Tókst ekki að bæta heimsmetið en bættu eigið Íslandsmet Anton Ingi Leifsson skrifar 25. júní 2020 15:00 Eggert Unnar Sæþórsson reyndi við heimsmet á Stöð 2 eSport í gær ásamt þeim Ými og Axel. mynd/eggert unnar Rafíþróttamennirnir Axel Guðmundsson, Eggert Gunnar Snæþórsson og Ýmir Kolka Júlíusson reyndu við heimsmet í Call of Duty: Warzone í gær. Það tókst ekki en þeir bættu þó eigið Íslandsmet. Strákarnir reyndu við heimsmetið í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport í gær en það tókst ekki. Þeir þrír áttu þó Íslandsmetið og bættu það í gær en þeir náðu samtals 58 drápum, sem er nýtt Íslandsmet. „Þeir fóru algjörum hamförum en það tók þá smá tíma að venjast því að spila með ljósin og myndavélarnar og það var ekki fyrr en það leið á kvöldið sem þeir fóru að sýna meistarataktana,“ sagði Aron Ólafsson, framkvæmdastjóri Rafíþróttasambandsins í samtali við Vísi. „Það var mikill hraði og fjör í útsendingunni. Það var gaman að sjá snerpuna og hæfileikana hjá þessum strákum. Við eigum svo frambærilega rafíþróttamenn og þó að þeir hafi ekki alveg náð heimsmetinu þá sýndu þeir okkur sem heima sátum hversu ótrúlega góðir þeir eru,“ bætti Aron við. Eggert Unnar var svekktur þegar Vísir heyrði í honum fyrr í dag. „Já og nei,“ svaraði Eggert er hann var spurður hvort að hann væri sáttur með frammistöðuna. „Mér fannst við aldrei komast í „“grúv“ og náðum aldrei neinu flæði. Þetta var allt nýtt fyrir okkur og það er eitt að spila heima og annað að vera mættur þarna.“ Hann segir að það komi vel til greina að reyna aftur við metið. „Nú er boltinn hjá Stöð 2 og spurning hvort eða hvenær þetta verður reynt aftur. Mér finnst það mjög líklegt og þá getum við lært af þessu í gær.“ Gærdagurinn var, eins og áður segir, ekki bara dökkur því þríeykið bætti eigið Íslandsmet. „Við náðum einum góðum leik og í endann var þetta mjög gaman, svo ég er sáttur við það,“ sagði Eggert. Rafíþróttir Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Fleiri fréttir Dusty enn á toppnum eftir sigur á Hetti Höfuðandstæðingarnir tveir skiptu sjöttu umferð á milli sín Dvergarnir voru of stór biti fyrir Coup de Brains að kyngja Selir enn á hælum Þórs í Overwatch Þrjú efstu örugg áfram í Valorant Þríframlengt í „gjörsamlega svakalegum“ leik Keflvíkingar spyrntu sér af botninum Dusty sigraði fjandvinaslaginn við Ármann Kristófer komst upp fyrir Denas í Fortnite Bráðabani í æsispennandi netskákeinvígi Tæknin varð Breiðnefjum fjötur um fót í Dota2 Þór sigraðist á Selum í toppbaráttunni Topplið Venus hélt Grýlum á botninum Fyrsti sigur Rafík innsiglaður með „jarðsetningu“ á Sögu Grænlensku börnin spiluðu tölvuleiki með stjörnur í augunum Hnífjafnt á toppnum í Rocket League Míludeildin er stærsta Valorant-mótið frá upphafi Venus skellti Skagamönnum á botninn Denas og Kristófer stinga af í ELKO-Deildinni TÍK horfir fram á veginn frá Bessastöðum Félagslegi þátturinn vegur þungt á rafíþróttaæfingum Fjölnis Sjá meira
Rafíþróttamennirnir Axel Guðmundsson, Eggert Gunnar Snæþórsson og Ýmir Kolka Júlíusson reyndu við heimsmet í Call of Duty: Warzone í gær. Það tókst ekki en þeir bættu þó eigið Íslandsmet. Strákarnir reyndu við heimsmetið í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport í gær en það tókst ekki. Þeir þrír áttu þó Íslandsmetið og bættu það í gær en þeir náðu samtals 58 drápum, sem er nýtt Íslandsmet. „Þeir fóru algjörum hamförum en það tók þá smá tíma að venjast því að spila með ljósin og myndavélarnar og það var ekki fyrr en það leið á kvöldið sem þeir fóru að sýna meistarataktana,“ sagði Aron Ólafsson, framkvæmdastjóri Rafíþróttasambandsins í samtali við Vísi. „Það var mikill hraði og fjör í útsendingunni. Það var gaman að sjá snerpuna og hæfileikana hjá þessum strákum. Við eigum svo frambærilega rafíþróttamenn og þó að þeir hafi ekki alveg náð heimsmetinu þá sýndu þeir okkur sem heima sátum hversu ótrúlega góðir þeir eru,“ bætti Aron við. Eggert Unnar var svekktur þegar Vísir heyrði í honum fyrr í dag. „Já og nei,“ svaraði Eggert er hann var spurður hvort að hann væri sáttur með frammistöðuna. „Mér fannst við aldrei komast í „“grúv“ og náðum aldrei neinu flæði. Þetta var allt nýtt fyrir okkur og það er eitt að spila heima og annað að vera mættur þarna.“ Hann segir að það komi vel til greina að reyna aftur við metið. „Nú er boltinn hjá Stöð 2 og spurning hvort eða hvenær þetta verður reynt aftur. Mér finnst það mjög líklegt og þá getum við lært af þessu í gær.“ Gærdagurinn var, eins og áður segir, ekki bara dökkur því þríeykið bætti eigið Íslandsmet. „Við náðum einum góðum leik og í endann var þetta mjög gaman, svo ég er sáttur við það,“ sagði Eggert.
Rafíþróttir Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Fleiri fréttir Dusty enn á toppnum eftir sigur á Hetti Höfuðandstæðingarnir tveir skiptu sjöttu umferð á milli sín Dvergarnir voru of stór biti fyrir Coup de Brains að kyngja Selir enn á hælum Þórs í Overwatch Þrjú efstu örugg áfram í Valorant Þríframlengt í „gjörsamlega svakalegum“ leik Keflvíkingar spyrntu sér af botninum Dusty sigraði fjandvinaslaginn við Ármann Kristófer komst upp fyrir Denas í Fortnite Bráðabani í æsispennandi netskákeinvígi Tæknin varð Breiðnefjum fjötur um fót í Dota2 Þór sigraðist á Selum í toppbaráttunni Topplið Venus hélt Grýlum á botninum Fyrsti sigur Rafík innsiglaður með „jarðsetningu“ á Sögu Grænlensku börnin spiluðu tölvuleiki með stjörnur í augunum Hnífjafnt á toppnum í Rocket League Míludeildin er stærsta Valorant-mótið frá upphafi Venus skellti Skagamönnum á botninn Denas og Kristófer stinga af í ELKO-Deildinni TÍK horfir fram á veginn frá Bessastöðum Félagslegi þátturinn vegur þungt á rafíþróttaæfingum Fjölnis Sjá meira
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti