Þekkja það frá fyrri bylgju að veikindi versni á annarri viku Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. júlí 2020 15:59 Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarnalæknis. Skjáskot Sjúklingur sem lagður var inn á Landspítala í morgun vegna Covid-19, sjúkdómsins sem kórónuveiran veldur, er í áhættuhópi vegna aldurs, að sögn staðgengils sóttvarnalæknis. Ekki er ljóst hvers vegna svo fáir hafa þurft að leita á sjúkrahús vegna Covid-19 í þessari „seinni bylgju“ faraldursins en veikindi versni oft á annarri viku. Alls eru 39 staðfest smit á landinu og þar af 28 innanlandssmit. Um eru að ræða tvær hópsýkingar sem hafa ýmsa anga, að sögn Kamillu Sigríðar Jósefsdóttur, staðgengils sóttvarnalæknis. „Þannig eru ekki allir aðilar tengdir fyrir fram fyrr en við fáum veirufræðilegar niðurstöður um að smitin þeirra tengist,“ segir Kamilla. Innanlandssmitin skiptast í tvo klasa sem kallast geta hópsýkingar. Þá eru einnig nokkur virk landamærasmit sem tengjast þeim ekki. Tíu smit greindust síðasta sólarhringinn en stór hluti þeirra var þegar í sóttkví. „Það var raunar einn í skimuninni hjá Decode á meðal þeirra sem var búið að setja í sóttkví en einhverjir voru ekki í sóttkví og vissu ekki af tengslum við smit heldur hlýddu kallinu um að fara í sýnatöku vegna einkenna,“ segir Kamilla. Ætlast til að ekki þurfi að rekja út frá sóttkví 215 eru í sóttkví eftir gærdaginn og fjölgar líklega eftir því sem líður á daginn í dag. „En vonandi ekki mjög mikið út frá þeim sem eru í sóttkví. Við ætlumst til að það hindri að það þurfi að rekja mikið út frá þeim en auðvitað getur komið í ljós að einkenni hjá þeim hafi verið byrjuð þegar sóttkví hófst og þá getur þurft að rekja svolítið aftur fyrir það.“ Þá hefur nánast enginn úr hópi þeirra sem smitast hafa í þessari „annarri bylgju“ faraldursins þurft að leita á sjúkrahús. Hvað kann að skýra það? „Því miður er ekki alveg útséð um það,“ segir Kamilla. „Þetta er fólk sem er að veikjast fyrir nokkrum dögum og við þekkjum það frá fyrri bylgju að það versnar stundum þegar líður að annarri viku veikinda hjá þeim sem ekki ná bata fyrr. Þetta er mikið til ungt og hraust fólk, ekki alveg allir, sumir með undirliggjandi sjúkdóma. Það er ekki útséð um að það verði fleiri innlagnir, það verður bara að koma í ljós.“ Einn var lagður inn á Landspítala með Covid-19 í morgun, sá fyrsti síðan í maí. Kamilla segir að um sé að ræða eldri einstakling „á þeim aldri sem við lítum á sem áhættuhóp fyrir innlögn á sjúkrahús“. Klippa: Viðtal við Kamillu Sigríði Jósefsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Landspítali á hættustig Landspítali hefur nú verið færður af óvissustigi á hættustig vegna kórónuveirufaraldurs. 30. júlí 2020 12:59 Allir nema fjórir tilheyra stórri hópsýkingu á suðvesturhorninu Af þeim 28 innanlandssmitum sem staðfest eru á landinu tilheyra 24 stórri hópsýkingu á suðvesturhorni landsins 30. júlí 2020 12:29 Hefði viljað ganga lengra en virðir ákvörðunina Kári Stefánsson segist ánægður með að tekin hafi verið ákvörðun um að herða á samkomutakmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins hér á landi. 30. júlí 2020 15:35 Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira
Sjúklingur sem lagður var inn á Landspítala í morgun vegna Covid-19, sjúkdómsins sem kórónuveiran veldur, er í áhættuhópi vegna aldurs, að sögn staðgengils sóttvarnalæknis. Ekki er ljóst hvers vegna svo fáir hafa þurft að leita á sjúkrahús vegna Covid-19 í þessari „seinni bylgju“ faraldursins en veikindi versni oft á annarri viku. Alls eru 39 staðfest smit á landinu og þar af 28 innanlandssmit. Um eru að ræða tvær hópsýkingar sem hafa ýmsa anga, að sögn Kamillu Sigríðar Jósefsdóttur, staðgengils sóttvarnalæknis. „Þannig eru ekki allir aðilar tengdir fyrir fram fyrr en við fáum veirufræðilegar niðurstöður um að smitin þeirra tengist,“ segir Kamilla. Innanlandssmitin skiptast í tvo klasa sem kallast geta hópsýkingar. Þá eru einnig nokkur virk landamærasmit sem tengjast þeim ekki. Tíu smit greindust síðasta sólarhringinn en stór hluti þeirra var þegar í sóttkví. „Það var raunar einn í skimuninni hjá Decode á meðal þeirra sem var búið að setja í sóttkví en einhverjir voru ekki í sóttkví og vissu ekki af tengslum við smit heldur hlýddu kallinu um að fara í sýnatöku vegna einkenna,“ segir Kamilla. Ætlast til að ekki þurfi að rekja út frá sóttkví 215 eru í sóttkví eftir gærdaginn og fjölgar líklega eftir því sem líður á daginn í dag. „En vonandi ekki mjög mikið út frá þeim sem eru í sóttkví. Við ætlumst til að það hindri að það þurfi að rekja mikið út frá þeim en auðvitað getur komið í ljós að einkenni hjá þeim hafi verið byrjuð þegar sóttkví hófst og þá getur þurft að rekja svolítið aftur fyrir það.“ Þá hefur nánast enginn úr hópi þeirra sem smitast hafa í þessari „annarri bylgju“ faraldursins þurft að leita á sjúkrahús. Hvað kann að skýra það? „Því miður er ekki alveg útséð um það,“ segir Kamilla. „Þetta er fólk sem er að veikjast fyrir nokkrum dögum og við þekkjum það frá fyrri bylgju að það versnar stundum þegar líður að annarri viku veikinda hjá þeim sem ekki ná bata fyrr. Þetta er mikið til ungt og hraust fólk, ekki alveg allir, sumir með undirliggjandi sjúkdóma. Það er ekki útséð um að það verði fleiri innlagnir, það verður bara að koma í ljós.“ Einn var lagður inn á Landspítala með Covid-19 í morgun, sá fyrsti síðan í maí. Kamilla segir að um sé að ræða eldri einstakling „á þeim aldri sem við lítum á sem áhættuhóp fyrir innlögn á sjúkrahús“. Klippa: Viðtal við Kamillu Sigríði Jósefsdóttur
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Landspítali á hættustig Landspítali hefur nú verið færður af óvissustigi á hættustig vegna kórónuveirufaraldurs. 30. júlí 2020 12:59 Allir nema fjórir tilheyra stórri hópsýkingu á suðvesturhorninu Af þeim 28 innanlandssmitum sem staðfest eru á landinu tilheyra 24 stórri hópsýkingu á suðvesturhorni landsins 30. júlí 2020 12:29 Hefði viljað ganga lengra en virðir ákvörðunina Kári Stefánsson segist ánægður með að tekin hafi verið ákvörðun um að herða á samkomutakmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins hér á landi. 30. júlí 2020 15:35 Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira
Landspítali á hættustig Landspítali hefur nú verið færður af óvissustigi á hættustig vegna kórónuveirufaraldurs. 30. júlí 2020 12:59
Allir nema fjórir tilheyra stórri hópsýkingu á suðvesturhorninu Af þeim 28 innanlandssmitum sem staðfest eru á landinu tilheyra 24 stórri hópsýkingu á suðvesturhorni landsins 30. júlí 2020 12:29
Hefði viljað ganga lengra en virðir ákvörðunina Kári Stefánsson segist ánægður með að tekin hafi verið ákvörðun um að herða á samkomutakmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins hér á landi. 30. júlí 2020 15:35