Viðræðum slitið og öllum flugfreyjum sagt upp Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. júlí 2020 13:35 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Vísir/Arnar Icelandair hefur ákveðið að slíta kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands (FFÍ). Öllum flugfreyjum félagsins verður því sagt upp. Icelandair gerir ráð fyrir að hefja í kjölfarið viðræður við annan samningsaðila á íslenskum vinnumarkaði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair sem send var Kauphöll Íslands rétt í þessu. Kjaraviðræður Icelandair og Flugfreyjufélags Íslands hafa staðið yfir undanfarna mánuði. Samningur milli félaganna var undirritaður 25. júní en var kolfelldur í atkvæðagreiðslu FFÍ nú í júlí. Forsvarsmenn Icelandair hafa lagt áherslu á að samningar þurfi að nást við stéttarfélög starfsmanna fyrir hlutafjárútboð sem stefnt er að á næstu vikum. Þegar hefur verið samið við flugmenn og flugvirkja en í tilkynningu Icelandair segir að það sé mat félagsins að ekki verði lengra komist í viðræðum við Flugfreyjufélag Íslands. Þeim hafi því verið slitið og öllum flugfreyjum sem starfa hjá félaginu sagt upp. „Flugmenn félagsins munu frá og með mánudeginum 20. júlí starfa tímabundið sem öryggisliðar um borð. Þjónustustig um borð í vélum Icelandair mun áfram taka mið af þeim ráðstöfunum sem gerðar hafa verið vegna COVID-19 og verður því í lágmarki,“ segir í tilkynningu. Þá gerir Icelandair ráð fyrir að hefja viðræður við „annan samningsaðila á hinum íslenska vinnumarkaði um framtíðarkjör öryggis- og þjónustuliða hjá félaginu,“ líkt og það er orðað í tilkynningu. Haft er eftir Boga Nils Bogasyni forstjóra Icelandair í tilkynningu að allt kapp hafi verið lagt á að ná samningum við Flugfreyjufélagið. Fjölmörg tilboð hafi verið lögð fram sem öllum hafi verið hafnað. Gengið hafi verið eins langt og mögulegt var með undirrituðum kjarasamningi sem svo var felldur. Bogi segir að sá samningur „hefði tryggt ein bestu kjör fyrir störf flugfreyja og flugþjóna sem þekkjast á alþjóðamarkaði.“ „Tíminn er á þrotum og við neyðumst til að leita annarra leiða. Þessi ákvörðun er mér afar þungbær en nauðsynleg þar sem ljóst er að samtalið milli félaganna tveggja fer ekki lengra. Það hvílir mikil ábyrgð á okkur sem stjórnum félaginu að tryggja rekstur þess til framtíðar og því miður sjáum við ekki annan kost í stöðunni en að fara þessa leið. Það er sárt að vera í þessari stöðu gagnvart afburðasamstarfsfólki sem hefur staðið vaktina með félaginu til fjölda ára, svo eftir hefur verið tekið,“ segir Bogi. Greint var frá því í gær að Icelandair hefði endurráðið 139 flugmenn af þeim 421 sem sagt var upp í lok apríl. Alls sagði Icelandair upp um 2000 starfsmönnum í lok apríl til að bregðast við þeirri stöðu sem félagið stóð frammi fyrir vegna faraldurs kórónuveiru. Fréttin hefur verið uppfærð. Icelandair Kjaramál Fréttir af flugi Tengdar fréttir Icelandair endurræður 114 flugmenn af 421 Af þeim 421 flugmanni sem Icelandair sagði upp í lok apríl munu 139 starfa hjá fyrirtækinu um næstu mánaðamót. 16. júlí 2020 13:42 Segjast hafa breytt orðalagi að beiðni FFÍ fyrir undirritun Icelandair segist hafa orðið við beiðni Flugfreyjufélags Íslands um breytingu á orðalagi áður en kjarasamningur milli félaganna var undirritaður 15. júlí 2020 14:32 Fundi FFÍ og Icelandair lokið án samnings Fundi samninganefnda Icelandair og Flugfreyjufélags Íslands lauk á sjötta tímanum í dag án samnings. 14. júlí 2020 18:01 Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Icelandair hefur ákveðið að slíta kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands (FFÍ). Öllum flugfreyjum félagsins verður því sagt upp. Icelandair gerir ráð fyrir að hefja í kjölfarið viðræður við annan samningsaðila á íslenskum vinnumarkaði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair sem send var Kauphöll Íslands rétt í þessu. Kjaraviðræður Icelandair og Flugfreyjufélags Íslands hafa staðið yfir undanfarna mánuði. Samningur milli félaganna var undirritaður 25. júní en var kolfelldur í atkvæðagreiðslu FFÍ nú í júlí. Forsvarsmenn Icelandair hafa lagt áherslu á að samningar þurfi að nást við stéttarfélög starfsmanna fyrir hlutafjárútboð sem stefnt er að á næstu vikum. Þegar hefur verið samið við flugmenn og flugvirkja en í tilkynningu Icelandair segir að það sé mat félagsins að ekki verði lengra komist í viðræðum við Flugfreyjufélag Íslands. Þeim hafi því verið slitið og öllum flugfreyjum sem starfa hjá félaginu sagt upp. „Flugmenn félagsins munu frá og með mánudeginum 20. júlí starfa tímabundið sem öryggisliðar um borð. Þjónustustig um borð í vélum Icelandair mun áfram taka mið af þeim ráðstöfunum sem gerðar hafa verið vegna COVID-19 og verður því í lágmarki,“ segir í tilkynningu. Þá gerir Icelandair ráð fyrir að hefja viðræður við „annan samningsaðila á hinum íslenska vinnumarkaði um framtíðarkjör öryggis- og þjónustuliða hjá félaginu,“ líkt og það er orðað í tilkynningu. Haft er eftir Boga Nils Bogasyni forstjóra Icelandair í tilkynningu að allt kapp hafi verið lagt á að ná samningum við Flugfreyjufélagið. Fjölmörg tilboð hafi verið lögð fram sem öllum hafi verið hafnað. Gengið hafi verið eins langt og mögulegt var með undirrituðum kjarasamningi sem svo var felldur. Bogi segir að sá samningur „hefði tryggt ein bestu kjör fyrir störf flugfreyja og flugþjóna sem þekkjast á alþjóðamarkaði.“ „Tíminn er á þrotum og við neyðumst til að leita annarra leiða. Þessi ákvörðun er mér afar þungbær en nauðsynleg þar sem ljóst er að samtalið milli félaganna tveggja fer ekki lengra. Það hvílir mikil ábyrgð á okkur sem stjórnum félaginu að tryggja rekstur þess til framtíðar og því miður sjáum við ekki annan kost í stöðunni en að fara þessa leið. Það er sárt að vera í þessari stöðu gagnvart afburðasamstarfsfólki sem hefur staðið vaktina með félaginu til fjölda ára, svo eftir hefur verið tekið,“ segir Bogi. Greint var frá því í gær að Icelandair hefði endurráðið 139 flugmenn af þeim 421 sem sagt var upp í lok apríl. Alls sagði Icelandair upp um 2000 starfsmönnum í lok apríl til að bregðast við þeirri stöðu sem félagið stóð frammi fyrir vegna faraldurs kórónuveiru. Fréttin hefur verið uppfærð.
Icelandair Kjaramál Fréttir af flugi Tengdar fréttir Icelandair endurræður 114 flugmenn af 421 Af þeim 421 flugmanni sem Icelandair sagði upp í lok apríl munu 139 starfa hjá fyrirtækinu um næstu mánaðamót. 16. júlí 2020 13:42 Segjast hafa breytt orðalagi að beiðni FFÍ fyrir undirritun Icelandair segist hafa orðið við beiðni Flugfreyjufélags Íslands um breytingu á orðalagi áður en kjarasamningur milli félaganna var undirritaður 15. júlí 2020 14:32 Fundi FFÍ og Icelandair lokið án samnings Fundi samninganefnda Icelandair og Flugfreyjufélags Íslands lauk á sjötta tímanum í dag án samnings. 14. júlí 2020 18:01 Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Icelandair endurræður 114 flugmenn af 421 Af þeim 421 flugmanni sem Icelandair sagði upp í lok apríl munu 139 starfa hjá fyrirtækinu um næstu mánaðamót. 16. júlí 2020 13:42
Segjast hafa breytt orðalagi að beiðni FFÍ fyrir undirritun Icelandair segist hafa orðið við beiðni Flugfreyjufélags Íslands um breytingu á orðalagi áður en kjarasamningur milli félaganna var undirritaður 15. júlí 2020 14:32
Fundi FFÍ og Icelandair lokið án samnings Fundi samninganefnda Icelandair og Flugfreyjufélags Íslands lauk á sjötta tímanum í dag án samnings. 14. júlí 2020 18:01