Athugull starfsmaður Reebok fitness stöðvaði brot á sóttkví Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. júlí 2020 15:37 Frá Reebok fitness í Holtagörðum. Umrætt atvik varð í stöð Reebok við Lambhaga. Vísir/vilhelm Fulltrúar smitrakningarteymis almannavarna þurftu í dag að senda einstakling sem átti að vera í sóttkví heim úr líkamsræktarstöðinni Reebok fitness við Lambhaga í Reykjavík. Starfsmaður stöðvarinnar kannaðist við viðkomandi, taldi öruggt að hann ætti að vera í sóttkví og í kjölfarið var haft samband við almannavarnir. Jóhann K. Jóhannsson samskiptastjóri almannavarna segir í samtali við Vísi að um misskilning hafi verið að ræða. Einstaklingurinn hafi verið í sóttkví en jafnframt farið í sýnatöku fyrir kórónuveirunni, fengið neikvætt svar og talið að þar með væri sóttkvínni aflétt. Það sé þó ekki svo að neikvætt sýni úr sýnatöku bindi enda á sóttkví. Ágúst Ágústsson hjá Rebook fitness segir í svari við fyrirspurn fréttastofu að fyrirtækið hafi tekið málinu mjög alvarlega. Starfsmaður stöðvarinnar við Lambhaga hafi kannast við einstaklinginn og réttilega haldið að viðkomandi ætti að vera í sóttkví. Eftir ábendingu frá líkamsræktarstöðinni hringdi fulltrúi smitrakningateymisins í einstaklinginn, sem þá var enn í ræktinni, og hann hélt rakleiðis heim á leið. „Við höfðum strax samband við almannavarnadeild ríkislögreglustjóra til að fá leiðbeiningar um hvernig við ættum að snúa okkur í þessu máli. Samkvæmt ráðleggingum var farið í það að tæma og loka líkamsræktarstöðinni og loks hefja þar sótthreinsun,“ segir Ágúst. Eftir nánari eftirgrennslan almannavarna reyndist þó ekki þurfa að loka stöðinni. Líkt og áður segir fékk einstaklingurinn neikvæða niðurstöðu úr sýnatöku og því ekki talin nein smithætta af honum. Kórónuveirusmitum hefur fjölgað undanfarna daga hér á landi og samkvæmt tölum á Covid.is eru nú 187 í sóttkví. Sóttvarnalæknir skilar minnisblaði með tillögum að breytingum á takmörkunum vegna veirunnar til heilbrigðisráðherra í dag. Búist er við að hertar aðgerðir verði kynntar í kjölfarið. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Fleiri fréttir Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Sjá meira
Fulltrúar smitrakningarteymis almannavarna þurftu í dag að senda einstakling sem átti að vera í sóttkví heim úr líkamsræktarstöðinni Reebok fitness við Lambhaga í Reykjavík. Starfsmaður stöðvarinnar kannaðist við viðkomandi, taldi öruggt að hann ætti að vera í sóttkví og í kjölfarið var haft samband við almannavarnir. Jóhann K. Jóhannsson samskiptastjóri almannavarna segir í samtali við Vísi að um misskilning hafi verið að ræða. Einstaklingurinn hafi verið í sóttkví en jafnframt farið í sýnatöku fyrir kórónuveirunni, fengið neikvætt svar og talið að þar með væri sóttkvínni aflétt. Það sé þó ekki svo að neikvætt sýni úr sýnatöku bindi enda á sóttkví. Ágúst Ágústsson hjá Rebook fitness segir í svari við fyrirspurn fréttastofu að fyrirtækið hafi tekið málinu mjög alvarlega. Starfsmaður stöðvarinnar við Lambhaga hafi kannast við einstaklinginn og réttilega haldið að viðkomandi ætti að vera í sóttkví. Eftir ábendingu frá líkamsræktarstöðinni hringdi fulltrúi smitrakningateymisins í einstaklinginn, sem þá var enn í ræktinni, og hann hélt rakleiðis heim á leið. „Við höfðum strax samband við almannavarnadeild ríkislögreglustjóra til að fá leiðbeiningar um hvernig við ættum að snúa okkur í þessu máli. Samkvæmt ráðleggingum var farið í það að tæma og loka líkamsræktarstöðinni og loks hefja þar sótthreinsun,“ segir Ágúst. Eftir nánari eftirgrennslan almannavarna reyndist þó ekki þurfa að loka stöðinni. Líkt og áður segir fékk einstaklingurinn neikvæða niðurstöðu úr sýnatöku og því ekki talin nein smithætta af honum. Kórónuveirusmitum hefur fjölgað undanfarna daga hér á landi og samkvæmt tölum á Covid.is eru nú 187 í sóttkví. Sóttvarnalæknir skilar minnisblaði með tillögum að breytingum á takmörkunum vegna veirunnar til heilbrigðisráðherra í dag. Búist er við að hertar aðgerðir verði kynntar í kjölfarið.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Fleiri fréttir Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Sjá meira