Dæmdur fyrir að fróa sér á almannafæri Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. júní 2020 17:39 Maðurinn var ákærður fyrir blygðunarsemisbrot gagnvart tveimur borgurum og tveimur lögregluþjónum. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi á dögunum karlmann til þriggja mánaða fangelsisvistar fyrir að fróa sér á almannafæri. Dómurinn er skilorðsbundinn til tveggja ára. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa berað kynfæri sín og fróað sér utandyra á gatnamótum Gunnarsbrautar og Kjartansgötu í Reykjavík, þann 8. september 2018. Tveir borgarar, sem ekki eru nefndir á nafn í dómi héraðsdóms, urðu vitni að athæfi mannsins, sem og fjórir lögregluþjónar. Maðurinn var upphaflega ákærður fyrir blygðunarsemisbrot gegn öllum sem urðu vitni að atvikinu, en síðar var fallið frá saksókn fyrir að særa blygðunarsemi tveggja lögreglumannanna. Maðurinn neitaði sök og krafðist sýknu í málinu. Í dómi héraðsdóms kemur fram að þrátt fyrir að neita sök kannaðist maðurinn við að hafa verið á umræddum gatnamótum á umræddum tíma. Kvaðst hann hafa verið ölvaður, í „black out-ástandi“ og sagðist hafa verið að kasta af sér vatni. Við skýrslutöku vegna málsins, sama dag og atvikið átti sér stað, kvaðst maðurinn þó ekki muna eftir athæfinu. Hjón nokkur sem báru vitni í málinu sögðu bæði af og frá að maðurinn hefði verið að kasta af sér vatni. Eins sögðu þau að enginn vafi hafi verið um að maðurinn hefði verið að fróa sér. Þetta rímar við vitnisburð tveggja lögreglumanna sem komu á vettvang, en annar þeirra sagði meðal annars að limur mannsins hafi verið reistur og hann hafi skakað sér utan í nálæga bifreið. Hinn sagðist hafa séð til mannsins með buxurnar á hælunum, en sá hann þó ekki fróa sér, þar sem hann hafði ekki samskipti við ákærða, heldur önnur vitni. Í dómi yfir manninum kemur fram að fyrri sakaferill hans, sem ekki er nánar rakinn, hafi ekki þýðingu við úrlausn málsins. Því sé hæfileg refsins þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Eins var maðurinn dæmdur til að greiða málsvarnarlaun verjanda síns og þóknun fyrri verjanda. Dómsmál Reykjavík Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi á dögunum karlmann til þriggja mánaða fangelsisvistar fyrir að fróa sér á almannafæri. Dómurinn er skilorðsbundinn til tveggja ára. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa berað kynfæri sín og fróað sér utandyra á gatnamótum Gunnarsbrautar og Kjartansgötu í Reykjavík, þann 8. september 2018. Tveir borgarar, sem ekki eru nefndir á nafn í dómi héraðsdóms, urðu vitni að athæfi mannsins, sem og fjórir lögregluþjónar. Maðurinn var upphaflega ákærður fyrir blygðunarsemisbrot gegn öllum sem urðu vitni að atvikinu, en síðar var fallið frá saksókn fyrir að særa blygðunarsemi tveggja lögreglumannanna. Maðurinn neitaði sök og krafðist sýknu í málinu. Í dómi héraðsdóms kemur fram að þrátt fyrir að neita sök kannaðist maðurinn við að hafa verið á umræddum gatnamótum á umræddum tíma. Kvaðst hann hafa verið ölvaður, í „black out-ástandi“ og sagðist hafa verið að kasta af sér vatni. Við skýrslutöku vegna málsins, sama dag og atvikið átti sér stað, kvaðst maðurinn þó ekki muna eftir athæfinu. Hjón nokkur sem báru vitni í málinu sögðu bæði af og frá að maðurinn hefði verið að kasta af sér vatni. Eins sögðu þau að enginn vafi hafi verið um að maðurinn hefði verið að fróa sér. Þetta rímar við vitnisburð tveggja lögreglumanna sem komu á vettvang, en annar þeirra sagði meðal annars að limur mannsins hafi verið reistur og hann hafi skakað sér utan í nálæga bifreið. Hinn sagðist hafa séð til mannsins með buxurnar á hælunum, en sá hann þó ekki fróa sér, þar sem hann hafði ekki samskipti við ákærða, heldur önnur vitni. Í dómi yfir manninum kemur fram að fyrri sakaferill hans, sem ekki er nánar rakinn, hafi ekki þýðingu við úrlausn málsins. Því sé hæfileg refsins þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Eins var maðurinn dæmdur til að greiða málsvarnarlaun verjanda síns og þóknun fyrri verjanda.
Dómsmál Reykjavík Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira