„Sé ekki fyrir mér að kjaradeila við einstaka stéttir verði tilefni sérstakrar umfjöllunar í ríkisstjórn“ Birgir Olgeirsson skrifar 18. júlí 2020 18:30 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Vísir/Vilhelm Fjármálaráðherra sér ekki fyrir sér að kjaradeila flugfreyja verði tilefni til sérstakrar umfjöllunar í ríkisstjórn. Formaður velferðarnefndar segir ríkisstjórnina eiga að senda flugfélaginu þau skilaboð að hegðun félagsins í garð flugfreyja verði ekki liðin. Icelandair sleit í gær kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands og ætlar að semja við nýjan samningsaðila. Formaður Flugfreyjufélagsins gerir ráð fyrir að kjaradeilan endi á borði ríkisstjórnarinnar. Fjármálaráðherra segir þó að ríkisstjórnin hafi enga aðkomu að kjaraviðræðum Icelandair. Í skriflegu svari ráðherra til fréttastofu segir að ríkisstjórnin fylgist með framvindu fjárhagslegrar endurskipulagningar flugfélagsins en lengra nái það ekki. „Ríkisstjórnin hefur fylgst vel með framvindu vinnunnar við fjárhagslega endurskipulagningu Icelandair, en hefur enga aðkomu að samskiptum félagsins við kröfuhafa eða hluthafa og er ekki aðili að kjaraviðræðum félagsins. Það eru samningar á almennum markaði sem verða að hafa sinn gang. Ég sé ekki fyrir mér að kjaradeila við einstaka stéttir verði tilefni sérstakrar umfjöllunar í ríkisstjórn,“ segir í svari Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra. Mikið sé í húfi að samgöngur við landið verði öflugar í framtíðinni. Á þeim grundvelli hafi ríkisstjórnin veitt vilyrði um fyrirgreiðslu til félagsins, gangi fjárhagsleg endurskipulagning eftir. „Það er mikið í húfi fyrir samfélagið allt að samgöngur við landið verði öflugar í framtíðinni og það var á þeim grundvelli sem ríkisstjórnin veitti vilyrði um fyrirgreiðslu til félagsins, að því gefnu að áform um fjárhagslega endurskipulagningu gangi eftir. Það gerðum við í ljósi mikilvægis félagsins fyrir samgöngukerfi landsins og þeirra sérstöku aðstæðna sem skapast hafa. Við munum áfram fylgjast vel með.“ Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis, segir útspil Icelandair ömurlega aðför að verkalýðshreyfingunni. Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis. Vísir/Vilhelm „Og forstjóri Icelandair lét fylgja með að hann væri til í að gera samninga við hverja og eina flugfreyju til hliðar við félagið og kljúfa þannig samstöðuna. Þetta er gróf aðför að verkalýðshreyfingunni. Maður getur ímyndað sér hvernig þetta verður í framhaldinu. Það eru lausir samningar víða og verður þetta bara línan? Að stóri og sterki aðilinn á markaði sparki si svona í stéttarfélag og lætur eins og samstaðan skipti ekki máli,“ segir Helga Vala. Henni finnst skrýtið að heyra lítið frá ríkisstjórninni. „Ríkisstjórnin er með á sínu borði að veita umtalsverðan viðbótarstuðning við þetta einstaka félag. Þær aðgerðir sem við samþykktum á Alþingi í vor og ríkisstjórnin fór snerust meira og minna um að bjarga Icelandair, þessu stóra og mikilvæga félagi í íslensku samfélagi. Þá getur ríkisstjórnin auðvitað sent þessu félagi skýr skilaboð að svona kemur maður ekki fram við vinnandi stéttir í kjarabaráttu. Flugfreyjur hafa verið samningslausar í tvö ár og þetta er óboðleg framkoma. Mér finnst að ríkisstjórnin eigi að senda skýr skilaboð núna til Icelandair um að þetta sé ekki liðið, þessi framkoma, því að stuðningi við félagið er ekki lokið,“ segir Helga Vala. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Icelandair Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira
Fjármálaráðherra sér ekki fyrir sér að kjaradeila flugfreyja verði tilefni til sérstakrar umfjöllunar í ríkisstjórn. Formaður velferðarnefndar segir ríkisstjórnina eiga að senda flugfélaginu þau skilaboð að hegðun félagsins í garð flugfreyja verði ekki liðin. Icelandair sleit í gær kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands og ætlar að semja við nýjan samningsaðila. Formaður Flugfreyjufélagsins gerir ráð fyrir að kjaradeilan endi á borði ríkisstjórnarinnar. Fjármálaráðherra segir þó að ríkisstjórnin hafi enga aðkomu að kjaraviðræðum Icelandair. Í skriflegu svari ráðherra til fréttastofu segir að ríkisstjórnin fylgist með framvindu fjárhagslegrar endurskipulagningar flugfélagsins en lengra nái það ekki. „Ríkisstjórnin hefur fylgst vel með framvindu vinnunnar við fjárhagslega endurskipulagningu Icelandair, en hefur enga aðkomu að samskiptum félagsins við kröfuhafa eða hluthafa og er ekki aðili að kjaraviðræðum félagsins. Það eru samningar á almennum markaði sem verða að hafa sinn gang. Ég sé ekki fyrir mér að kjaradeila við einstaka stéttir verði tilefni sérstakrar umfjöllunar í ríkisstjórn,“ segir í svari Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra. Mikið sé í húfi að samgöngur við landið verði öflugar í framtíðinni. Á þeim grundvelli hafi ríkisstjórnin veitt vilyrði um fyrirgreiðslu til félagsins, gangi fjárhagsleg endurskipulagning eftir. „Það er mikið í húfi fyrir samfélagið allt að samgöngur við landið verði öflugar í framtíðinni og það var á þeim grundvelli sem ríkisstjórnin veitti vilyrði um fyrirgreiðslu til félagsins, að því gefnu að áform um fjárhagslega endurskipulagningu gangi eftir. Það gerðum við í ljósi mikilvægis félagsins fyrir samgöngukerfi landsins og þeirra sérstöku aðstæðna sem skapast hafa. Við munum áfram fylgjast vel með.“ Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis, segir útspil Icelandair ömurlega aðför að verkalýðshreyfingunni. Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis. Vísir/Vilhelm „Og forstjóri Icelandair lét fylgja með að hann væri til í að gera samninga við hverja og eina flugfreyju til hliðar við félagið og kljúfa þannig samstöðuna. Þetta er gróf aðför að verkalýðshreyfingunni. Maður getur ímyndað sér hvernig þetta verður í framhaldinu. Það eru lausir samningar víða og verður þetta bara línan? Að stóri og sterki aðilinn á markaði sparki si svona í stéttarfélag og lætur eins og samstaðan skipti ekki máli,“ segir Helga Vala. Henni finnst skrýtið að heyra lítið frá ríkisstjórninni. „Ríkisstjórnin er með á sínu borði að veita umtalsverðan viðbótarstuðning við þetta einstaka félag. Þær aðgerðir sem við samþykktum á Alþingi í vor og ríkisstjórnin fór snerust meira og minna um að bjarga Icelandair, þessu stóra og mikilvæga félagi í íslensku samfélagi. Þá getur ríkisstjórnin auðvitað sent þessu félagi skýr skilaboð að svona kemur maður ekki fram við vinnandi stéttir í kjarabaráttu. Flugfreyjur hafa verið samningslausar í tvö ár og þetta er óboðleg framkoma. Mér finnst að ríkisstjórnin eigi að senda skýr skilaboð núna til Icelandair um að þetta sé ekki liðið, þessi framkoma, því að stuðningi við félagið er ekki lokið,“ segir Helga Vala.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Icelandair Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira