Innlent

Leitað að Íslendingi í Brussel

Sylvía Hall skrifar
Konráð sást síðast á McDonalds-stað í miðborg Brussel á fimmtudagsmorgun.
Konráð sást síðast á McDonalds-stað í miðborg Brussel á fimmtudagsmorgun. Facebook

Ekkert hefur spurst til Konráðs Hrafnkelssonar, 28 ára gamals Íslendings í Brussel, frá því á fimmtudagsmorgun. Leit hefur verið skipulögð af aðstandendum og stendur hún nú yfir.

Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi hjá utanríkisráðuneytinu, staðfestir í samtali við Vísi að málið sé komið á borð Borgaraþjónustunnar. Hún mun aðstoða fjölskylduna í samskiptum við yfirvöld í Belgíu vegna hvarfsins.

Konráð yfirgaf heimili sitt klukkan 08:10 á fimmtudagsmorgun og sást síðast á McDonalds á Place de la Bourse í miðbæ Brussels um níuleytið sama morgun.

Konráð er 178 á hæð, ljóshærður með blá augu. Hann fór á hjóli milli staða og var klæddur í gallabuxur, gráan bol og hvíta Nike-skó. Hann hafði bakpoka og derhúfu með sér og svört Marshall-heyrnatól.

Allir sem hafa upplýsingar eru beðnir um að hafa samband í gegnum netfangið [email protected].




Fleiri fréttir

Sjá meira


×