Fundar með pólska sendiherranum vegna Istanbúlsamningsins Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 28. júlí 2020 19:00 Ákvörðun Pólverja um að segja sig frá samningi Evrópuráðsins um baráttu gegn kynbundnu ofbeldi fellur í grýttan jarðveg. Pólsk stjórnvöld hófust handa í dag við að segja sig frá Istanbúlsamningnum. Sendiherra Póllands á Íslandi hefur samþykkt að hitta formann Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins til að ræða málið. „Ástæðan fyrir því að ég óskaði eftir fundi með sendiherranum er einmitt til að tjá honum mínar áhyggjur sem formaður Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins um að ef af verður, ef pólska ríkisstjórnin lætur af því verða að segja sig frá þessum mikilvæga samningi mun það í raun og veru þýða hættur fyrir konur, börn, stúlkur og fjölskyldur í Póllandi,“ segir Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður og formaður Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins. Rósa Björk segir málið hafa vakið hörð viðbrögð á vettvangi Evrópuráðsþingsins og víðar. Fjöldi Pólverja hefur sömuleiðis mótmælt ákvörðuninni en dómsmálaráðherra landsins sagði hana byggða á því að samningurinn byggi á hugmyndafræði, meðal annars um félagslega mótun kyns, sem stangist á við hefðbundin pólsk gildi. Pólsk lög séu nóg til að vernda pólskar konur. „Það er verið að nota Istanbúlsamninginn, sem í raun og veru inniheldur gríðarlega öflug tæki til að berjast gegn kynbundnu ofbeldi, til að búa til einhvers konar misskilning um að samningurinn snúist um eitthvað annað en hann er. Þar er náttúrulega verið að róa undir og halda áfram á þessari braut sem pólsk stjórnvöld hafa verið á, að draga úr mannréttindum hinsegin fólks,“ segir Rósa Björk enn fremur. Utanríkismál Jafnréttismál Pólland Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Ákvörðun Pólverja um að segja sig frá samningi Evrópuráðsins um baráttu gegn kynbundnu ofbeldi fellur í grýttan jarðveg. Pólsk stjórnvöld hófust handa í dag við að segja sig frá Istanbúlsamningnum. Sendiherra Póllands á Íslandi hefur samþykkt að hitta formann Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins til að ræða málið. „Ástæðan fyrir því að ég óskaði eftir fundi með sendiherranum er einmitt til að tjá honum mínar áhyggjur sem formaður Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins um að ef af verður, ef pólska ríkisstjórnin lætur af því verða að segja sig frá þessum mikilvæga samningi mun það í raun og veru þýða hættur fyrir konur, börn, stúlkur og fjölskyldur í Póllandi,“ segir Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður og formaður Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins. Rósa Björk segir málið hafa vakið hörð viðbrögð á vettvangi Evrópuráðsþingsins og víðar. Fjöldi Pólverja hefur sömuleiðis mótmælt ákvörðuninni en dómsmálaráðherra landsins sagði hana byggða á því að samningurinn byggi á hugmyndafræði, meðal annars um félagslega mótun kyns, sem stangist á við hefðbundin pólsk gildi. Pólsk lög séu nóg til að vernda pólskar konur. „Það er verið að nota Istanbúlsamninginn, sem í raun og veru inniheldur gríðarlega öflug tæki til að berjast gegn kynbundnu ofbeldi, til að búa til einhvers konar misskilning um að samningurinn snúist um eitthvað annað en hann er. Þar er náttúrulega verið að róa undir og halda áfram á þessari braut sem pólsk stjórnvöld hafa verið á, að draga úr mannréttindum hinsegin fólks,“ segir Rósa Björk enn fremur.
Utanríkismál Jafnréttismál Pólland Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira