Sex tíma aðgerð við að ná öngli úr maga Brútusar Kormáks Jakob Bjarnar skrifar 6. júlí 2020 23:45 Brútus Kormákur er bara sex mánaða en hann fékk að fara með eiganda sínum Kolbeini Helga Kristjánssyni í veiðiferð um helgina, komst þar í öngul sem hann í hvolpaskap gleypti í sig með skelfilegum afleiðingum. Myndir úr einkasafni „Já, þetta var skellur. Ég vil minna hundaeigendur á að fylgjast vel með hundunum sínum þegar þeir eru við veiðar,“ segir Kolbeinn Helgi Kristjánsson í samtali við Vísi. Gleypti öngul með skelfilegum afleiðingum Brútus Kormákur, hundur hans af tegundinni Labrador, fékk að fara með í veiðiferð ásamt eiganda sínum Kolbeini Helga og félögum hans í veiðifélaginu Skaufi og Næs en þeir voru á Arnarvatnsheiði, í þar sem heitir Arnarvatni litla, þegar Brútus Kormákur, sem er bara sex mánaða, gerði sér lítið fyrir og gleypti öngul. Hér getur að líta röntgenmynd af maga hundsins. Eins og Kolbeinn Helgi skilur þetta var öngullinn neðst í vélinda og aðeins niður í maga, þar uppi við rifbein og þindina. Þannig að afar snúið var að ná önglinum úr dýrinu. Það kostað bráðaaðgerð í kjölfarið og var mjög tvísýnt um að hundurinn hefði það af að sögn Kolbeins Helga. Í hann var hringt meðan Brútus Kormákur var í aðgerð og sagt að hann gæti allt eins búið sig undir það að hundurinn myndi ekki hafa það af. Þá hafði Brútus Kormákur verið tvo tíma á skurðarborðinu. „Það runnu þakklætistár þegar við fengum að vita að hann hefði lifað aðgerðina af,“ segir Kolbeinn Helgi sem er dýralæknunum afar þakklátur. Þetta var á laugardaginn sem Brútus Kormákur komst í öngulinn. Kolbeinn Helgi hafði verið við veiðar í fjóra tíma, og fór strax í bæinn þegar þetta kom upp. Hann hafði þá gert ágæta veiði, fengið fimm fiska – bleikjur og urriða. Fljótlega eftir að heim var komið var farið með Brútus Kormák til dýralæknis. Betra að tryggja dýrin því aðgerðir eru dýrar „Sem betur fer náði Tóta dýralæknir í Mosó að bjarga greyinu eftir að hafa kallað út 3 dýralækna og redda þessu. Hún sagði að þetta hefði verið ein erfiðasta aðgerð sem hún hefur lent í á sínu ferli og erum við ákaflega þakklát fyrir að þau hafi fórnað sér í 6 tíma brútal aðgerð á sunnudagskvöldi. Miklar hetjur að bjarga einum kærum fjölskyldumeðlim,“ segir Kolbeinn Helgi en hann setti jafnframt frásögn sína inn á Fb-hópinn Veiðidellan er frábær, mönnum til áminningar. Brútus Kormákur ánægður með lífið á bakkanum. Því miður fór hann sér að voða og gleypti öngul í öllum fögnuðinum.mynd úr einkasafni. „Held það sé gott að minna fólk á að tryggja dýrin líka því þetta kostaði 500 þúsund. TM fær hrós fyrir að hringja 10 mínútum eftir að þeir fengu tölvupóst og græja þetta. Ágætt að minna á þetta því ég gerði mér enga grein fyrir því hvað þetta getur verið stórt mál og ég hef ekki séð neina umræðu um þetta. Segir sig sjálfsagt sjálft en manni finnst einhvern veginn eðlilegt að hafa hundinn lausan á bakkanum með sér og býst ekki við því að það séu svona miklar hættur á bakkanum,“ segir Kolbeinn Helgi að endingu. Dýr Dýraheilbrigði Hundar Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Séreign áfram leyfð inn á lán og ekkert kílómetragjald „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
„Já, þetta var skellur. Ég vil minna hundaeigendur á að fylgjast vel með hundunum sínum þegar þeir eru við veiðar,“ segir Kolbeinn Helgi Kristjánsson í samtali við Vísi. Gleypti öngul með skelfilegum afleiðingum Brútus Kormákur, hundur hans af tegundinni Labrador, fékk að fara með í veiðiferð ásamt eiganda sínum Kolbeini Helga og félögum hans í veiðifélaginu Skaufi og Næs en þeir voru á Arnarvatnsheiði, í þar sem heitir Arnarvatni litla, þegar Brútus Kormákur, sem er bara sex mánaða, gerði sér lítið fyrir og gleypti öngul. Hér getur að líta röntgenmynd af maga hundsins. Eins og Kolbeinn Helgi skilur þetta var öngullinn neðst í vélinda og aðeins niður í maga, þar uppi við rifbein og þindina. Þannig að afar snúið var að ná önglinum úr dýrinu. Það kostað bráðaaðgerð í kjölfarið og var mjög tvísýnt um að hundurinn hefði það af að sögn Kolbeins Helga. Í hann var hringt meðan Brútus Kormákur var í aðgerð og sagt að hann gæti allt eins búið sig undir það að hundurinn myndi ekki hafa það af. Þá hafði Brútus Kormákur verið tvo tíma á skurðarborðinu. „Það runnu þakklætistár þegar við fengum að vita að hann hefði lifað aðgerðina af,“ segir Kolbeinn Helgi sem er dýralæknunum afar þakklátur. Þetta var á laugardaginn sem Brútus Kormákur komst í öngulinn. Kolbeinn Helgi hafði verið við veiðar í fjóra tíma, og fór strax í bæinn þegar þetta kom upp. Hann hafði þá gert ágæta veiði, fengið fimm fiska – bleikjur og urriða. Fljótlega eftir að heim var komið var farið með Brútus Kormák til dýralæknis. Betra að tryggja dýrin því aðgerðir eru dýrar „Sem betur fer náði Tóta dýralæknir í Mosó að bjarga greyinu eftir að hafa kallað út 3 dýralækna og redda þessu. Hún sagði að þetta hefði verið ein erfiðasta aðgerð sem hún hefur lent í á sínu ferli og erum við ákaflega þakklát fyrir að þau hafi fórnað sér í 6 tíma brútal aðgerð á sunnudagskvöldi. Miklar hetjur að bjarga einum kærum fjölskyldumeðlim,“ segir Kolbeinn Helgi en hann setti jafnframt frásögn sína inn á Fb-hópinn Veiðidellan er frábær, mönnum til áminningar. Brútus Kormákur ánægður með lífið á bakkanum. Því miður fór hann sér að voða og gleypti öngul í öllum fögnuðinum.mynd úr einkasafni. „Held það sé gott að minna fólk á að tryggja dýrin líka því þetta kostaði 500 þúsund. TM fær hrós fyrir að hringja 10 mínútum eftir að þeir fengu tölvupóst og græja þetta. Ágætt að minna á þetta því ég gerði mér enga grein fyrir því hvað þetta getur verið stórt mál og ég hef ekki séð neina umræðu um þetta. Segir sig sjálfsagt sjálft en manni finnst einhvern veginn eðlilegt að hafa hundinn lausan á bakkanum með sér og býst ekki við því að það séu svona miklar hættur á bakkanum,“ segir Kolbeinn Helgi að endingu.
Dýr Dýraheilbrigði Hundar Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Séreign áfram leyfð inn á lán og ekkert kílómetragjald „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira