„Eiginlega einhugur“ um að opna innri landamærin á undan þeim ytri Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. júní 2020 11:30 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir að aðildarríki Schengen-samstarfsins séu eiginlega einhuga um það að opna innri landamærin sín á milli fyrst áður en þau opni ytri landamæri Schengen-svæðisins í sameiningu. Þetta kom fram í viðtali við Áslaugu Örnu í Bítinu á morgun þar sem rætt var um fyrirhugaðar skimanir á landamærum Íslands og opnun ytri landamæra Schengen-samstarfsins. Sem kunnugt er hafa verulegar ferðatakmarkanir verið í gildi á ytri landamærum Schengen-svæðisins frá því í mars sem gerir það til að mynda að verkum að Bandaríkjamenn geta ekki ferðast hingað til lands, nema í mjög afmörkuðum tilvikum. Nú þegar kórónuveirufaraldurinn er kominn í lægð víða um heim hafa fulltrúar aðildarríkja Schengen hins vegar rætt sín á milli hvenær eigi að opna ytri landamærin aftur. „Núna hefur verið mikil umræða um hvenær eigi og hvernig eigi að opna. Mörg lönd eru auðvitað enn með talsverðar lokanir hjá sér, á innri landamærum og markmiðið, það er eiginlega einhugur, það eru nokkur lönd sem eru þessu ósammála, en markmiðið hjá flestum er þá að opna innri landamærin fyrst og leyfa þá frjálsa för fólks innan Schengen-svæðisins og opna síðan saman ytri landamærin,“ sagði Áslaug Arna í Bítinu. Landamæri Íslands hafa verið opin fyrir íbúa og ríkisborgara EES og Sviss, með þeim skilyrðum að þeir fari í fjórtán daga sóttkví við komu til landsins. Frá og með 15. júní munu þeir sem koma til landsins eiga kost á því að fara í sýnatöku vegna COVID-19 á landamærum í stað fjórtán daga sóttkvíar. Í gær sagði Áslaug Arna að það væri markmið Schengen-ríkjanna að opna innri landamæri sín á milli á tímabilinu frá 15. júní til 1.júlí en ytri landamæri Schengen-svæðisins yrðu áfram lokuð til 1. júlí. Áslaug Arna segir þó að Ísland hafi beint ákveðnun tilmælum til ESB og Schengen þar sem Ísland væri eyja sem þar að auki reiddi sig á ferðamenn sem kæmu utan Schengen-svæðisins. „Þess vegna höfum við nú beint þeim tilmælum að við værum til í að opna fyrr hjá okkur, sérstaklega ef þeir ætla, einhver lönd, að framlengja eftir 1. júlí, og taka þá upp brottfarareftirlit hér. Þannig að við verðum landamæri fyrir Schengen en hleypum aðilum hingað inn,“ sagði Áslaug Arna. Viðbrögð hafi þó ekki borist að utan við þessum hugmyndum, enn sem komið er. Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir að aðildarríki Schengen-samstarfsins séu eiginlega einhuga um það að opna innri landamærin sín á milli fyrst áður en þau opni ytri landamæri Schengen-svæðisins í sameiningu. Þetta kom fram í viðtali við Áslaugu Örnu í Bítinu á morgun þar sem rætt var um fyrirhugaðar skimanir á landamærum Íslands og opnun ytri landamæra Schengen-samstarfsins. Sem kunnugt er hafa verulegar ferðatakmarkanir verið í gildi á ytri landamærum Schengen-svæðisins frá því í mars sem gerir það til að mynda að verkum að Bandaríkjamenn geta ekki ferðast hingað til lands, nema í mjög afmörkuðum tilvikum. Nú þegar kórónuveirufaraldurinn er kominn í lægð víða um heim hafa fulltrúar aðildarríkja Schengen hins vegar rætt sín á milli hvenær eigi að opna ytri landamærin aftur. „Núna hefur verið mikil umræða um hvenær eigi og hvernig eigi að opna. Mörg lönd eru auðvitað enn með talsverðar lokanir hjá sér, á innri landamærum og markmiðið, það er eiginlega einhugur, það eru nokkur lönd sem eru þessu ósammála, en markmiðið hjá flestum er þá að opna innri landamærin fyrst og leyfa þá frjálsa för fólks innan Schengen-svæðisins og opna síðan saman ytri landamærin,“ sagði Áslaug Arna í Bítinu. Landamæri Íslands hafa verið opin fyrir íbúa og ríkisborgara EES og Sviss, með þeim skilyrðum að þeir fari í fjórtán daga sóttkví við komu til landsins. Frá og með 15. júní munu þeir sem koma til landsins eiga kost á því að fara í sýnatöku vegna COVID-19 á landamærum í stað fjórtán daga sóttkvíar. Í gær sagði Áslaug Arna að það væri markmið Schengen-ríkjanna að opna innri landamæri sín á milli á tímabilinu frá 15. júní til 1.júlí en ytri landamæri Schengen-svæðisins yrðu áfram lokuð til 1. júlí. Áslaug Arna segir þó að Ísland hafi beint ákveðnun tilmælum til ESB og Schengen þar sem Ísland væri eyja sem þar að auki reiddi sig á ferðamenn sem kæmu utan Schengen-svæðisins. „Þess vegna höfum við nú beint þeim tilmælum að við værum til í að opna fyrr hjá okkur, sérstaklega ef þeir ætla, einhver lönd, að framlengja eftir 1. júlí, og taka þá upp brottfarareftirlit hér. Þannig að við verðum landamæri fyrir Schengen en hleypum aðilum hingað inn,“ sagði Áslaug Arna. Viðbrögð hafi þó ekki borist að utan við þessum hugmyndum, enn sem komið er.
Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Sjá meira