Faxaflóahafnir verða af hundruðum milljóna króna Heimir Már Pétursson skrifar 9. júlí 2020 19:20 Faxaflóahafnir verða af hundruðum milljóna króna á þessu ári vegna þess að farþegaskip eru nánast alveg hætt að koma til Íslands. Bókanir fyrir næsta ár líta vel út en það er þó sýnd veiði en ekki gefin. Ævintýraleg fjölgun hefur verið á komum farþegaskipa til Faxaflóahafna á undanförnum árum. En nú er sagan önnur. Það er nánast ekkert um að vera í þeim efnum við Sunahöfn. Aðeins eitt farþegaskip hefur komið til Faxaflóahafna í sumar og von er á öðru á laugardag. Gunnar Tryggvason aðstoðar hafnarstjóri Faxaflóahafna segir aðí fyrra hafi 190 farþegaskip komið til Faxaflóahafna meðvel rúmlega tvö hundruðþúsund farþega. Frá síðasta vori og fram á næsta haust hafi verið búist viðtæplega tvö hundruð skipum. Gunnar Tryggvason aðstoðarhafnarstjóri Faxaflóahafna segir tekjur hafnanna af farþegaskipum verða um 15 prósent af heildartekjum þeirra.Vísir/Frikki „Það er bara eitt af þeim komið og núna eigum við von á næsta á laugardaginn," segir Gunnar. Hafið þið einhverja hugmynd um hvað mörg skip eiga eftir að koma það sem eftir lifir sumars og fram á haust? "Nei. Við gerum ráðfyrir að þaðverði bara örfáskip í viðbót. Það eru þessi leiðangursskip svo kölluð. Litlu skipin sem koma þá með farþegana í gegnum Keflavíkurflugvöll og fara um borð hér,“ segir Gunnar. Erfitt sé að spá fyrir um fjölda skipa framundan því þau afbóki yfirleitt komu sína með skömmum fyrirvara. Heildartekjur Faxaflóahafna eru um 4,2 milljarðar króna og þar af voru tekjurnar af farþegaskipunum tæp fimmtán prósent. Rúmlega tvöhundruð þúsund farþegar komu með 190 farþegaskipum til Faxaflóahafna í fyrra. Á þessu ári hefur aðeins eitt skip komið.Vísir/Vilhelm „Það eru um sexhundruð milljónir sem við verðum af. Við spörum auðvitað einhvern kostnað á móti. En þetta er framlegðarhár bransi og þar af leiðandi erum við að tapa stórum hluta af þessum peningum,“ segir Gunnar. Svipaða sögu er að segja frá höfnum á Akureyri og Ísafirði. Farþegaflutningar með Norrænu til Seyðisfjarðar eru hins vegar að taka við sér og komu 750 manns með ferjunni þangað í dag. Þrátt fyrir þetta bakslag verður ekki horfið frá fjárfrekum áætlunum um rafvæðingu Faxaflóahafna til aðdraga úr mengun. „Annars vegar er fyrsti fasinn í tengingu gámaskipa. Hann er á fullu og vonandi verður hann tilbúinn fyrir vorið. En varðandi fyrsta skemmtiferðaskipið erum viðað tala um 2022 eða 2023,“segir Gunnar Tryggvason. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Fleiri fréttir Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Sjá meira
Faxaflóahafnir verða af hundruðum milljóna króna á þessu ári vegna þess að farþegaskip eru nánast alveg hætt að koma til Íslands. Bókanir fyrir næsta ár líta vel út en það er þó sýnd veiði en ekki gefin. Ævintýraleg fjölgun hefur verið á komum farþegaskipa til Faxaflóahafna á undanförnum árum. En nú er sagan önnur. Það er nánast ekkert um að vera í þeim efnum við Sunahöfn. Aðeins eitt farþegaskip hefur komið til Faxaflóahafna í sumar og von er á öðru á laugardag. Gunnar Tryggvason aðstoðar hafnarstjóri Faxaflóahafna segir aðí fyrra hafi 190 farþegaskip komið til Faxaflóahafna meðvel rúmlega tvö hundruðþúsund farþega. Frá síðasta vori og fram á næsta haust hafi verið búist viðtæplega tvö hundruð skipum. Gunnar Tryggvason aðstoðarhafnarstjóri Faxaflóahafna segir tekjur hafnanna af farþegaskipum verða um 15 prósent af heildartekjum þeirra.Vísir/Frikki „Það er bara eitt af þeim komið og núna eigum við von á næsta á laugardaginn," segir Gunnar. Hafið þið einhverja hugmynd um hvað mörg skip eiga eftir að koma það sem eftir lifir sumars og fram á haust? "Nei. Við gerum ráðfyrir að þaðverði bara örfáskip í viðbót. Það eru þessi leiðangursskip svo kölluð. Litlu skipin sem koma þá með farþegana í gegnum Keflavíkurflugvöll og fara um borð hér,“ segir Gunnar. Erfitt sé að spá fyrir um fjölda skipa framundan því þau afbóki yfirleitt komu sína með skömmum fyrirvara. Heildartekjur Faxaflóahafna eru um 4,2 milljarðar króna og þar af voru tekjurnar af farþegaskipunum tæp fimmtán prósent. Rúmlega tvöhundruð þúsund farþegar komu með 190 farþegaskipum til Faxaflóahafna í fyrra. Á þessu ári hefur aðeins eitt skip komið.Vísir/Vilhelm „Það eru um sexhundruð milljónir sem við verðum af. Við spörum auðvitað einhvern kostnað á móti. En þetta er framlegðarhár bransi og þar af leiðandi erum við að tapa stórum hluta af þessum peningum,“ segir Gunnar. Svipaða sögu er að segja frá höfnum á Akureyri og Ísafirði. Farþegaflutningar með Norrænu til Seyðisfjarðar eru hins vegar að taka við sér og komu 750 manns með ferjunni þangað í dag. Þrátt fyrir þetta bakslag verður ekki horfið frá fjárfrekum áætlunum um rafvæðingu Faxaflóahafna til aðdraga úr mengun. „Annars vegar er fyrsti fasinn í tengingu gámaskipa. Hann er á fullu og vonandi verður hann tilbúinn fyrir vorið. En varðandi fyrsta skemmtiferðaskipið erum viðað tala um 2022 eða 2023,“segir Gunnar Tryggvason.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Fleiri fréttir Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Sjá meira