Secret Solstice verður tónleikaröð í stað tónlistarhátíðar Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 30. júní 2020 13:30 Frá Secret Solstice hátíðinni á síðasta ári. Vísir/Friðrik Þór Haldórsson Secret Solstice mun halda átta helga tónleikaröð í stað tónlistarhátíðar í ár. Í tilkynningu frá skipuleggjendum kemur fram að tónleikarnir fara allir fram í garðinum fyrir aftan skemmtistaðinn Dillon. Í byrjun apríl var gefið út að hátíðin, sem átti að fara fram 26. til 28. júní síðastliðinn, hefði verið frestað fram til 25. til 27. júní 2021 vegna útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. „Við sem stöndum að Secret Solstice hátíðinni ákváðum eftir að ljóst var að reglum um samkomur var létt af skemmtistöðum, að skipuleggja tónleikaröð í garðinum fyrir aftan Dillon á Laugavegi 30. Með því langar okkur bæði til þess að bæta einhverjum af þeim íslensku tónlistarmönnum sem áttu að spila á hátíðinni upp það tekjutap sem frestun hátíðarinnar veldur í sumar ásamt því að búa til vinnu fyrir það tæknifólk sem hefði annars unnið hjá okkur í sumar.“ Margir af helstu listamönnum landsins munu koma fram og þó að það kosti ekkert inn á tónleikana, býðst fólki að styrkja UNICEF. Tónleikarnir verða einnig í beinni útsendingu á samfélagsmiðlum samstarfsaðila Secret Solstice. Fyrstu tónleikarnir fara fram núna um helgina og meðal þeirra sem koma fram er söngkonan Þórunn Antonía. „Eftir það munu fara fram tónleikar alla laugardaga og sunnudaga ásamt einhverjum föstudögum fram yfir Menningarnótt. Lokatónleikarnir verða 23. ágúst, sem er lokadagur menninngardagshátíðarinnar sem kynnt var nýlega. Hvern dag munu koma fram að minnsta kosti 4 íslenskar hljómsveitir eða stakir tónlistarmenn.“ Skipuleggjendur vilja halda tónleikaröð til að bæta listamönnum og öðru starfsfólki tekjutapið vegna frestunar hátíðarinnar.Vísir/Friðrik Þór Haldórsson Um er að ræða átta helgar, 17 tónleika og koma fram að minnsta kosti 64 listamenn og hljómsveitir. „Með frábærum stuðningi okkar samstarfsaðila getum við boðið upp á alla þessa tónleika frítt á meðan pláss er í garðinum og öruggt sé að við séum að hlýða Víði. Þó að frítt verði inn á tónleikana mun bæði gestum á Laugavegi og þeim sem horfa í gegnum net eða sjónvarp bjóðast að styrkja Unicef samtökin,“ segir í tilkynningunni. Næstu daga verður tilkynnt hvaða listamenn koma fram, en eftirtaldir listamenn hafa nú þegar staðfest þátttöku sína í tónleikaröðinni: Afro/Cuban Kvartett Einars Scheving (Ari Bragi, Eyþór Gunnar og Róbert Þórhallsson) , Ása, Ateria, Benni & Máni b2b, Bensol, Bjartmar Guðlaugsson, Beggi Smári, Blaffi x Örvar,Blaz Roca, Blóðmör, Captain Syrup, Carla, KrBear,Celebs, Cell 7, Daníel Hjálmtýsson ásamt hljómsveit, Diamond Thunder, Dimma, DJ Margeir,Dread Lightly,Elín Ey, Elli Grill,Fox Train Safari, Frid, Grúska Babúska, GG Blús, Högni Egils, Iris Arnis, Jói Pé og Króli, Krassasig, Kría, Krish, Krummi, Mæðraveldið, Magnús Sigmundsson, Mighty Bear, Omotrack, Orang Valante, Rívars x Karakter x Ægir, Rokky, Ruddagaddur, Rúnar Þór, Séra Bjössi, Sindri Eldon and the Ways, Sprite Zero Klan, SunCity, Svavar Knútur, TTT & SamWise, Une Misere, Valby bræður, Vicky, Vintage Caravan, Volcanova, Warmland, We Made God, Zöe, Þórunn Antonía. Tónlist Secret Solstice Tengdar fréttir Secret Solstice frestað um eitt ár Forsvarsmenn tónlistahátíðarinnar Secret Solstice hafa ákveðið að fresta hátíðinni um eitt ár og er það gert vegna útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. Hátíðin átti að fara fram dagana 26. til 28. júní en fer þess í stað fram 25. til 27. júní 2021. 2. apríl 2020 12:00 Fleiri listamenn bætast við á Secret Solstice Bandaríski tónlistarmaðurinn Blackbear, finnska söngkonan Alma og breski rapp dúettinn Pete & Bas eru meðal þeirra listamanna sem hafa bæst í hóp þeirra sem koma fram á tónlistarhátíðinni Secret Solstice í Laugardalnum í sumar. 25. febrúar 2020 13:00 Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Skellti sér á djammið Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Fleiri fréttir Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Sjá meira
Secret Solstice mun halda átta helga tónleikaröð í stað tónlistarhátíðar í ár. Í tilkynningu frá skipuleggjendum kemur fram að tónleikarnir fara allir fram í garðinum fyrir aftan skemmtistaðinn Dillon. Í byrjun apríl var gefið út að hátíðin, sem átti að fara fram 26. til 28. júní síðastliðinn, hefði verið frestað fram til 25. til 27. júní 2021 vegna útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. „Við sem stöndum að Secret Solstice hátíðinni ákváðum eftir að ljóst var að reglum um samkomur var létt af skemmtistöðum, að skipuleggja tónleikaröð í garðinum fyrir aftan Dillon á Laugavegi 30. Með því langar okkur bæði til þess að bæta einhverjum af þeim íslensku tónlistarmönnum sem áttu að spila á hátíðinni upp það tekjutap sem frestun hátíðarinnar veldur í sumar ásamt því að búa til vinnu fyrir það tæknifólk sem hefði annars unnið hjá okkur í sumar.“ Margir af helstu listamönnum landsins munu koma fram og þó að það kosti ekkert inn á tónleikana, býðst fólki að styrkja UNICEF. Tónleikarnir verða einnig í beinni útsendingu á samfélagsmiðlum samstarfsaðila Secret Solstice. Fyrstu tónleikarnir fara fram núna um helgina og meðal þeirra sem koma fram er söngkonan Þórunn Antonía. „Eftir það munu fara fram tónleikar alla laugardaga og sunnudaga ásamt einhverjum föstudögum fram yfir Menningarnótt. Lokatónleikarnir verða 23. ágúst, sem er lokadagur menninngardagshátíðarinnar sem kynnt var nýlega. Hvern dag munu koma fram að minnsta kosti 4 íslenskar hljómsveitir eða stakir tónlistarmenn.“ Skipuleggjendur vilja halda tónleikaröð til að bæta listamönnum og öðru starfsfólki tekjutapið vegna frestunar hátíðarinnar.Vísir/Friðrik Þór Haldórsson Um er að ræða átta helgar, 17 tónleika og koma fram að minnsta kosti 64 listamenn og hljómsveitir. „Með frábærum stuðningi okkar samstarfsaðila getum við boðið upp á alla þessa tónleika frítt á meðan pláss er í garðinum og öruggt sé að við séum að hlýða Víði. Þó að frítt verði inn á tónleikana mun bæði gestum á Laugavegi og þeim sem horfa í gegnum net eða sjónvarp bjóðast að styrkja Unicef samtökin,“ segir í tilkynningunni. Næstu daga verður tilkynnt hvaða listamenn koma fram, en eftirtaldir listamenn hafa nú þegar staðfest þátttöku sína í tónleikaröðinni: Afro/Cuban Kvartett Einars Scheving (Ari Bragi, Eyþór Gunnar og Róbert Þórhallsson) , Ása, Ateria, Benni & Máni b2b, Bensol, Bjartmar Guðlaugsson, Beggi Smári, Blaffi x Örvar,Blaz Roca, Blóðmör, Captain Syrup, Carla, KrBear,Celebs, Cell 7, Daníel Hjálmtýsson ásamt hljómsveit, Diamond Thunder, Dimma, DJ Margeir,Dread Lightly,Elín Ey, Elli Grill,Fox Train Safari, Frid, Grúska Babúska, GG Blús, Högni Egils, Iris Arnis, Jói Pé og Króli, Krassasig, Kría, Krish, Krummi, Mæðraveldið, Magnús Sigmundsson, Mighty Bear, Omotrack, Orang Valante, Rívars x Karakter x Ægir, Rokky, Ruddagaddur, Rúnar Þór, Séra Bjössi, Sindri Eldon and the Ways, Sprite Zero Klan, SunCity, Svavar Knútur, TTT & SamWise, Une Misere, Valby bræður, Vicky, Vintage Caravan, Volcanova, Warmland, We Made God, Zöe, Þórunn Antonía.
Tónlist Secret Solstice Tengdar fréttir Secret Solstice frestað um eitt ár Forsvarsmenn tónlistahátíðarinnar Secret Solstice hafa ákveðið að fresta hátíðinni um eitt ár og er það gert vegna útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. Hátíðin átti að fara fram dagana 26. til 28. júní en fer þess í stað fram 25. til 27. júní 2021. 2. apríl 2020 12:00 Fleiri listamenn bætast við á Secret Solstice Bandaríski tónlistarmaðurinn Blackbear, finnska söngkonan Alma og breski rapp dúettinn Pete & Bas eru meðal þeirra listamanna sem hafa bæst í hóp þeirra sem koma fram á tónlistarhátíðinni Secret Solstice í Laugardalnum í sumar. 25. febrúar 2020 13:00 Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Skellti sér á djammið Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Fleiri fréttir Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Sjá meira
Secret Solstice frestað um eitt ár Forsvarsmenn tónlistahátíðarinnar Secret Solstice hafa ákveðið að fresta hátíðinni um eitt ár og er það gert vegna útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. Hátíðin átti að fara fram dagana 26. til 28. júní en fer þess í stað fram 25. til 27. júní 2021. 2. apríl 2020 12:00
Fleiri listamenn bætast við á Secret Solstice Bandaríski tónlistarmaðurinn Blackbear, finnska söngkonan Alma og breski rapp dúettinn Pete & Bas eru meðal þeirra listamanna sem hafa bæst í hóp þeirra sem koma fram á tónlistarhátíðinni Secret Solstice í Laugardalnum í sumar. 25. febrúar 2020 13:00