Skírðu drenginn í höfuðið á þríeykinu Sylvía Hall skrifar 6. júlí 2020 16:15 Víðir Þór Almarsson virðist nokkuð sáttur með nafnið. Aðsend/Vilhelm Lítill drengur í Stykkishólmi fékk nafnið sitt um helgina. Það væri ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að drengurinn var skírður í höfðuð á þekktasta þríeyki landsins, þeim Ölmu Möller landlækni, Víði Reynissyni yfirlögregluþjóni og Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni. Drengurinn fékk nafnið Víðir Þór Almarsson og var skírður í gær. Hann kom í heiminn 21. maí og voru því síðustu vikur og mánuðir meðgöngunnar nokkuð litaðir af kórónuveirufaraldrinum og daglegum upplýsingafundum. Víðir, Þórólfur og Alma voru daglegir gestir á sjónvarpsskjám landsmanna síðustu vikurnar áður en Víðir Þór Almarsson kom í heiminn.Vísir/Vilhelm Almar Þór Jónsson, faðir drengsins, segir nafnið upprunalega hafa komið upp sem grín eftir að hann og móðir Víðis, Kristín Vigdís, eyddu síðustu vikum meðgöngunnar í sóttkví. „Ég sagði þetta í gríni við mömmu mína við kaffiborðið. Hún tók svo vel í þetta og svo fór okkur að lítast betur á þetta nafn þegar leið á. Það var svo erfitt að finna nafn og svo fannst okkur þetta bara fullkomið,“ segir Almar. Augljós líkindi eru með nafni Almars og Ölmu landlæknis og því var hægt að heiðra hvern einasta meðlim þríeykisins. „Ég heiti náttúrulega Almar þannig við gátum gert þetta. Þá er líka alltaf einhver saga á bak við nafnið. Þetta er líka fínt nafn – þetta er ekkert ónefni.“ Hann segir nafnið fara Víði Þór vel og tóku ættingjar og vinir vel í nafnið þó það hafi uppskorið einhvern hlátur, enda þríeykið landsþekkt. Víðis-nafnið fari honum sérstaklega vel að sögn Almars. „Hann er algjör Víðir. Traustvekjandi og flottur. Algjör sjarmör.“ Börn og uppeldi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tímamót Mannanöfn Tengdar fréttir Létu gesti í stafrænni nafnaveislu halda að drengurinn hefði fengið nafnið Þórólfur Víðir Hinir nýbökuðu foreldrar, Hildur María Haarde og Baldur Kári Eyjólfsson, ákváðu að fíflast aðeins í gestum stafrænnar nafnaveislu þriggja mánaða sonar síns fyrr í dag með því að fá þá til að halda að drengurinn hefði fengið nafnið Þórólfur Víðir. 21. mars 2020 22:00 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Lítill drengur í Stykkishólmi fékk nafnið sitt um helgina. Það væri ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að drengurinn var skírður í höfðuð á þekktasta þríeyki landsins, þeim Ölmu Möller landlækni, Víði Reynissyni yfirlögregluþjóni og Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni. Drengurinn fékk nafnið Víðir Þór Almarsson og var skírður í gær. Hann kom í heiminn 21. maí og voru því síðustu vikur og mánuðir meðgöngunnar nokkuð litaðir af kórónuveirufaraldrinum og daglegum upplýsingafundum. Víðir, Þórólfur og Alma voru daglegir gestir á sjónvarpsskjám landsmanna síðustu vikurnar áður en Víðir Þór Almarsson kom í heiminn.Vísir/Vilhelm Almar Þór Jónsson, faðir drengsins, segir nafnið upprunalega hafa komið upp sem grín eftir að hann og móðir Víðis, Kristín Vigdís, eyddu síðustu vikum meðgöngunnar í sóttkví. „Ég sagði þetta í gríni við mömmu mína við kaffiborðið. Hún tók svo vel í þetta og svo fór okkur að lítast betur á þetta nafn þegar leið á. Það var svo erfitt að finna nafn og svo fannst okkur þetta bara fullkomið,“ segir Almar. Augljós líkindi eru með nafni Almars og Ölmu landlæknis og því var hægt að heiðra hvern einasta meðlim þríeykisins. „Ég heiti náttúrulega Almar þannig við gátum gert þetta. Þá er líka alltaf einhver saga á bak við nafnið. Þetta er líka fínt nafn – þetta er ekkert ónefni.“ Hann segir nafnið fara Víði Þór vel og tóku ættingjar og vinir vel í nafnið þó það hafi uppskorið einhvern hlátur, enda þríeykið landsþekkt. Víðis-nafnið fari honum sérstaklega vel að sögn Almars. „Hann er algjör Víðir. Traustvekjandi og flottur. Algjör sjarmör.“
Börn og uppeldi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tímamót Mannanöfn Tengdar fréttir Létu gesti í stafrænni nafnaveislu halda að drengurinn hefði fengið nafnið Þórólfur Víðir Hinir nýbökuðu foreldrar, Hildur María Haarde og Baldur Kári Eyjólfsson, ákváðu að fíflast aðeins í gestum stafrænnar nafnaveislu þriggja mánaða sonar síns fyrr í dag með því að fá þá til að halda að drengurinn hefði fengið nafnið Þórólfur Víðir. 21. mars 2020 22:00 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Létu gesti í stafrænni nafnaveislu halda að drengurinn hefði fengið nafnið Þórólfur Víðir Hinir nýbökuðu foreldrar, Hildur María Haarde og Baldur Kári Eyjólfsson, ákváðu að fíflast aðeins í gestum stafrænnar nafnaveislu þriggja mánaða sonar síns fyrr í dag með því að fá þá til að halda að drengurinn hefði fengið nafnið Þórólfur Víðir. 21. mars 2020 22:00