Bíó Paradís bjargað Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. júlí 2020 12:21 Bíó Paradís við Hverfisgötu Vísir/Vilhelm Gunnarsson Bíó Paradís við Hverfisgötu mun hefja starfsemi að nýju í haust, en kvikmyndahúsið hefur verið lokað frá 1. maí. Náðst hefur samkomulag við eigendur hússins og uppfærslur gerðar á samstarfssamningum við ríki og borg, að því er fram kemur í tilkynningu frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Stefnt er að því að opna bíóið á ný um miðjan september næstkomandi, en þá verða liðin tíu ár frá því að starfsemi hófst þar. Hrönn Sveinsdóttir framkvæmdastjóri Bíós Paradísar segist vera himinlifandi með niðurstöðuna. Vísir ræddi síðast við Hrönn í gær um stöðu mála, þá sagði hún að þessi mánaðamót mörkuðu þáttaskil. Peningarnir væru uppurnir og ef ekki næðist samkomulag við ríki og borg á næstu dögum væri endurreisn kvikmyndahússins úr sögunni. Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Bíós Paradísar.vísir/egill „Við viljum þakka öllu stuðningsfólki Bíós Paradísar fyrir stuðninginn, en þó sérstaklega mennta- og menningarmálamálaráðuneytinu, Reykjavíkurborg og eigendum hússins, félaginu Karli Mikla ehf.,“ segir Hrönn í fyrrnefndri tilkynningu. Þar segir jafnframt að vegna aðstæðna hafi Bíó Paradís þurft að segja upp öllu starfsfólki síðastliðið vor, en þá höfðu aðilar ekki náð saman um leigukjör og nauðsynlegar endurbætur og viðhald húsnæðisins til lengri tíma. Það hefur nú tekist, eftir að málsaðilar slógu af „ítrustu kröfum sínum og mættust á miðri leið,“ eins og það er orðað. Áframhaldandi starfsemi í kvikmyndamenningarhúsinu við Hverfisgötu hefur því verið tryggð. Borgarstjóri og mennta- og menningarmálaráðherra segjast einnig vera kát með málalyktir. Bíó Paradís sé vagga kvikmyndamenningar á Íslandi og gegni mikilvægu hlutverki fyrir atvinnugreinina. Þá segir ráðherra jafnframt að ráðgert sé að að kynna með haustinu heildstæða kvikmyndastefnu fyrir Ísland, þar sem m.a. sé gert ráð fyrir „rekstri öflugs kvikmyndamenningarhúss.“ Bíó og sjónvarp Reykjavík Tengdar fréttir Skella í lás hjá Bíó Paradís eftir þrjá mánuði Bíó Paradís við Hverfisgötu í Reykjavík verður lokað frá og með 1. maí næstkomandi og öllu starfsfólki bíósins hefur verið sagt upp störfum. 30. janúar 2020 08:45 Leiguverðið var ekki lengur í Paradís „Það sem er að gerast er einfaldlega það að við erum að missa húsnæðið,“ segir Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Bíós Paradísar. 30. janúar 2020 11:03 Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Bíó Paradís við Hverfisgötu mun hefja starfsemi að nýju í haust, en kvikmyndahúsið hefur verið lokað frá 1. maí. Náðst hefur samkomulag við eigendur hússins og uppfærslur gerðar á samstarfssamningum við ríki og borg, að því er fram kemur í tilkynningu frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Stefnt er að því að opna bíóið á ný um miðjan september næstkomandi, en þá verða liðin tíu ár frá því að starfsemi hófst þar. Hrönn Sveinsdóttir framkvæmdastjóri Bíós Paradísar segist vera himinlifandi með niðurstöðuna. Vísir ræddi síðast við Hrönn í gær um stöðu mála, þá sagði hún að þessi mánaðamót mörkuðu þáttaskil. Peningarnir væru uppurnir og ef ekki næðist samkomulag við ríki og borg á næstu dögum væri endurreisn kvikmyndahússins úr sögunni. Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Bíós Paradísar.vísir/egill „Við viljum þakka öllu stuðningsfólki Bíós Paradísar fyrir stuðninginn, en þó sérstaklega mennta- og menningarmálamálaráðuneytinu, Reykjavíkurborg og eigendum hússins, félaginu Karli Mikla ehf.,“ segir Hrönn í fyrrnefndri tilkynningu. Þar segir jafnframt að vegna aðstæðna hafi Bíó Paradís þurft að segja upp öllu starfsfólki síðastliðið vor, en þá höfðu aðilar ekki náð saman um leigukjör og nauðsynlegar endurbætur og viðhald húsnæðisins til lengri tíma. Það hefur nú tekist, eftir að málsaðilar slógu af „ítrustu kröfum sínum og mættust á miðri leið,“ eins og það er orðað. Áframhaldandi starfsemi í kvikmyndamenningarhúsinu við Hverfisgötu hefur því verið tryggð. Borgarstjóri og mennta- og menningarmálaráðherra segjast einnig vera kát með málalyktir. Bíó Paradís sé vagga kvikmyndamenningar á Íslandi og gegni mikilvægu hlutverki fyrir atvinnugreinina. Þá segir ráðherra jafnframt að ráðgert sé að að kynna með haustinu heildstæða kvikmyndastefnu fyrir Ísland, þar sem m.a. sé gert ráð fyrir „rekstri öflugs kvikmyndamenningarhúss.“
Bíó og sjónvarp Reykjavík Tengdar fréttir Skella í lás hjá Bíó Paradís eftir þrjá mánuði Bíó Paradís við Hverfisgötu í Reykjavík verður lokað frá og með 1. maí næstkomandi og öllu starfsfólki bíósins hefur verið sagt upp störfum. 30. janúar 2020 08:45 Leiguverðið var ekki lengur í Paradís „Það sem er að gerast er einfaldlega það að við erum að missa húsnæðið,“ segir Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Bíós Paradísar. 30. janúar 2020 11:03 Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Skella í lás hjá Bíó Paradís eftir þrjá mánuði Bíó Paradís við Hverfisgötu í Reykjavík verður lokað frá og með 1. maí næstkomandi og öllu starfsfólki bíósins hefur verið sagt upp störfum. 30. janúar 2020 08:45
Leiguverðið var ekki lengur í Paradís „Það sem er að gerast er einfaldlega það að við erum að missa húsnæðið,“ segir Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Bíós Paradísar. 30. janúar 2020 11:03