Isavia fengið 40 prósent af andvirði seldra farmiða í áætlunarakstri Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. júlí 2020 14:46 Bílastæði við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Vísir/vilhelm Samkeppniseftirlitið beinir þeim tilmælum til Isavia að „koma traustari umgjörð um skipulag og gjaldtöku“ á bílastæðum fyrir fólksflutninga til og frá Keflavíkurflugvelli. Eftirlitið telur óhætt að áætla að Isavia hafi fengið 40 prósent af andvirði allra selda farmiða í áætlunarakstri milli höfuðborgarsvæðsins og flugvallarins undanfarin tvö ár. Tilmæli Samkeppniseftirlitsins til Isavia eru í fimm liðum og kveða meðal annars á um að Isavia taki núverandi fyrirkomulag svokallaðra nær- og fjarstæða til endurskoðunar innan sex mánaða. Tilmælin eru sett fram vegna rannsóknar á gjaldtöku Isavia á rútustæðum við flugstöðina. Þar voru undir fyrrnefnd nærstæði, sem eru fyrir skipulagðan áætlunarakstur, og svo fjarstæði sem eru fyrir hópferðafyrirtæki sem sinna öðrum akstri. Rútufyrirtækið Allrahanda kvartaði undir fyrirkomulaginu og ákvað Samkeppniseftirlitið um mitt árið 2018 að stöðva gjaldtöku Isavia á fjarstæðum - „þar sem sennilegt var talið að hún fæli í sér misnotkun á markaðsráðandi stöðu,“ eins og það er orðað í yfirlýsingu eftirlitsins. „Í þessu sambandi skipti máli að Isavia nýtur einstakra yfirburða sem opinber rekstraraðili og nánast eini skipuleggjandi allrar aðstöðu fyrir fyrirtæki sem starfa á Keflavíkurflugvelli og innan flugstöðvarinnar. Taldi eftirlitið sennilegt að gjaldtakan fæli í sér of hátt verð eða okur auk þess sem hún mismunaði fólksflutningafyrirtækjum í sams konar viðskiptum og var hún því stöðvuð.“ Við höfuðstöðvar Isavia í Vatnsmýri.Vísir/Vilhelm Gunnarsson Áframhaldandi rannsókn Samkeppniseftirlitsins gaf ekki tilefni til frekari íhlutunar, að öðru leyti en að beina fimm tilmælum til Isavia. Þau fyrstu lúta að því að núverandi fyrirkomulag nær- og fjarstæða við Flugstöð Leifs Eiríkssonar verði tekið til endurskoðunar innan sex mánaða frá ákvörðuninni, sem dagsett er í dag. „Er æskilegt að Isavia líti til allra mögulegra markaða fyrir áætlunarog hópferðaakstur til og frá FLE og áhrifa væntanlegs útboðs og annarra ráðstafana Isavia á samkeppni á þeim mörkuðum,“ segir í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um þennan lið tilmælanna. Síðasta útboð gallað Sá næsti lýtur að því að næsta útboð á fólksflutningum til og frá Keflavíkurflugvelli verði útfært með þeim hætti að það tryggi hagkvæmni í fólksflutningum og stuðli ekki að hækkun fargjalda. Það sé mat Samkeppniseftirlitsins að framkvæmd síðasta útboðs vegna áætlunaraksturs til og frá nærstæðum flugvellinu árið 2017 hafi verið nokkrum annmörkum háð. „Fæst ekki annað séð en að tilgangur útboðsins hafi ekki verið sá að ná fram sem mestri hagkvæmni heldur einungis að tryggja Isavia sem hæstar tekjur af hverjum seldum farmiða,“ segir í ákvörðun eftirlitsins áður en útboðinu er lýst með eftirfarandi hætti: „Fyrirkomulagið var þannig að aðilar buðu að tiltekið hlutfall af tekjum (hverjum seldum farmiða) skildi renna sem þóknun til Isavia. Að lágmarki skyldi hlutfallið vera 20% og var niðurstaðan sú að Kynnisferðir buðu þóknun sem nam 41,2% af verði hvers selds farmiða og Hópbílar 33,33% en þessi fyrirtæki voru hlutskörpust í útboðinu.“ Miðað við hlutdeild umræddra fyrirtækja í áætlunarakstri segir Samkeppniseftirlitið að gera megi ráð fyrir því að Isavia hafi nú þegar fengið í sinn hlut um 40% af andvirði allra seldra farmiða í áætlunarakstri á milli Keflavíkurflugvallar og höfuðborgarsvæðisins frá 1. mars 2018 þegar gjaldtakan hófst. Tilmælin fimm Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins má nálgast hér, en tilmæli eftirlitsins til Isavia eru sem hér segir: Að núverandi fyrirkomulag nær- og fjarstæða við Flugstöð Leifs Eiríkssonar (FLE) verði tekið til endurskoðunar innan sex mánaða frá töku ákvörðunar þessarar og að aðferðafræði samkeppnismats verði beitt við þá skoðun. Að næsta útboð á fólksflutningum til og frá FLE verði útfært með þeim hætti að það tryggi hagkvæmni í fólksflutningum og stuðli ekki að hækkun fargjalda. Að mótaðar kostnaðarforsendur liggi til grundvallar gjaldtöku vegna þeirrar aðstöðu sem Isavia ohf. býður fólksflutningafyrirtækjum. Að við skipulagningu fólksflutninga til og frá FLE verði hugað að samspili mismunandi valkosta til þess að tryggja samkeppnislegt aðhald. Að Isavia grípi ekki til afturvirkrar gjaldtöku á fjarstæðum vegna tímabila sem liðið hafa áður en ákvörðun þessi