeyrissjóðirnir beðnir um að gera það ekki? Almenningur á ekki að fara að nýta sér tækifæri á hlutabréfamarkaði erlendis? Ef okkur langar ekki að fjárfesta í Reitum eða einhverju slíku og sjáum tækifæri í Apple, þá er okkur beint inn á þær brautir að gera það síður,“ segir Guðrún. Hún segist eiga erfitt með að sjá hvað vaki fyrir Seðlabankanum. „Ég get ekki fundið neinar skýringu á því hvers vegna Seðlabankinn gerir þetta. Hvers vegna hann beinir spjótum sínum að bara lífeyrissjóðum en ekki öðrum fjárfestum. Það er erfitt að setja reglur í okkar samfélagi þar sem jafnræðis er ekki gætt meðal fjárfesta. Þetta er ákveðið viðskiptafrelsi sem tekið er af lífeyrissjóðunum.“ Gjaldeyrisforði seðlabankans sé nú 1000 milljarðar og hans hlutverk að tryggja fjármálastöðugleika. „Lífeyrissjóðirnir aftur á móti, þeir eiga að sjá um að ávaxta fé sjóðfélaga og það er þeirra hlutverk og kemur ekki inn á stöðugleika krónunnar sem slíkrar,“ segir Guðrún Johnson.
Lífeyrissjóðir Seðlabankinn Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira