„Þessi harmleikur er ekkert slys“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. júní 2020 23:08 Eldsvoðinn á Bræðraborgarstíg, þar sem þrjú létu lífið, var nánast viðbúinn að sögn íbúa í hverfinu en einn til viðbótar er á gjörgæslu. Mikil sorg og reiði ríkir í hverfinu en hátt í fjögur hundruð manns komu saman í dag til að votta þeim látnu virðingu sína og mótmæla bágri stöðu erlends verkafólks hér á landi. Sorgin og samúðin var áþreifanleg á Austurvelli í dag þar sem fólk vottaði þeim látnu virðingu sína. Í húsinu bjó erlent verkafólk sem missti allar eigur sínar í brunanum. Fólk var einnig komið saman til að mótmæla bágri stöðu erlends verkafólks á húsnæðismarkaði hér á landi. Viðburðurinn var skipulagður af Pólverjum og íbúum í Vesturbænum. Enginn gerir neitt „Þessi harmleikur er ekkert slys. Þetta hefur verið á spjöldum verkalýðsfélaganna í að minnsta kosti fimm ár. Það hafa borist ótal kvartanir um þær aðstæður sem innflytjendur búa við hér á landi, og enginn gerir neitt í því. Þetta er forkastanlegt,“ sagði Wiktoria Joanna Ginter, einn skipuleggjenda fundarins. Slökkviliðsmenn mættu á fundinn til að votta virðingu sína. „Þetta náttúrulega reynir á allt samfélagið og alla sem koma að þessu,“ sagði Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. Hann sagði að á meðal þeirra slökkviliðsmanna sem mættu á fundinn í dag hafi verið einhverjir sem tóku þátt í aðgerðum á vettvangi á fimmtudaginn. Hugur slökkviliðsins sé hjá aðstandendum þeirra sem létust. Eftir samstöðufundinn leiddi lögregla göngu að húsinu þar sem fólk lagði blóm við húsið. Búið að vara við því að þetta gæti gerst Íbúar í Vesturbænum segja að bæði sé ríkjandi sorg og reiði í hverfinu. Íbúar hafi ítrekað lýst áhyggjum sínum af aðstæðunum í húsinu. „Þetta var eiginlega nánast viðbúið. Það var búið að vara við þessu, að þetta gæti gerst, og núna hefur þetta gerst,“ segir einn íbúi Vesturbæjarins. Hann sé ekki tilbúinn að búa í samfélagi þar sem það viðgengst að verkafólk búi við jafn slæmar aðstæður og raun ber vitni. Jafnframt sagði hann málið stafa af kerfislægum vanda sem fælist í því að almennt væri samþykkt að erlent verkafólk lifði við aðstæður líkar þeim sem voru í húsinu sem brann. Svipmyndir frá fundinum og fleiri viðtöl má sjá í spilaranum efst í fréttinni. Bruni á Bræðraborgarstíg Slökkvilið Reykjavík Tengdar fréttir Hafa ekki enn borið kennsl á hin látnu Kennslanefnd ríkislögreglustjóra vinnur enn að því að bera kennsl á þau þrjú sem létust í eldsvoða á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu í vesturbæ Reykjavíkur á fimmtudag. 28. júní 2020 18:20 Þrír látnir eftir eldsvoðann í gær Þrír eru látnir og tveir eru á gjörgæslu eftir að eldur kviknaði í íbúðarhúsi í Vesturbæ Reykjavíkur í gær. Einn hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi. 26. júní 2020 09:01 Lögðu blóm að Bræðraborgarstíg 1 Um þrjú hundruð manns gengu að Bræðraborgarstíg 1 og lögðu blóm að húsinu sem brann til kaldra kola á fimmtudag til að heiðra minningu þeirra sem fórust í brunanum. 28. júní 2020 13:51 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Eldsvoðinn á Bræðraborgarstíg, þar sem þrjú létu lífið, var nánast viðbúinn að sögn íbúa í hverfinu en einn til viðbótar er á gjörgæslu. Mikil sorg og reiði ríkir í hverfinu en hátt í fjögur hundruð manns komu saman í dag til að votta þeim látnu virðingu sína og mótmæla bágri stöðu erlends verkafólks hér á landi. Sorgin og samúðin var áþreifanleg á Austurvelli í dag þar sem fólk vottaði þeim látnu virðingu sína. Í húsinu bjó erlent verkafólk sem missti allar eigur sínar í brunanum. Fólk var einnig komið saman til að mótmæla bágri stöðu erlends verkafólks á húsnæðismarkaði hér á landi. Viðburðurinn var skipulagður af Pólverjum og íbúum í Vesturbænum. Enginn gerir neitt „Þessi harmleikur er ekkert slys. Þetta hefur verið á spjöldum verkalýðsfélaganna í að minnsta kosti fimm ár. Það hafa borist ótal kvartanir um þær aðstæður sem innflytjendur búa við hér á landi, og enginn gerir neitt í því. Þetta er forkastanlegt,“ sagði Wiktoria Joanna Ginter, einn skipuleggjenda fundarins. Slökkviliðsmenn mættu á fundinn til að votta virðingu sína. „Þetta náttúrulega reynir á allt samfélagið og alla sem koma að þessu,“ sagði Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. Hann sagði að á meðal þeirra slökkviliðsmanna sem mættu á fundinn í dag hafi verið einhverjir sem tóku þátt í aðgerðum á vettvangi á fimmtudaginn. Hugur slökkviliðsins sé hjá aðstandendum þeirra sem létust. Eftir samstöðufundinn leiddi lögregla göngu að húsinu þar sem fólk lagði blóm við húsið. Búið að vara við því að þetta gæti gerst Íbúar í Vesturbænum segja að bæði sé ríkjandi sorg og reiði í hverfinu. Íbúar hafi ítrekað lýst áhyggjum sínum af aðstæðunum í húsinu. „Þetta var eiginlega nánast viðbúið. Það var búið að vara við þessu, að þetta gæti gerst, og núna hefur þetta gerst,“ segir einn íbúi Vesturbæjarins. Hann sé ekki tilbúinn að búa í samfélagi þar sem það viðgengst að verkafólk búi við jafn slæmar aðstæður og raun ber vitni. Jafnframt sagði hann málið stafa af kerfislægum vanda sem fælist í því að almennt væri samþykkt að erlent verkafólk lifði við aðstæður líkar þeim sem voru í húsinu sem brann. Svipmyndir frá fundinum og fleiri viðtöl má sjá í spilaranum efst í fréttinni.
Bruni á Bræðraborgarstíg Slökkvilið Reykjavík Tengdar fréttir Hafa ekki enn borið kennsl á hin látnu Kennslanefnd ríkislögreglustjóra vinnur enn að því að bera kennsl á þau þrjú sem létust í eldsvoða á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu í vesturbæ Reykjavíkur á fimmtudag. 28. júní 2020 18:20 Þrír látnir eftir eldsvoðann í gær Þrír eru látnir og tveir eru á gjörgæslu eftir að eldur kviknaði í íbúðarhúsi í Vesturbæ Reykjavíkur í gær. Einn hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi. 26. júní 2020 09:01 Lögðu blóm að Bræðraborgarstíg 1 Um þrjú hundruð manns gengu að Bræðraborgarstíg 1 og lögðu blóm að húsinu sem brann til kaldra kola á fimmtudag til að heiðra minningu þeirra sem fórust í brunanum. 28. júní 2020 13:51 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Hafa ekki enn borið kennsl á hin látnu Kennslanefnd ríkislögreglustjóra vinnur enn að því að bera kennsl á þau þrjú sem létust í eldsvoða á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu í vesturbæ Reykjavíkur á fimmtudag. 28. júní 2020 18:20
Þrír látnir eftir eldsvoðann í gær Þrír eru látnir og tveir eru á gjörgæslu eftir að eldur kviknaði í íbúðarhúsi í Vesturbæ Reykjavíkur í gær. Einn hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi. 26. júní 2020 09:01
Lögðu blóm að Bræðraborgarstíg 1 Um þrjú hundruð manns gengu að Bræðraborgarstíg 1 og lögðu blóm að húsinu sem brann til kaldra kola á fimmtudag til að heiðra minningu þeirra sem fórust í brunanum. 28. júní 2020 13:51