Húsið sem brann hefur ítrekað ratað í fjölmiðla Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. júní 2020 17:40 Frá vettvangi brunans í dag. Vísir/vilhelm Húsið að Bræðraborgarstíg 1 sem brann síðdegis í dag hefur ítrekað ratað í fjölmiðla í gegnum tíðina. Árið 2015 lýsti fyrrverandi leigjandi því sem „óhæfum mannabústað“ í viðtali við Stundina og þá var ungbarnaleikskóli þar til húsa fyrir nokkrum árum, sem lokað var eftir ásakanir um ofbeldi á hendur stjórnendum. Eldurinn kviknaði í húsinu á fjórða tímanum og allt tiltækt lið slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins var kallað út. Húsið er gjörónýtt og voru fjórir fluttir á slysadeild. Samkvæmt frásögnum sjónarvotta voru jafnframt nokkrir handteknir á vettvangi. „Með öllu óhæfur mannabústaður“ Stundin ræddi við Jóhannes Ingibjartsson, þá fyrrverandi leigjanda í húsinu, árið 2015. Hann lýsti því að í húsinu byggi fjöldi manns, aðallega útlendingar í stökum herbergjum. Þá væri þar allt morandi í myglusvepp. Jóhannes sagði í samtali við Stundina á sínum tíma að húsið væri með „öllu óhæfur mannabústaðir“. Hann hafi verið eini Íslendingurinn sem bjó í húsinu á sínum tíma og leigt þar lítið herbergi á 90 þúsund krónur á mánuði. Þá lýsti hann gjörónýtum gluggum og engum brunaútgönguleiðum. „Ef kviknaði í stigaganginum yrði fólk að steypa sér gegnum gluggana af 2-3 hæð eða verða eldsmatur,“ skrifaði Jóhannes í skeyti til Stundarinnar árið 2015. Leikskólinn 101 og ruslahaugur Þá var ungbarnaleikskólinn Leikskólinn 101 til húsa á neðstu hæð hússins um árabil en honum var lokað árið 2013 eftir að ásakanir voru bornar á hendur starfsmönnum um harðræði gegn börnum sem þar voru í vistun. Málið komst upp þegar tveir sumarstarfsmenn leikskólans sýndu Barnaverndarnefnd Reykjavíkur myndskeið af meintu harðræði í ágúst 2013 og tilkynntu málið þá til lögreglu. Lögregla rannsakaði málið en lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu ákvað ári síðar að fella málið niður. Leikskólinn var svo tekinn til gjaldþrotaskipta árið 2015. Þá hefur líka verið fjallað um málefni hússins allra síðustu ár. Sumarið 2018 fjallaði Eiríkur Jónsson um slæma umgengni við húsið að Bræðraborgarstíg 1, sem í umfjöllun hans er sagt hýsa starfsmenn starfsmannaleigu. Íbúi í nágrenninu hafði þá nokkrum sinnum kvartað yfir umgengni við húsið, þar sem myndast hafði stór ruslahaugur. Reykjavík Bruni á Bræðraborgarstíg Tengdar fréttir „Húsið eiginlega farið“ „Eins og þið sjáið bak við mig þá er húsið eiginlega farið, þetta háreista hús en viðbyggingin virðist hafa sloppið,“ sagði Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri í samtali við fréttastofu á vettvangi brunans á Vesturgötu. 25. júní 2020 17:21 Reykjarmökkinn lagði yfir vesturborgina Mikinn reyk hefur lagt yfir vesturhluta Reykjavíkur nú síðdegis eftir að eldur kviknaði í íbúðarhúsi á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu á fjórða tímanum. 25. júní 2020 16:42 Eldsvoði á horni Vesturgötu og Bræðraborgarstígs Eldur logar nú í íbúðarhúsi á horni Vesturgötu og Bræðraborgarstígs. 25. júní 2020 15:28 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Húsið að Bræðraborgarstíg 1 sem brann síðdegis í dag hefur ítrekað ratað í fjölmiðla í gegnum tíðina. Árið 2015 lýsti fyrrverandi leigjandi því sem „óhæfum mannabústað“ í viðtali við Stundina og þá var ungbarnaleikskóli þar til húsa fyrir nokkrum árum, sem lokað var eftir ásakanir um ofbeldi á hendur stjórnendum. Eldurinn kviknaði í húsinu á fjórða tímanum og allt tiltækt lið slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins var kallað út. Húsið er gjörónýtt og voru fjórir fluttir á slysadeild. Samkvæmt frásögnum sjónarvotta voru jafnframt nokkrir handteknir á vettvangi. „Með öllu óhæfur mannabústaður“ Stundin ræddi við Jóhannes Ingibjartsson, þá fyrrverandi leigjanda í húsinu, árið 2015. Hann lýsti því að í húsinu byggi fjöldi manns, aðallega útlendingar í stökum herbergjum. Þá væri þar allt morandi í myglusvepp. Jóhannes sagði í samtali við Stundina á sínum tíma að húsið væri með „öllu óhæfur mannabústaðir“. Hann hafi verið eini Íslendingurinn sem bjó í húsinu á sínum tíma og leigt þar lítið herbergi á 90 þúsund krónur á mánuði. Þá lýsti hann gjörónýtum gluggum og engum brunaútgönguleiðum. „Ef kviknaði í stigaganginum yrði fólk að steypa sér gegnum gluggana af 2-3 hæð eða verða eldsmatur,“ skrifaði Jóhannes í skeyti til Stundarinnar árið 2015. Leikskólinn 101 og ruslahaugur Þá var ungbarnaleikskólinn Leikskólinn 101 til húsa á neðstu hæð hússins um árabil en honum var lokað árið 2013 eftir að ásakanir voru bornar á hendur starfsmönnum um harðræði gegn börnum sem þar voru í vistun. Málið komst upp þegar tveir sumarstarfsmenn leikskólans sýndu Barnaverndarnefnd Reykjavíkur myndskeið af meintu harðræði í ágúst 2013 og tilkynntu málið þá til lögreglu. Lögregla rannsakaði málið en lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu ákvað ári síðar að fella málið niður. Leikskólinn var svo tekinn til gjaldþrotaskipta árið 2015. Þá hefur líka verið fjallað um málefni hússins allra síðustu ár. Sumarið 2018 fjallaði Eiríkur Jónsson um slæma umgengni við húsið að Bræðraborgarstíg 1, sem í umfjöllun hans er sagt hýsa starfsmenn starfsmannaleigu. Íbúi í nágrenninu hafði þá nokkrum sinnum kvartað yfir umgengni við húsið, þar sem myndast hafði stór ruslahaugur.
Reykjavík Bruni á Bræðraborgarstíg Tengdar fréttir „Húsið eiginlega farið“ „Eins og þið sjáið bak við mig þá er húsið eiginlega farið, þetta háreista hús en viðbyggingin virðist hafa sloppið,“ sagði Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri í samtali við fréttastofu á vettvangi brunans á Vesturgötu. 25. júní 2020 17:21 Reykjarmökkinn lagði yfir vesturborgina Mikinn reyk hefur lagt yfir vesturhluta Reykjavíkur nú síðdegis eftir að eldur kviknaði í íbúðarhúsi á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu á fjórða tímanum. 25. júní 2020 16:42 Eldsvoði á horni Vesturgötu og Bræðraborgarstígs Eldur logar nú í íbúðarhúsi á horni Vesturgötu og Bræðraborgarstígs. 25. júní 2020 15:28 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
„Húsið eiginlega farið“ „Eins og þið sjáið bak við mig þá er húsið eiginlega farið, þetta háreista hús en viðbyggingin virðist hafa sloppið,“ sagði Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri í samtali við fréttastofu á vettvangi brunans á Vesturgötu. 25. júní 2020 17:21
Reykjarmökkinn lagði yfir vesturborgina Mikinn reyk hefur lagt yfir vesturhluta Reykjavíkur nú síðdegis eftir að eldur kviknaði í íbúðarhúsi á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu á fjórða tímanum. 25. júní 2020 16:42
Eldsvoði á horni Vesturgötu og Bræðraborgarstígs Eldur logar nú í íbúðarhúsi á horni Vesturgötu og Bræðraborgarstígs. 25. júní 2020 15:28