Ertu mandla? Friðrik Agni Árnason skrifar 10. júní 2020 10:30 Ég var að pæla eftir að hafa lesið í einni bók. Hefur þú átt hugmynd að einhverju verkefni eða framtaki sem þú veist innst inni að þjónar miklum tilgangi og gæti snert við fólki, hugmynd að einhverju sem gæti haft áhrif, hugmynd sem fyllir hjartað þitt tilgangi? Hefur þú einhverntímann fengið tækifæri sem kallar á hjartað þitt en gefur þér um leið fiðring í magann af bæði spennu og kvíða? Hefur þú fundið ástæðu til að láta tækifærið mistakast eða einfaldlega ekki tekið því? Hefur þú afsakað þig burt frá aðstæðum svo að þú þurfir ekki að láta til þín taka og hugsað: Ehhh, ég er hvort sem er ekki að fara gera þetta nógu vel svo af hverju að eyða tímanum mínum? Á meðan er samt sem áður stingur inn í maganum sem gnístir inn að beini og öskrar á heilann þinn að taka stökkið og æða af stað út í óvissuna. Þú þráir það af öllum krafti. Ert þú að taka ákvarðanir eða réttara sagt ,,ekki ákvarðanir” út frá ótta og efa? Erum við flest í rauninni eins og litlu dýrin. Húsflugur í viðbragðsstöðu, svífandi um stefnulaust í ótta um að vera feykt um koll eða kramin undir lífsins ólgusjó? Heilinn er magnað fyrirbæri og hefur eitthvað í sér alveg síðan frá upphafs- og þróunarárum mannkyns sem kallast Mandla (e. Amygdala) og er hluti af randkerfi heilans. Þessi hluti hefur miklu að stjórna þegar kemur að tilfinningalegu atferli. Mandlan varar okkur við hættuástandi og þjónaði því miklum tilgangi þegar heimurinn var mun skæðari en hann er núna þegar menn voru ekki jafn þróaðir vitsmunalega og jafn vel til varna búnir og voru ætíð í einhverskonar viðbragðsstöðu. En mandlan er ennþá þarna og í raun triggerar hún ennþá ótta dags daglega en ekki alltaf í raunverulegum hættuaðstæðum. Mandlan fer af stað í óttasköpun fyrir okkur þegar við finnum að við erum í lausu lofti. T.d. þegar við erum að bíða eftir svörum vegna vinnu sem okkur dauðlangar í, þegar við erum í óvissu. Heilinn vill ekki að við séum í óvissuástandi þannig hann fer að búa til leiðir fyrir okkur sem koma okkur frá ástandinu. Það er eðlilegt og við gefum sennilega oftast undan. Það er vegna þess við höfum ekki þjálfað aðra hluta heilans sem hefur þó getuna til að vinna gegn óttanum. Það er auðveldara að láta undan. En erum við þá á sama tíma að fórna því sem hjartað og sálin þráir? Erum við alltaf að staðfesta meira og meira meðalmennsku okkar með því að láta stjórnast af möndlunni okkar? Um leið og smjörþefurinn af góðu tækifæri er nærri þá byrjar heilinn að finna upp ástæður til að bakka út úr aðstæðum. Maður finnur afsakanir til að halda ekki áfram eins og: Hvað ef þetta verður tímasóun, of mikil vinna fyrir ekkert, ég er ekki nógu góð/ur, þessi og hin eru ekki að svara mér og ég verð að fá þeirra samþykki til að framkvæma. Þetta síðastnefnda er mjög hættuleg hugsun því hún setur svo mikið hamingjuvald í hendur annarra og við ein eigum okkar hamingju þó svo að það séu margir áhrifavaldar sem stuðla að henni. En allt eru þetta triggerandi hugsanir frá möndlunni sem verða til þess að útkoman okkar verður ekki góð. Þ.e.a.s. ef við hlustum á þessar hugsanir og látum stjórnast af þeim. Þær koma í veg fyrir að við séum sú geislandi mannvera sem okkur er ætlað að vera. Til að koma í veg fyrir að láta stjórnast af þeim þá verðum við að breyta einhverju væntanlega. Ef við viljum ekki hanga í sama þankafari þá er augljóst að við þurfum að breyta miklu. Hegðun og hugsanir breytast ekki á sjálfu sér eða með því að lesa eina bók. Hinsvegar getur það verið íkveikjan sem hrindir af stað breytingum. Heilinn, hjartað og sálin hafa getu til að gera ótrúlega hluti þegar allir þættir eru gerðir virkir í ákveðnum tilgangi, með æfingu og ásetningi. Flest okkar erum bara ekki að gefa okkur nægilegan tíma til að þjálfa þennan hluta heilans því það er svo mikið mál, svo mikil vinna, það er erfitt. Já það er erfitt. En ætlar þú að vera mandla og lifa samkvæmt efa og ótta? Eða, ætlar þú að vera geislandi mannvera sem gerir sitt besta á hverjum degi til að lifa lífinu lifandi? Höfundur er fjöllistamaður, skemmtikraftur og veislustjóri. P.S. ef eitthvað að ofan er vitlaust í líffræðilegum skilningi þá má endilega benda mér á það og leiðrétta. Efnið um heilann er tekið af Vísindavefnum og út frá bókinni The 5 a.m. Club. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrik Agni Árnason Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Ég var að pæla eftir að hafa lesið í einni bók. Hefur þú átt hugmynd að einhverju verkefni eða framtaki sem þú veist innst inni að þjónar miklum tilgangi og gæti snert við fólki, hugmynd að einhverju sem gæti haft áhrif, hugmynd sem fyllir hjartað þitt tilgangi? Hefur þú einhverntímann fengið tækifæri sem kallar á hjartað þitt en gefur þér um leið fiðring í magann af bæði spennu og kvíða? Hefur þú fundið ástæðu til að láta tækifærið mistakast eða einfaldlega ekki tekið því? Hefur þú afsakað þig burt frá aðstæðum svo að þú þurfir ekki að láta til þín taka og hugsað: Ehhh, ég er hvort sem er ekki að fara gera þetta nógu vel svo af hverju að eyða tímanum mínum? Á meðan er samt sem áður stingur inn í maganum sem gnístir inn að beini og öskrar á heilann þinn að taka stökkið og æða af stað út í óvissuna. Þú þráir það af öllum krafti. Ert þú að taka ákvarðanir eða réttara sagt ,,ekki ákvarðanir” út frá ótta og efa? Erum við flest í rauninni eins og litlu dýrin. Húsflugur í viðbragðsstöðu, svífandi um stefnulaust í ótta um að vera feykt um koll eða kramin undir lífsins ólgusjó? Heilinn er magnað fyrirbæri og hefur eitthvað í sér alveg síðan frá upphafs- og þróunarárum mannkyns sem kallast Mandla (e. Amygdala) og er hluti af randkerfi heilans. Þessi hluti hefur miklu að stjórna þegar kemur að tilfinningalegu atferli. Mandlan varar okkur við hættuástandi og þjónaði því miklum tilgangi þegar heimurinn var mun skæðari en hann er núna þegar menn voru ekki jafn þróaðir vitsmunalega og jafn vel til varna búnir og voru ætíð í einhverskonar viðbragðsstöðu. En mandlan er ennþá þarna og í raun triggerar hún ennþá ótta dags daglega en ekki alltaf í raunverulegum hættuaðstæðum. Mandlan fer af stað í óttasköpun fyrir okkur þegar við finnum að við erum í lausu lofti. T.d. þegar við erum að bíða eftir svörum vegna vinnu sem okkur dauðlangar í, þegar við erum í óvissu. Heilinn vill ekki að við séum í óvissuástandi þannig hann fer að búa til leiðir fyrir okkur sem koma okkur frá ástandinu. Það er eðlilegt og við gefum sennilega oftast undan. Það er vegna þess við höfum ekki þjálfað aðra hluta heilans sem hefur þó getuna til að vinna gegn óttanum. Það er auðveldara að láta undan. En erum við þá á sama tíma að fórna því sem hjartað og sálin þráir? Erum við alltaf að staðfesta meira og meira meðalmennsku okkar með því að láta stjórnast af möndlunni okkar? Um leið og smjörþefurinn af góðu tækifæri er nærri þá byrjar heilinn að finna upp ástæður til að bakka út úr aðstæðum. Maður finnur afsakanir til að halda ekki áfram eins og: Hvað ef þetta verður tímasóun, of mikil vinna fyrir ekkert, ég er ekki nógu góð/ur, þessi og hin eru ekki að svara mér og ég verð að fá þeirra samþykki til að framkvæma. Þetta síðastnefnda er mjög hættuleg hugsun því hún setur svo mikið hamingjuvald í hendur annarra og við ein eigum okkar hamingju þó svo að það séu margir áhrifavaldar sem stuðla að henni. En allt eru þetta triggerandi hugsanir frá möndlunni sem verða til þess að útkoman okkar verður ekki góð. Þ.e.a.s. ef við hlustum á þessar hugsanir og látum stjórnast af þeim. Þær koma í veg fyrir að við séum sú geislandi mannvera sem okkur er ætlað að vera. Til að koma í veg fyrir að láta stjórnast af þeim þá verðum við að breyta einhverju væntanlega. Ef við viljum ekki hanga í sama þankafari þá er augljóst að við þurfum að breyta miklu. Hegðun og hugsanir breytast ekki á sjálfu sér eða með því að lesa eina bók. Hinsvegar getur það verið íkveikjan sem hrindir af stað breytingum. Heilinn, hjartað og sálin hafa getu til að gera ótrúlega hluti þegar allir þættir eru gerðir virkir í ákveðnum tilgangi, með æfingu og ásetningi. Flest okkar erum bara ekki að gefa okkur nægilegan tíma til að þjálfa þennan hluta heilans því það er svo mikið mál, svo mikil vinna, það er erfitt. Já það er erfitt. En ætlar þú að vera mandla og lifa samkvæmt efa og ótta? Eða, ætlar þú að vera geislandi mannvera sem gerir sitt besta á hverjum degi til að lifa lífinu lifandi? Höfundur er fjöllistamaður, skemmtikraftur og veislustjóri. P.S. ef eitthvað að ofan er vitlaust í líffræðilegum skilningi þá má endilega benda mér á það og leiðrétta. Efnið um heilann er tekið af Vísindavefnum og út frá bókinni The 5 a.m. Club.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun