Ísland taki þátt í bóluefnisverkefni Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. júlí 2020 14:26 Þórólfur Guðnason greindi frá verkefninu á fundi dagsins. Vísir/vilhelm Íslensk stjórnvöld eru áhugasöm um að taka þátt í alþjóðlegu verkefni Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) um bóluefni við kórónuveirunni. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnarlæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag. Með því að lýsa áhuga á þátttöku í verkefninu, sem heitir COVAX, munu Íslendingar tryggja sér bóluefni þegar þar að kemur að sögn Þórólfs. Hann sagði ljóst að margir bóluefnaframleiðendur vinni nú að því að þróa og framleiða bóluefni gegn Covid-19. Það hafi vantað samhæfingu í þessa vinnu og þess vegna hafi WHO sett af stað umrætt verkefni. Ætlun þess sé að styðja við rannsóknir og framleiðslu á bóluefni, sem og að skapa samhæfingu um dreifingu á bóluefni þegar það er tilbúið. Það muni tryggja réttláta dreifingu milli landa. Níu framleiðendur hafa verið valdir til að taka þátt í þessu verkefni að sögn Þórólfs, þar af séu sex þegar með bóluefni í framleiðslu. Áttatíu ríki hafi í dag lýst yfir áhuga á þátttöku, þar af öll Norðurlöndin. Reiknað sé með að hver einstaklingur þurfi tvær bólusetningar og hver skammtur mun kosta um 35 dali. Því gæti það kostað um 700 milljónir að bólusetja 20 prósent af íslensku þjóðinni. Þórólfur tók þó fram að líklega verði ekki almennt framboð af bóluefni fyrr en á næsta ári. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Tengdar fréttir Breyta upplýsingagjöf eftir skimun Aðeins þau sem eru smituð við komuna til landsins munu fá tilkynningu frá almannavörnum. 23. júlí 2020 14:09 Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Fleiri fréttir Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Sjá meira
Íslensk stjórnvöld eru áhugasöm um að taka þátt í alþjóðlegu verkefni Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) um bóluefni við kórónuveirunni. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnarlæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag. Með því að lýsa áhuga á þátttöku í verkefninu, sem heitir COVAX, munu Íslendingar tryggja sér bóluefni þegar þar að kemur að sögn Þórólfs. Hann sagði ljóst að margir bóluefnaframleiðendur vinni nú að því að þróa og framleiða bóluefni gegn Covid-19. Það hafi vantað samhæfingu í þessa vinnu og þess vegna hafi WHO sett af stað umrætt verkefni. Ætlun þess sé að styðja við rannsóknir og framleiðslu á bóluefni, sem og að skapa samhæfingu um dreifingu á bóluefni þegar það er tilbúið. Það muni tryggja réttláta dreifingu milli landa. Níu framleiðendur hafa verið valdir til að taka þátt í þessu verkefni að sögn Þórólfs, þar af séu sex þegar með bóluefni í framleiðslu. Áttatíu ríki hafi í dag lýst yfir áhuga á þátttöku, þar af öll Norðurlöndin. Reiknað sé með að hver einstaklingur þurfi tvær bólusetningar og hver skammtur mun kosta um 35 dali. Því gæti það kostað um 700 milljónir að bólusetja 20 prósent af íslensku þjóðinni. Þórólfur tók þó fram að líklega verði ekki almennt framboð af bóluefni fyrr en á næsta ári.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Tengdar fréttir Breyta upplýsingagjöf eftir skimun Aðeins þau sem eru smituð við komuna til landsins munu fá tilkynningu frá almannavörnum. 23. júlí 2020 14:09 Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Fleiri fréttir Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Sjá meira
Breyta upplýsingagjöf eftir skimun Aðeins þau sem eru smituð við komuna til landsins munu fá tilkynningu frá almannavörnum. 23. júlí 2020 14:09