Segir garðyrkjumenn fá fyrir hjartað þegar aspir eru kollaðar Atli Ísleifsson skrifar 24. júní 2020 08:54 Gurrý Helgadóttir var gestur Bítismanna í morgun. Facebook/Vísir/Vilhelm Guðríður Helgadóttir garðyrkjufræðingur, betur þekkt sem Gurrý, segir það vera í góðu lagi að saga til aspir á þessum árstíma. Hún segir flest tré taka því vel að þau séu klippt til. „En hins vegar þá erum við garðyrkumenn, við fáum sting í hjartað þegar aspir eru kollaðar. Þegar tekinn er helmingur ofan af stórri ösp. Tréð á mjög erfitt með að höndla það í framtíðinni.“ Gurrý var gestur í Bítinu í morgun þar sem aspir voru til umræðu. Hún segir bol trésins ekki vera hannaðan til að vera efsti parturinn af trénu. „Hann á bara að vera inni í miðjunni. Það sem gerist með tímanum, yfirleitt með aspir sem hafa verið kollaðar svona, það kemur fúa ofan í miðjan stofninni. Áður en það gerist verður aukinn greinavöxtur efst í trénu, rétt fyrir neðan staðinn þar sem hefur verið sagað, þannig að það verða ofboðslega stórar og grófar greinar sem koma þar út og þær í raun raska jafnvæginu í trénu. Það samhliða fúanum sem óhjákvæmilega kemur alltaf í trénu með tímanum, það eykur hættuna á því að tréð klofni þegar fram líða stundir.“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni að neðan. Gott að móta alveg frá upphafi Gurrý segir að það sem best er að gera ef maður er með ösp í garðinum og vill ekki að hún fari yfir ákveðna hæð, þá setji maður niður tré sem sé minna en maður ætlar að hafa. „Leyfir því að vaxa upp í hæðina og um leið og það nær þeirri hæð þá fer maður alltaf að taka toppinn af því, bara eins og maður er að rækja ávaxtatré eða bonsai eða eitthvað slíkt. Það er því gott ef maður nær að móta það alveg frá upphafi.“ Sitji oft upp með himinháar aspir Gurrý segir að fólk sitji hins vegar oft uppi með himinháar aspir í garðinum sem skyggi á allt nærumhverfið. „Þá er það eiginlega betra að taka allt tréð í burtu og setja annað tré sem hentar betur fyrir viðkomandi aðstæður. „Þessi tré sem hafa verið tekin svona niður, þau munu aldrei verða falleg. Þá er sniðugt að taka þau í burtu. Þá er einmitt tíminn núna, þegar aspirnar eru nýlaufgaðar, eru þær búnar að nota allan forðann sem þær söfnuðu í síðasta sumar til þess að koma laufblöðunum út, þannig að núna, á þessum tíma þegar trén eru tekin alveg í burtu þá er forðinn sem þær áttu mjög lítill. Það dregur því úr rótarskotum.“ Aspir verða jafnan himinháar.Vísir/Vilhelm Sumir kalla um aspir sem risaarfa. Er kannski ekki æskilegt að vera með aspir í húsagörðum? „Ef ég á að tala sem manneskja sem hefur stundum verið að selja plöntur… Það eru mörg ár síðan garðyrkjumenn ráðlögðu að setja aspir í litla húsagarða. Þær verða svo ofboðslega stórar og miklar og garðarnir fara minnkandi. Aftur á móti á opnum svæðum hjá sveitarfélögum þá eru þetta alveg frábær tré til að búa til háskjól í hverfum. Lyktin af þeim er náttúrulega æðisleg og þær eru mjög fallegar. En sem tré inni í litla garða þá eru þær eru þær eiginlega dottnar af vinsældalistanum. Maður ráðleggur frekar smærri tré sem verður þá blómstrandi og eitthvað slíkt,“ segir Gurrý. Garðyrkja Bítið Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Fleiri fréttir Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Sjá meira
Guðríður Helgadóttir garðyrkjufræðingur, betur þekkt sem Gurrý, segir það vera í góðu lagi að saga til aspir á þessum árstíma. Hún segir flest tré taka því vel að þau séu klippt til. „En hins vegar þá erum við garðyrkumenn, við fáum sting í hjartað þegar aspir eru kollaðar. Þegar tekinn er helmingur ofan af stórri ösp. Tréð á mjög erfitt með að höndla það í framtíðinni.“ Gurrý var gestur í Bítinu í morgun þar sem aspir voru til umræðu. Hún segir bol trésins ekki vera hannaðan til að vera efsti parturinn af trénu. „Hann á bara að vera inni í miðjunni. Það sem gerist með tímanum, yfirleitt með aspir sem hafa verið kollaðar svona, það kemur fúa ofan í miðjan stofninni. Áður en það gerist verður aukinn greinavöxtur efst í trénu, rétt fyrir neðan staðinn þar sem hefur verið sagað, þannig að það verða ofboðslega stórar og grófar greinar sem koma þar út og þær í raun raska jafnvæginu í trénu. Það samhliða fúanum sem óhjákvæmilega kemur alltaf í trénu með tímanum, það eykur hættuna á því að tréð klofni þegar fram líða stundir.“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni að neðan. Gott að móta alveg frá upphafi Gurrý segir að það sem best er að gera ef maður er með ösp í garðinum og vill ekki að hún fari yfir ákveðna hæð, þá setji maður niður tré sem sé minna en maður ætlar að hafa. „Leyfir því að vaxa upp í hæðina og um leið og það nær þeirri hæð þá fer maður alltaf að taka toppinn af því, bara eins og maður er að rækja ávaxtatré eða bonsai eða eitthvað slíkt. Það er því gott ef maður nær að móta það alveg frá upphafi.“ Sitji oft upp með himinháar aspir Gurrý segir að fólk sitji hins vegar oft uppi með himinháar aspir í garðinum sem skyggi á allt nærumhverfið. „Þá er það eiginlega betra að taka allt tréð í burtu og setja annað tré sem hentar betur fyrir viðkomandi aðstæður. „Þessi tré sem hafa verið tekin svona niður, þau munu aldrei verða falleg. Þá er sniðugt að taka þau í burtu. Þá er einmitt tíminn núna, þegar aspirnar eru nýlaufgaðar, eru þær búnar að nota allan forðann sem þær söfnuðu í síðasta sumar til þess að koma laufblöðunum út, þannig að núna, á þessum tíma þegar trén eru tekin alveg í burtu þá er forðinn sem þær áttu mjög lítill. Það dregur því úr rótarskotum.“ Aspir verða jafnan himinháar.Vísir/Vilhelm Sumir kalla um aspir sem risaarfa. Er kannski ekki æskilegt að vera með aspir í húsagörðum? „Ef ég á að tala sem manneskja sem hefur stundum verið að selja plöntur… Það eru mörg ár síðan garðyrkjumenn ráðlögðu að setja aspir í litla húsagarða. Þær verða svo ofboðslega stórar og miklar og garðarnir fara minnkandi. Aftur á móti á opnum svæðum hjá sveitarfélögum þá eru þetta alveg frábær tré til að búa til háskjól í hverfum. Lyktin af þeim er náttúrulega æðisleg og þær eru mjög fallegar. En sem tré inni í litla garða þá eru þær eru þær eiginlega dottnar af vinsældalistanum. Maður ráðleggur frekar smærri tré sem verður þá blómstrandi og eitthvað slíkt,“ segir Gurrý.
Garðyrkja Bítið Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Fleiri fréttir Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Sjá meira