Vestfjarðavegur um Vatnsfjörð verði með lægri umferðarhraða Kristján Már Unnarsson skrifar 8. júlí 2020 21:59 Við Flókalund hefur Vegagerðin kynnt tillögur um að færa Vestfjarðaveg suður fyrir ána Pennu og láta hann liggja þvert yfir Vatnsfjörð til að mæta kröfum um umferðaröryggi miðað við 90 km hraða á klst. Skipulagsstofnun vill halda núverandi veglínu en hanna veginn miðað við lækkaðan hámarkshraða, Grafík/Vegagerðin. Skipulagsstofnun mælist til að Vestfjarðavegur um friðlandið í Vatnsfirði verði hannaður miðað við lækkaðan umferðarhraða og telur að gerð þjóðvegar fyrir 90 kílómetra hraða á klukkustund muni rýra verndargildi svæðisins. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Menn spyrja sig núna hvort ný Teigsskógardeila gæti verið í uppsiglingu þegar kemur að lagningu nýs vegar um Vatnsfjörð framhjá Flókalundi og upp með ánni Pennu vegna vegagerðar um Dynjandisheiði. Frá Vestfjarðavegi við Flókalund. Þaðan liggur leiðin upp á Dynjandisheiði um Penningsdal.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Miðað við álit Skipulagsstofnunar á umhverfismati telja menn, sem málinu eru kunnugir og fréttastofan hefur rætt við, að þokkaleg sátt gæti þó náðst um stærsta hluta verksins, sem er vegstæðið yfir sjálfa heiðina. Hins vegar stefnir í deilur um hvernig vegurinn verði lagður um Dynjandisvog. Þar voru tvær veglínur metnar og eru Ísafjarðarbær og Umhverfisstofnun á öndverðum meiði um hvora þeirra eigi að velja en Skipulagsstofnun gerir ekki upp á milli þeirra. Ísafjarðarbær vill að veglínan um Dynjandisvog liggi upp í hlíðina, eins og hér er sýnt. Umhverfisstofnun vill að vegurinn liggi neðan klettabeltisins, ofan við fjöruna, og fari þannig nær fossinum Dynjanda.Grafík/Vegagerðin. Mestu átökin gætu orðið um hvaða leið eigi að velja um friðlandið í Vatnsfirði. Þar telur Vegagerðin illmögulegt að mæta kröfum um umferðaröryggi með því að halda núverandi vegstæði, einkum vegna þrengsla í kringum Hótel Flókalund. Hefur Vegagerðin kynnt þá valkosti að færa veginn suður fyrir ána Pennu og einnig að þvera Vatnsfjörð. Vegagerðin telur þrengsli við Flókalund gera það að verkum að illmögulegt sé að leggja þar öruggan veg ásamt gatnamótum miðað við nútímakröfur. Skipulagsstofnun vill leysa málið með því að hanna veg með lægri umferðarhraða .Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Skipulagsstofnun mælir eindregið gegn þverun Vatnsfjarðar og tekur þar afstöðu með Umhverfisstofnun. Hún bendir á að verði slík áform að veruleika sé ljóst að meirihluta fjarða frá Gilsfirði að Vatnsfirði hafi verið raskað með þverunum eða vegagerð á fyllingum fyrir botni fjarða. Stofnunin vill þess í stað að núverandi vegstæði verði fylgt, bæði fyrir Vatnsfjörð og einnig framhjá Flókalundi, og að kröfum um umferðaröryggi verði mætt með því að hanna veginn fyrir lækkaðan hámarkshraða. Er vísað til fordæmis frá Þingvallavegi um Gjábakka. Frá vegagerð um Litlanes í Kjálkafirði árið 2014. Þar vildi Skipulagsstofnun leggja veg með lægri umferðarhraða sem hefði gefið færi á krappari beygjum og minna raski á umhverfinu. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Skipulagsstofnun leggur til að kafli Vestfjarðavegar verði hannaður miðað við lægri hraða. Það gerðist einnig fyrir níu árum í vegagerð um Kjálkafjörð en þá vildi stofnunin lægri hraða á kafla um Litlanes til að draga úr raski sem fylgdi auknum öryggiskröfum sem meiri hraði kallar á. Sjónarmið Skipulagsstofnunar urðu þá undir og var vegurinn um Litlanes lagður miðað við 90 kílómetra leyfilegan hraða á klukkustund. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Samgöngur Umferðaröryggi Umhverfismál Skipulag Ísafjarðarbær Vesturbyggð Teigsskógur Dýrafjarðargöng Tengdar fréttir Vara við áhrifum á umhverfi vegna nýs vegar um Dynjandisheiði Skipulagsstofnun mælir ekki með því að brú verði reist yfir Vatnsfjörð en til stendur að hefja þar vegaframkvæmdir sem hluta af því að leggja heilsársveg um Dynjandisheiði. 7. júlí 2020 17:27 Svona gæti nýr vegur um Dynjandisheiði litið út Vegagerðin hefur lagt fram frummatsskýrslu um mat á umhverfisáhrifum Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði. Vegagerð við fossinn Dynjanda og um friðlandið í Vatnsfirði eru taldir viðkvæmustu þættir verksins. 7. janúar 2020 12:00 Samþykkja ekki þjóðgarð við Dynjanda nema búið sé að tryggja veg og raforku Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hefur einróma ákveðið að fresta um óákveðinn tíma að afgreiða tillögu um að landsvæði í kringum fossinn Dynjanda verði friðlýst sem þjóðgarður. Bæjarfulltrúar vilja fyrst fá vegagerð og raforkuöryggi á Vestfjörðum. 8. júní 2020 23:06 Göng á Dynjandisheiði og þverun Vatnsfjarðar hluti umhverfismats Stutt jarðgöng efst á Dynjandisheiði og þverun Vatnsfjarðar á móts við Flókalund eru meðal valkosta sem Vegagerðin hefur kynnt vegna endurnýjunar Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði. 7. janúar 2020 22:30 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Skipulagsstofnun mælist til að Vestfjarðavegur um friðlandið í Vatnsfirði verði hannaður miðað við lækkaðan umferðarhraða og telur að gerð þjóðvegar fyrir 90 kílómetra hraða á klukkustund muni rýra verndargildi svæðisins. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Menn spyrja sig núna hvort ný Teigsskógardeila gæti verið í uppsiglingu þegar kemur að lagningu nýs vegar um Vatnsfjörð framhjá Flókalundi og upp með ánni Pennu vegna vegagerðar um Dynjandisheiði. Frá Vestfjarðavegi við Flókalund. Þaðan liggur leiðin upp á Dynjandisheiði um Penningsdal.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Miðað við álit Skipulagsstofnunar á umhverfismati telja menn, sem málinu eru kunnugir og fréttastofan hefur rætt við, að þokkaleg sátt gæti þó náðst um stærsta hluta verksins, sem er vegstæðið yfir sjálfa heiðina. Hins vegar stefnir í deilur um hvernig vegurinn verði lagður um Dynjandisvog. Þar voru tvær veglínur metnar og eru Ísafjarðarbær og Umhverfisstofnun á öndverðum meiði um hvora þeirra eigi að velja en Skipulagsstofnun gerir ekki upp á milli þeirra. Ísafjarðarbær vill að veglínan um Dynjandisvog liggi upp í hlíðina, eins og hér er sýnt. Umhverfisstofnun vill að vegurinn liggi neðan klettabeltisins, ofan við fjöruna, og fari þannig nær fossinum Dynjanda.Grafík/Vegagerðin. Mestu átökin gætu orðið um hvaða leið eigi að velja um friðlandið í Vatnsfirði. Þar telur Vegagerðin illmögulegt að mæta kröfum um umferðaröryggi með því að halda núverandi vegstæði, einkum vegna þrengsla í kringum Hótel Flókalund. Hefur Vegagerðin kynnt þá valkosti að færa veginn suður fyrir ána Pennu og einnig að þvera Vatnsfjörð. Vegagerðin telur þrengsli við Flókalund gera það að verkum að illmögulegt sé að leggja þar öruggan veg ásamt gatnamótum miðað við nútímakröfur. Skipulagsstofnun vill leysa málið með því að hanna veg með lægri umferðarhraða .Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Skipulagsstofnun mælir eindregið gegn þverun Vatnsfjarðar og tekur þar afstöðu með Umhverfisstofnun. Hún bendir á að verði slík áform að veruleika sé ljóst að meirihluta fjarða frá Gilsfirði að Vatnsfirði hafi verið raskað með þverunum eða vegagerð á fyllingum fyrir botni fjarða. Stofnunin vill þess í stað að núverandi vegstæði verði fylgt, bæði fyrir Vatnsfjörð og einnig framhjá Flókalundi, og að kröfum um umferðaröryggi verði mætt með því að hanna veginn fyrir lækkaðan hámarkshraða. Er vísað til fordæmis frá Þingvallavegi um Gjábakka. Frá vegagerð um Litlanes í Kjálkafirði árið 2014. Þar vildi Skipulagsstofnun leggja veg með lægri umferðarhraða sem hefði gefið færi á krappari beygjum og minna raski á umhverfinu. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Skipulagsstofnun leggur til að kafli Vestfjarðavegar verði hannaður miðað við lægri hraða. Það gerðist einnig fyrir níu árum í vegagerð um Kjálkafjörð en þá vildi stofnunin lægri hraða á kafla um Litlanes til að draga úr raski sem fylgdi auknum öryggiskröfum sem meiri hraði kallar á. Sjónarmið Skipulagsstofnunar urðu þá undir og var vegurinn um Litlanes lagður miðað við 90 kílómetra leyfilegan hraða á klukkustund. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Samgöngur Umferðaröryggi Umhverfismál Skipulag Ísafjarðarbær Vesturbyggð Teigsskógur Dýrafjarðargöng Tengdar fréttir Vara við áhrifum á umhverfi vegna nýs vegar um Dynjandisheiði Skipulagsstofnun mælir ekki með því að brú verði reist yfir Vatnsfjörð en til stendur að hefja þar vegaframkvæmdir sem hluta af því að leggja heilsársveg um Dynjandisheiði. 7. júlí 2020 17:27 Svona gæti nýr vegur um Dynjandisheiði litið út Vegagerðin hefur lagt fram frummatsskýrslu um mat á umhverfisáhrifum Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði. Vegagerð við fossinn Dynjanda og um friðlandið í Vatnsfirði eru taldir viðkvæmustu þættir verksins. 7. janúar 2020 12:00 Samþykkja ekki þjóðgarð við Dynjanda nema búið sé að tryggja veg og raforku Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hefur einróma ákveðið að fresta um óákveðinn tíma að afgreiða tillögu um að landsvæði í kringum fossinn Dynjanda verði friðlýst sem þjóðgarður. Bæjarfulltrúar vilja fyrst fá vegagerð og raforkuöryggi á Vestfjörðum. 8. júní 2020 23:06 Göng á Dynjandisheiði og þverun Vatnsfjarðar hluti umhverfismats Stutt jarðgöng efst á Dynjandisheiði og þverun Vatnsfjarðar á móts við Flókalund eru meðal valkosta sem Vegagerðin hefur kynnt vegna endurnýjunar Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði. 7. janúar 2020 22:30 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Vara við áhrifum á umhverfi vegna nýs vegar um Dynjandisheiði Skipulagsstofnun mælir ekki með því að brú verði reist yfir Vatnsfjörð en til stendur að hefja þar vegaframkvæmdir sem hluta af því að leggja heilsársveg um Dynjandisheiði. 7. júlí 2020 17:27
Svona gæti nýr vegur um Dynjandisheiði litið út Vegagerðin hefur lagt fram frummatsskýrslu um mat á umhverfisáhrifum Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði. Vegagerð við fossinn Dynjanda og um friðlandið í Vatnsfirði eru taldir viðkvæmustu þættir verksins. 7. janúar 2020 12:00
Samþykkja ekki þjóðgarð við Dynjanda nema búið sé að tryggja veg og raforku Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hefur einróma ákveðið að fresta um óákveðinn tíma að afgreiða tillögu um að landsvæði í kringum fossinn Dynjanda verði friðlýst sem þjóðgarður. Bæjarfulltrúar vilja fyrst fá vegagerð og raforkuöryggi á Vestfjörðum. 8. júní 2020 23:06
Göng á Dynjandisheiði og þverun Vatnsfjarðar hluti umhverfismats Stutt jarðgöng efst á Dynjandisheiði og þverun Vatnsfjarðar á móts við Flókalund eru meðal valkosta sem Vegagerðin hefur kynnt vegna endurnýjunar Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði. 7. janúar 2020 22:30