er birt. Keflavíkurflugvöllur Samkeppnismál Samgöngur Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Samkeppniseftirlitið beinir þeim tilmælum til Isavia að „koma traustari umgjörð um skipulag og gjaldtöku“ á bílastæðum fyrir fólksflutninga til og frá Keflavíkurflugvelli. Eftirlitið telur óhætt að áætla að Isavia hafi fengið 40 prósent af andvirði allra selda farmiða í áætlunarakstri milli höfuðborgarsvæðsins og flugvallarins undanfarin tvö ár. Tilmæli Samkeppniseftirlitsins til Isavia eru í fimm liðum og kveða meðal annars á um að Isavia taki núverandi fyrirkomulag svokallaðra nær- og fjarstæða til endurskoðunar innan sex mánaða. Tilmælin eru sett fram vegna rannsóknar á gjaldtöku Isavia á rútustæðum við flugstöðina. Þar voru undir fyrrnefnd nærstæði, sem eru fyrir skipulagðan áætlunarakstur, og svo fjarstæði sem eru fyrir hópferðafyrirtæki sem sinna öðrum akstri. Rútufyrirtækið Allrahanda kvartaði undir fyrirkomulaginu og ákvað Samkeppniseftirlitið um mitt árið 2018 að stöðva gjaldtöku Isavia á fjarstæðum - „þar sem sennilegt var talið að hún fæli í sér misnotkun á markaðsráðandi stöðu,“ eins og það er orðað í yfirlýsingu eftirlitsins. „Í þessu sambandi skipti máli að Isavia nýtur einstakra yfirburða sem opinber rekstraraðili og nánast eini skipuleggjandi allrar aðstöðu fyrir fyrirtæki sem starfa á Keflavíkurflugvelli og innan flugstöðvarinnar. Taldi eftirlitið sennilegt að gjaldtakan fæli í sér of hátt verð eða okur auk þess sem hún mismunaði fólksflutningafyrirtækjum í sams konar viðskiptum og var hún því stöðvuð.“ Við höfuðstöðvar Isavia í Vatnsmýri.Vísir/Vilhelm Gunnarsson Áframhaldandi rannsókn Samkeppniseftirlitsins gaf ekki tilefni til frekari íhlutunar, að öðru leyti en að beina fimm tilmælum til Isavia. Þau fyrstu lúta að því að núverandi fyrirkomulag nær- og fjarstæða við Flugstöð Leifs Eiríkssonar verði tekið til endurskoðunar innan sex mánaða frá ákvörðuninni, sem dagsett er í dag. „Er æskilegt að Isavia líti til allra mögulegra markaða fyrir áætlunarog hópferðaakstur til og frá FLE og áhrifa væntanlegs útboðs og annarra ráðstafana Isavia á samkeppni á þeim mörkuðum,“ segir í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um þennan lið tilmælanna. Síðasta útboð gallað Sá næsti lýtur að því að næsta útboð á fólksflutningum til og frá Keflavíkurflugvelli verði útfært með þeim hætti að það tryggi hagkvæmni í fólksflutningum og stuðli ekki að hækkun fargjalda. Það sé mat Samkeppniseftirlitsins að framkvæmd síðasta útboðs vegna áætlunaraksturs til og frá nærstæðum flugvellinu árið 2017 hafi verið nokkrum annmörkum háð. „Fæst ekki annað séð en að tilgangur útboðsins hafi ekki verið sá að ná fram sem mestri hagkvæmni heldur einungis að tryggja Isavia sem hæstar tekjur af hverjum seldum farmiða,“ segir í ákvörðun eftirlitsins áður en útboðinu er lýst með eftirfarandi hætti: „Fyrirkomulagið var þannig að aðilar buðu að tiltekið hlutfall af tekjum (hverjum seldum farmiða) skildi renna sem þóknun til Isavia. Að lágmarki skyldi hlutfallið vera 20% og var niðurstaðan sú að Kynnisferðir buðu þóknun sem nam 41,2% af verði hvers selds farmiða og Hópbílar 33,33% en þessi fyrirtæki voru hlutskörpust í útboðinu.“ Miðað við hlutdeild umræddra fyrirtækja í áætlunarakstri segir Samkeppniseftirlitið að gera megi ráð fyrir því að Isavia hafi nú þegar fengið í sinn hlut um 40% af andvirði allra seldra farmiða í áætlunarakstri á milli Keflavíkurflugvallar og höfuðborgarsvæðisins frá 1. mars 2018 þegar gjaldtakan hófst. Tilmælin fimm Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins má nálgast hér, en tilmæli eftirlitsins til Isavia eru sem hér segir: Að núverandi fyrirkomulag nær- og fjarstæða við Flugstöð Leifs Eiríkssonar (FLE) verði tekið til endurskoðunar innan sex mánaða frá töku ákvörðunar þessarar og að aðferðafræði samkeppnismats verði beitt við þá skoðun. Að næsta útboð á fólksflutningum til og frá FLE verði útfært með þeim hætti að það tryggi hagkvæmni í fólksflutningum og stuðli ekki að hækkun fargjalda. Að mótaðar kostnaðarforsendur liggi til grundvallar gjaldtöku vegna þeirrar aðstöðu sem Isavia ohf. býður fólksflutningafyrirtækjum. Að við skipulagningu fólksflutninga til og frá FLE verði hugað að samspili mismunandi valkosta til þess að tryggja samkeppnislegt aðhald. Að Isavia grípi ekki til afturvirkrar gjaldtöku á fjarstæðum vegna tímabila sem liðið hafa áður en ákvörðun þessi er birt.
Keflavíkurflugvöllur Samkeppnismál Samgöngur Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira