Brosmildir Kringlugestir tóku hundunum fagnandi Sylvía Hall skrifar 14. júní 2020 15:52 Þessi hundur fékk að kíkja í Kringluferð í dag. Vísir/Einar Kringlan leyfði í fyrsta sinn hunda í verslunarmiðstöðinni í dag en framvegis verður heimilt að taka með sér smáhunda í verslunarmiðstöðina á sunnudögum. Stærri hundar eru ekki bannaðir, en þó eru viðskiptavinir beðnir vinsamlega um að virða þær reglur sem gilda um heimsóknir hundanna. „Skilyrði eru að það sé hægt að halda á þeim í rúllustiga og/eða kippa þeim í fangið ef eitthvað kemur upp á. Skv reglugerðum eru hundar ekki leyfðir í matvöruverslanir, inn á snyrti - og læknastofur. Viðskiptavinir eru beðnir um að sýna þeim verslunum/ þjónustuaðilum skilning, sem ekki eru í stakk búin að leyfa hundaheimsóknir.“ Soffía Kristín Kwaszenko var á meðal þeirra hundaeigenda sem lagði leið sína í Kringluna í dag. Hún sagði nauðsynlegt að halda daginn hátíðlegan og var ánægð með breytingarnar. Soffía segir mikið gleðiefni að öll fjölskyldan geti nú farið í Kringluna.Vísir/einar „Þetta gekk alveg rosalega vel fyrir sig. Hundurinn þarf umhverfisþjálfun og hefur lítið verið í svona aðstæðum, en hann stóð sig með prýði. Fólk var rosalega brosmilt og glatt að sjá hann,“ sagði Soffía, en hún tók hundinn sinn Mangó með sér. „Þetta er smá skref í rétta átt. Vonandi taka fleiri þetta upp og að þetta verði alla daga. Ég vona að aðrir hundaeigendur verði okkur til sóma.“ Hún segist hafa tekið eftir umræðu á samfélagsmiðlum um mögulegan sóðaskap vegna hundanna. Sjálf hefur hún litlar áhyggjur af því, enda sé það undir eigendum komið að þjálfa hundana og að þeir séu yfirleitt þrifalegri en mannfólkið. „Ég held að hundarnir hafi vinninginn þar.“ Þetta verkefni Kringlunnar hefur fengið leyfi frá umhverfisráðuneytinu og heilbrigðiseftirliti borgarinnar. Það er þó í stöðugu endurmati og eru viðskiptavinir beðnir um að kynna sér þær reglur og skilmála sem Kringlan hefur sett fram. Hér að neðan má sjá nokkra káta gesti Kringlunnar í dag, sem voru margir hverjir í loðnari kantinum. Vísir/einar vísir/Einar vísir/einar vísir/einar vísir/Einar Dýr Verslun Gæludýr Reykjavík Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Kringlan leyfði í fyrsta sinn hunda í verslunarmiðstöðinni í dag en framvegis verður heimilt að taka með sér smáhunda í verslunarmiðstöðina á sunnudögum. Stærri hundar eru ekki bannaðir, en þó eru viðskiptavinir beðnir vinsamlega um að virða þær reglur sem gilda um heimsóknir hundanna. „Skilyrði eru að það sé hægt að halda á þeim í rúllustiga og/eða kippa þeim í fangið ef eitthvað kemur upp á. Skv reglugerðum eru hundar ekki leyfðir í matvöruverslanir, inn á snyrti - og læknastofur. Viðskiptavinir eru beðnir um að sýna þeim verslunum/ þjónustuaðilum skilning, sem ekki eru í stakk búin að leyfa hundaheimsóknir.“ Soffía Kristín Kwaszenko var á meðal þeirra hundaeigenda sem lagði leið sína í Kringluna í dag. Hún sagði nauðsynlegt að halda daginn hátíðlegan og var ánægð með breytingarnar. Soffía segir mikið gleðiefni að öll fjölskyldan geti nú farið í Kringluna.Vísir/einar „Þetta gekk alveg rosalega vel fyrir sig. Hundurinn þarf umhverfisþjálfun og hefur lítið verið í svona aðstæðum, en hann stóð sig með prýði. Fólk var rosalega brosmilt og glatt að sjá hann,“ sagði Soffía, en hún tók hundinn sinn Mangó með sér. „Þetta er smá skref í rétta átt. Vonandi taka fleiri þetta upp og að þetta verði alla daga. Ég vona að aðrir hundaeigendur verði okkur til sóma.“ Hún segist hafa tekið eftir umræðu á samfélagsmiðlum um mögulegan sóðaskap vegna hundanna. Sjálf hefur hún litlar áhyggjur af því, enda sé það undir eigendum komið að þjálfa hundana og að þeir séu yfirleitt þrifalegri en mannfólkið. „Ég held að hundarnir hafi vinninginn þar.“ Þetta verkefni Kringlunnar hefur fengið leyfi frá umhverfisráðuneytinu og heilbrigðiseftirliti borgarinnar. Það er þó í stöðugu endurmati og eru viðskiptavinir beðnir um að kynna sér þær reglur og skilmála sem Kringlan hefur sett fram. Hér að neðan má sjá nokkra káta gesti Kringlunnar í dag, sem voru margir hverjir í loðnari kantinum. Vísir/einar vísir/Einar vísir/einar vísir/einar vísir/Einar
Dýr Verslun Gæludýr Reykjavík Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira