„Augljós sóun á almannafé“ að Landspítalinn verji milljörðum í skimanir Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. júlí 2020 14:24 Ragnar Freyr Ingólfsson er yfirlæknir á Covid-göngudeild Landspítalans. Vísir/Samsett Yfirlæknir á Covid-göngudeild Landspítalans segir það augljósa sóun á almannafé að Landspítalinn verji milljörðum í skimanir fyrir kórónuveirunni. Hann telur óþarfi að skima erlenda ferðamenn og segir að mestur árangur næðist með stuttri sóttkví og skimun að henni lokinni. Nokkur óvissa hefur ríkt um framtíðarfyrirkomulag skimana hér á landi eftir að Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar tilkynnti að fyrirtækið myndi hætta allri aðkomu að þeim eftir 13. júlí, nokkru fyrr en áætlað var. Í framhaldinu hafa stjórnvöld gefið það út að þau vilji halda sýnatöku við landamærin óbreyttri út júlímánuð. Þó komi til greina að hætta að skima ferðamenn frá fleiri löndum en Grænlandi og Færeyjum, sem og að takmarka fjölda ferðamanna hingað til lands. Þá sagði Páll Matthíasson forstjóri Landspítala í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að sýkla- og veirufræðideild spítalans ætti að ráða við að taka sýni úr þeim ferðamönnum sem koma daglega hingað til lands með breyttum vinnubrögðum. Ragnar Freyr Ingvarsson yfirlæknir á Covid-göngudeild Landspítalans fjallar um skimanir í pistli á Facebook-síðu sinni í dag. Þar lýsir hann því sem „furðulegri hugmynd“ að Landspítalinn taki að sér að „skima fríska ferðamenn við landamæri.“ „Hvað er næst, að við sinnum þrifum í Smáralind?“ spyr Ragnar. Það sé ekki hlutverk háskólasjúkrahússins, hvar starfsfólk hafi næg verkefni á sinni könnu nú þegar, að sinna frísku fólki. Ráðstafanirnar nú taki ekki mið af þeirri þekkingu sem heilbrigðisstarfsfólki hafi aflað sér á liðnum vikum og mánuðum. Ragnar bendir á að það séu ekki erlendu ferðamennirnir sem beri veiruna til landsins heldur Íslendingarnir, nokkuð sem Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur raunar ítrekað bent á síðustu mánuði. „Ferðamenn virðast ekki smita að neinu ráði. Væri það staðreyndin þá væru tilfelli að dúkka upp hér og þar í samfélaginu. Ég dreg alltént þá ályktun að það sé óþarfi að skima þá. Og kostar fúlgur fjár. Íslendingar og aðrir sem eiga ríkt tengslanet eru líklegri til að smita. Gögnin okkar sýna það kristaltært,“ skrifar Ragnar. Þannig þrói flestir með sér einkenni fjórum til fimm dögum eftir að þeir smitast. „Einstaka tilfelli fara fram yfir það og allt að 13 dögum. PCR prófin eru nákvæm þegar fólk er með einkenni. Við myndum ná langstærstum hluta með 5 daga sóttkví og skimun þá eða lengri sóttkví fyrir þá sem ekki vilja skimun eða reynist jákvæðir. Það að LSH verji milljörðum í skimanir er augljós sóun á almannafé!“ skrifar Ragnar. Færslu Ragnars má sjá hér fyrir neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fjölgar um fjóra í einangrun Sjö greindust með kórónuveiruna við landamærin síðasta sólarhringinn. 8. júlí 2020 11:10 WHO viðurkennir möguleika á að smit berist með lofti Opið bréf hóps vísindamanna hefur orðið Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) tilefni til að viðurkenna að frekari vísbendingar komi nú fram um að nýtt afbrigði kórónuveiru gæti smitast með lofti. 7. júlí 2020 18:11 Kári fór á fund Katrínar í morgun Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar kom á fund Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í Stjórnarráðinu skömmu fyrir klukkan ellefu í morgun. 8. júlí 2020 13:45 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Fleiri fréttir Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Sjá meira
