Hugsaði „Ég er dauð, ég er dauð“ þegar kletturinn hrundi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. júlí 2020 11:00 Margrét Rósa Kristjánsdóttir forðaði sér naumlega undan grjóthruni í Esjunni um helgina. Vísir/Gulli Göngugarpurinn Margrét Rósa Kristjánsdóttir hrósar happi að vera á lífi eftir að kletturinn sem féll úr Esjunni um helgina þeyttist naumlega framhjá henni. Hún segist hafa haldið að hún væri að upplifa sín síðustu augnablik og biðlar til þeirra sem ganga á Esjuna að vera vakandi fyrir möguleikanum á því að grjót getur hrunið úr hlíðum fjallsins, yfir gönguleiðir, án mikils fyrirvara. Um helgina var greint frá því að tvær konur sem voru á göngu í Esjunni hafi forðað sér naumlega undan grjóthruni úr klettabeltinu austan við Þverfellshornið. Önnur þeirra hlaut smávægileg meiðsli. Sú kona er Margrét sem ræddi lífsreynsluna í viðtali í Bítinu í morgun, en hlusta má á viðtalið hér að neðan. Klippa: Bítið - Hélt hún myndi deyja þegar kletturinn stefndi á hana Skriðan féll á gönguleiðina sem er hægra megin, eða austar í Esjunni, austan við Þverfellshornið, frekar ofarlega ofan við Mógilsá. „Ég var að labba hana og er að byrja að fara upp hlíðina þar þegar maður heyrir drunur og sér bara klett. Upplifun mín er að þetta sé 1,50 sinnum 1,50 og þú hugsar bara guð minn góður,“ sagði Margrét Rósa. Það sem flækti stöðuna var að kletturinn kastaðist til hægri og vinstri og því erfitt að átta sig á því hvernig best væri að forðast klettinn. Margrét var því ekki viss um í hvaða átt hún ætti að fara, á meðan kletturinn stefndi í átt að henni. Þannig að hann stefnir beint á þig? „Já og ég hugsa alltaf „ég er dauð, ég er dauð“ og hvernig er að deyja við að fá svona stóran klett á sig.“ Hér að neðan má sjá myndband sem tekið var árið 2018 þegar stjórum björgum var rúllað niður af Esjunni. Svo hljóp hún af stað í von um að komast undan klettinum. „Svo hleyp ég og hleyp og svo dett ég og þá hugsa ég bara „Já, nú dey ég“. Og svo bara rétt á eftir fer kletturinn sirka tveimur metrum frá mér, framhjá mér. Mér finnst ég liggja niðri í nokkrar mínútur áður en ég reisti mig við,“ sagði Margrét. Margrét slapp þokkalega frá þessu öllu saman, nokkuð marin og krambúleruð. Hún segir að það hafi verið erfitt að labba til baka eftir þessa lífsreynslu horfandi á aðra göngugarpa vera á leiðinni upp. Þannig hafi hún stoppað alla sem komi á móti henni á niðurleiðinni til þess að vara þá við hættunni á grjóthruni. Margrét segist margsinnis hafa gengið á Esjuna en aldrei velt fyrir sér möguleikanum á grjóthruni og þeirri hættu sem getur fylgt. Biðlar hún til göngugarpa að vera með alla athygli á göngunni, þegar farið er upp á Esjuna. „Það sem ég myndi vilja er að fólk myndi velta fyrir sér að vera ekki með í eyrunum. Það eru svo margir sem eru einir á ferð með svona „headphona“. Umhverfishljóðin fara bara og ef þú þarft að vera með, vertu þá bara með í öðru eyrunu.“ Mikilvægt sé að vera vakandi fyrir umhverfishljóðum enda hafi drunurnar undan klettinum varað hana við að eitthvað væri á seyði. Þrátt fyrir þessa lífsreynslu og meiðslin virðist Margrét bera sig vel. „Það er náttúrulega eitthvað að minna mann á að vera þakklátur fyrir lífið.“ Reykjavík Fjallamennska Esjan Bítið Tengdar fréttir Komust naumlega undan grjóthruni í Esjunni Tvær konur sem voru á göngu í Esjunni forðuðu sér naumlega undan grjóthruni úr klettabeltinu austan við Þverfellshornið. Önnur þeirra hlaut smávægileg meiðsli. 5. júlí 2020 14:28 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Sjá meira
Göngugarpurinn Margrét Rósa Kristjánsdóttir hrósar happi að vera á lífi eftir að kletturinn sem féll úr Esjunni um helgina þeyttist naumlega framhjá henni. Hún segist hafa haldið að hún væri að upplifa sín síðustu augnablik og biðlar til þeirra sem ganga á Esjuna að vera vakandi fyrir möguleikanum á því að grjót getur hrunið úr hlíðum fjallsins, yfir gönguleiðir, án mikils fyrirvara. Um helgina var greint frá því að tvær konur sem voru á göngu í Esjunni hafi forðað sér naumlega undan grjóthruni úr klettabeltinu austan við Þverfellshornið. Önnur þeirra hlaut smávægileg meiðsli. Sú kona er Margrét sem ræddi lífsreynsluna í viðtali í Bítinu í morgun, en hlusta má á viðtalið hér að neðan. Klippa: Bítið - Hélt hún myndi deyja þegar kletturinn stefndi á hana Skriðan féll á gönguleiðina sem er hægra megin, eða austar í Esjunni, austan við Þverfellshornið, frekar ofarlega ofan við Mógilsá. „Ég var að labba hana og er að byrja að fara upp hlíðina þar þegar maður heyrir drunur og sér bara klett. Upplifun mín er að þetta sé 1,50 sinnum 1,50 og þú hugsar bara guð minn góður,“ sagði Margrét Rósa. Það sem flækti stöðuna var að kletturinn kastaðist til hægri og vinstri og því erfitt að átta sig á því hvernig best væri að forðast klettinn. Margrét var því ekki viss um í hvaða átt hún ætti að fara, á meðan kletturinn stefndi í átt að henni. Þannig að hann stefnir beint á þig? „Já og ég hugsa alltaf „ég er dauð, ég er dauð“ og hvernig er að deyja við að fá svona stóran klett á sig.“ Hér að neðan má sjá myndband sem tekið var árið 2018 þegar stjórum björgum var rúllað niður af Esjunni. Svo hljóp hún af stað í von um að komast undan klettinum. „Svo hleyp ég og hleyp og svo dett ég og þá hugsa ég bara „Já, nú dey ég“. Og svo bara rétt á eftir fer kletturinn sirka tveimur metrum frá mér, framhjá mér. Mér finnst ég liggja niðri í nokkrar mínútur áður en ég reisti mig við,“ sagði Margrét. Margrét slapp þokkalega frá þessu öllu saman, nokkuð marin og krambúleruð. Hún segir að það hafi verið erfitt að labba til baka eftir þessa lífsreynslu horfandi á aðra göngugarpa vera á leiðinni upp. Þannig hafi hún stoppað alla sem komi á móti henni á niðurleiðinni til þess að vara þá við hættunni á grjóthruni. Margrét segist margsinnis hafa gengið á Esjuna en aldrei velt fyrir sér möguleikanum á grjóthruni og þeirri hættu sem getur fylgt. Biðlar hún til göngugarpa að vera með alla athygli á göngunni, þegar farið er upp á Esjuna. „Það sem ég myndi vilja er að fólk myndi velta fyrir sér að vera ekki með í eyrunum. Það eru svo margir sem eru einir á ferð með svona „headphona“. Umhverfishljóðin fara bara og ef þú þarft að vera með, vertu þá bara með í öðru eyrunu.“ Mikilvægt sé að vera vakandi fyrir umhverfishljóðum enda hafi drunurnar undan klettinum varað hana við að eitthvað væri á seyði. Þrátt fyrir þessa lífsreynslu og meiðslin virðist Margrét bera sig vel. „Það er náttúrulega eitthvað að minna mann á að vera þakklátur fyrir lífið.“
Reykjavík Fjallamennska Esjan Bítið Tengdar fréttir Komust naumlega undan grjóthruni í Esjunni Tvær konur sem voru á göngu í Esjunni forðuðu sér naumlega undan grjóthruni úr klettabeltinu austan við Þverfellshornið. Önnur þeirra hlaut smávægileg meiðsli. 5. júlí 2020 14:28 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Sjá meira
Komust naumlega undan grjóthruni í Esjunni Tvær konur sem voru á göngu í Esjunni forðuðu sér naumlega undan grjóthruni úr klettabeltinu austan við Þverfellshornið. Önnur þeirra hlaut smávægileg meiðsli. 5. júlí 2020 14:28