Ekki forsvaranlegt að leggja allan kostnað á ferðamenn Sylvía Hall skrifar 9. júlí 2020 15:37 Páll Þórhallsson og Þórólfur Guðnason á upplýsingafundi í dag. Lögreglan Páll Þórhallsson, skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu, segir kostnaðaráætlun heilbrigðisráðuneytisins gera ráð fyrir að heildarútgjöld vegna skimana á landamærum séu 2,5 milljarðar. Miðað var við að skimunin stæði í hundrað daga og að tvö þúsund sýni yrðu tekin á dag. Kostnaðaráætlunin var til viðmiðunar þegar tekin var ákvörðun á því gjaldi sem ferðamenn þurfa að greiða fyrir skimun. Gjaldtakan átti að skila tveimur milljörðum ef miðað væri við tvö þúsund farþega á dag í hundrað daga sem greiddu um tíu þúsund krónur fyrir skimun. Á upplýsingafundi Almannavarna í dag sagði Páll að ástæðu þess að tekjuhliðin væri hálfum milljarði lægri en kostnaðarhliðin vera að ekki þótti forsvaranlegt að leggja allan fjárfestingarkostnað á ferðamenn sem koma hingað til lands. Í kostnaðarmatinu væri gert ráð fyrir kaupum á búnaði og öðrum innviðum sem mun nýtast lengur en skimun stendur yfir. Þá nefndi hann að einhver ávinningur fylgdi því að fá ferðamenn inn í landið á ný, til að mynda gjaldeyristekjur og fjölgun starfa í ferðaþjónustunni. Allt óvissu háð Tekjur vegna greiðsluþátttöku ferðamanna eiga að mæta útgjöldum ríkisins vegna launa starfsmanna sem sinna sýnatökum, búnaðar sem notaður er við skimanir, flutningskostnaðar, tölvubúnaðar og hugbúnaðarvinnu. Þá er einnig tekinn inn í matið kostnaður við greininguna sjálfa. Páll segir kostnaðaráætlunina vera viðmið en allt sé óvissu háð í þessum efnum og það komi sífellt betur í ljós. Hann gerir því ráð fyrir því að útreikningarnir verði endurskoðaðir fljótlega. Tekjurnar munu svo allar greiðast inn á reikning Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins sem mun sjá um að útdeila þeim milli þeirra stofnana og aðila sem koma að verkefninu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Rifrildi og þras um það sem hefði getað orðið Þras og rifrildi um það sem hefði getað orðiðÞórólfur Guðnason segir óvíst hvað hefði orðið ef ekki hefði verið ákveðið að skima við landamærin. 9. júlí 2020 15:12 Ýmislegt til í gagnrýni lækna en annað beinlínis rangt að mati Þórólfs Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir beindi sjónum sínum að gagnrýni ýmissa lækna á upplýsingafundi Almannavarna í dag. 9. júlí 2020 14:17 Svona var 84. upplýsingafundurinn Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn í dag klukkan 14:00 í húsakynnum landlæknisembættisins að Katrínartúni 2. 9. júlí 2020 13:46 Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Fleiri fréttir Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Sjá meira
Páll Þórhallsson, skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu, segir kostnaðaráætlun heilbrigðisráðuneytisins gera ráð fyrir að heildarútgjöld vegna skimana á landamærum séu 2,5 milljarðar. Miðað var við að skimunin stæði í hundrað daga og að tvö þúsund sýni yrðu tekin á dag. Kostnaðaráætlunin var til viðmiðunar þegar tekin var ákvörðun á því gjaldi sem ferðamenn þurfa að greiða fyrir skimun. Gjaldtakan átti að skila tveimur milljörðum ef miðað væri við tvö þúsund farþega á dag í hundrað daga sem greiddu um tíu þúsund krónur fyrir skimun. Á upplýsingafundi Almannavarna í dag sagði Páll að ástæðu þess að tekjuhliðin væri hálfum milljarði lægri en kostnaðarhliðin vera að ekki þótti forsvaranlegt að leggja allan fjárfestingarkostnað á ferðamenn sem koma hingað til lands. Í kostnaðarmatinu væri gert ráð fyrir kaupum á búnaði og öðrum innviðum sem mun nýtast lengur en skimun stendur yfir. Þá nefndi hann að einhver ávinningur fylgdi því að fá ferðamenn inn í landið á ný, til að mynda gjaldeyristekjur og fjölgun starfa í ferðaþjónustunni. Allt óvissu háð Tekjur vegna greiðsluþátttöku ferðamanna eiga að mæta útgjöldum ríkisins vegna launa starfsmanna sem sinna sýnatökum, búnaðar sem notaður er við skimanir, flutningskostnaðar, tölvubúnaðar og hugbúnaðarvinnu. Þá er einnig tekinn inn í matið kostnaður við greininguna sjálfa. Páll segir kostnaðaráætlunina vera viðmið en allt sé óvissu háð í þessum efnum og það komi sífellt betur í ljós. Hann gerir því ráð fyrir því að útreikningarnir verði endurskoðaðir fljótlega. Tekjurnar munu svo allar greiðast inn á reikning Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins sem mun sjá um að útdeila þeim milli þeirra stofnana og aðila sem koma að verkefninu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Rifrildi og þras um það sem hefði getað orðið Þras og rifrildi um það sem hefði getað orðiðÞórólfur Guðnason segir óvíst hvað hefði orðið ef ekki hefði verið ákveðið að skima við landamærin. 9. júlí 2020 15:12 Ýmislegt til í gagnrýni lækna en annað beinlínis rangt að mati Þórólfs Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir beindi sjónum sínum að gagnrýni ýmissa lækna á upplýsingafundi Almannavarna í dag. 9. júlí 2020 14:17 Svona var 84. upplýsingafundurinn Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn í dag klukkan 14:00 í húsakynnum landlæknisembættisins að Katrínartúni 2. 9. júlí 2020 13:46 Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Fleiri fréttir Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Sjá meira
Rifrildi og þras um það sem hefði getað orðið Þras og rifrildi um það sem hefði getað orðiðÞórólfur Guðnason segir óvíst hvað hefði orðið ef ekki hefði verið ákveðið að skima við landamærin. 9. júlí 2020 15:12
Ýmislegt til í gagnrýni lækna en annað beinlínis rangt að mati Þórólfs Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir beindi sjónum sínum að gagnrýni ýmissa lækna á upplýsingafundi Almannavarna í dag. 9. júlí 2020 14:17
Svona var 84. upplýsingafundurinn Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn í dag klukkan 14:00 í húsakynnum landlæknisembættisins að Katrínartúni 2. 9. júlí 2020 13:46