Yfirlæknir á Covid-göngudeild Landspítalans segir það augljósa sóun á almannafé að Landspítalinn verji milljörðum í skimanir fyrir kórónuveirunni. Hann telur óþarfi að skima erlenda ferðamenn og segir að mestur árangur næðist með stuttri sóttkví og skimun að henni lokinni. Nokkur óvissa hefur ríkt um framtíðarfyrirkomulag skimana hér á landi eftir að Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar tilkynnti að fyrirtækið myndi hætta allri aðkomu að þeim eftir 13. júlí, nokkru fyrr en áætlað var. Í framhaldinu hafa stjórnvöld gefið það út að þau vilji halda sýnatöku við landamærin óbreyttri út júlímánuð. Þó komi til greina að hætta að skima ferðamenn frá fleiri löndum en Grænlandi og Færeyjum, sem og að takmarka fjölda ferðamanna hingað til lands. Þá sagði Páll Matthíasson forstjóri Landspítala í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að sýkla- og veirufræðideild spítalans ætti að ráða við að taka sýni úr þeim ferðamönnum sem koma daglega hingað til lands með breyttum vinnubrögðum. Ragnar Freyr Ingvarsson yfirlæknir á Covid-göngudeild Landspítalans fjallar um skimanir í pistli á Facebook-síðu sinni í dag. Þar lýsir hann því sem „furðulegri hugmynd“ að Landspítalinn taki að sér að „skima fríska ferðamenn við landamæri.“ „Hvað er næst, að við sinnum þrifum í Smáralind?“ spyr Ragnar. Það sé ekki hlutverk háskólasjúkrahússins, hvar starfsfólk hafi næg verkefni á sinni könnu nú þegar, að sinna frísku fólki. Ráðstafanirnar nú taki ekki mið af þeirri þekkingu sem heilbrigðisstarfsfólki hafi aflað sér á liðnum vikum og mánuðum. Ragnar bendir á að það séu ekki erlendu ferðamennirnir sem beri veiruna til landsins heldur Íslendingarnir, nokkuð sem Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur raunar ítrekað bent á síðustu mánuði. „Ferðamenn virðast ekki smita að neinu ráði. Væri það staðreyndin þá væru tilfelli að dúkka upp hér og þar í samfélaginu. Ég dreg alltént þá ályktun að það sé óþarfi að skima þá. Og kostar fúlgur fjár. Íslendingar og aðrir sem eiga ríkt tengslanet eru líklegri til að smita. Gögnin okkar sýna það kristaltært,“ skrifar Ragnar. Þannig þrói flestir með sér einkenni fjórum til fimm dögum eftir að þeir smitast. „Einstaka tilfelli fara fram yfir það og allt að 13 dögum. PCR prófin eru nákvæm þegar fólk er með einkenni. Við myndum ná langstærstum hluta með 5 daga sóttkví og skimun þá eða lengri sóttkví fyrir þá sem ekki vilja skimun eða reynist jákvæðir. Það að LSH verji milljörðum í skimanir er augljós sóun á almannafé!“ skrifar Ragnar. Færslu Ragnars má sjá hér fyrir neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fjölgar um fjóra í einangrun Sjö greindust með kórónuveiruna við landamærin síðasta sólarhringinn. 8. júlí 2020 11:10 WHO viðurkennir möguleika á að smit berist með lofti Opið bréf hóps vísindamanna hefur orðið Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) tilefni til að viðurkenna að frekari vísbendingar komi nú fram um að nýtt afbrigði kórónuveiru gæti smitast með lofti. 7. júlí 2020 18:11 Kári fór á fund Katrínar í morgun Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar kom á fund Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í Stjórnarráðinu skömmu fyrir klukkan ellefu í morgun. 8. júlí 2020 13:45 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Fleiri fréttir Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Sjá meira
Fjölgar um fjóra í einangrun Sjö greindust með kórónuveiruna við landamærin síðasta sólarhringinn. 8. júlí 2020 11:10
WHO viðurkennir möguleika á að smit berist með lofti Opið bréf hóps vísindamanna hefur orðið Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) tilefni til að viðurkenna að frekari vísbendingar komi nú fram um að nýtt afbrigði kórónuveiru gæti smitast með lofti. 7. júlí 2020 18:11
Kári fór á fund Katrínar í morgun Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar kom á fund Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í Stjórnarráðinu skömmu fyrir klukkan ellefu í morgun. 8. júlí 2020 13:45