Einmanalegt að standa vaktina í samkomubanni Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 7. júní 2020 22:00 Ómar Freyr Söndruson segir að það hafi verið einmanalegt og raunar hundleiðinlegt að standa vaktina í samkomubanni. SKJÁSKOT ÚR FRÉTT Starfsmaður í ferðaþjónustu segir að það hafi verið einmanalegt að standa vaktina á meðan á samkomubanninu stóð. Íslendingar á ferðalagi segja yndislegt að ferðast um landið þegar ekki er allt krökkt af ferðamönnum. Vanalega eru þrír til fjórir á hverri vakt í versluninni Baulu en þegar faraldur kórónuveirunnar stóð sem hæst stóð einn starfsmaður vaktina í einu. „Það var hundleiðinlegt. Maður var einn í átta tíma og hafði engan til að tala við. Það var enginn að koma þannig að maður þurfti bara að dunda sér og finna eitthvað að gera,“ sagði Ómar Freyr Söndruson, starfsmaður Baulu. Nú sé lífið komið í eðlilegra horf og segist hann sjá marga Íslendinga á ferðalagi. „Rosa, það er brjálað að gera um helgar. Núna á virkum dögum er fullt af fólki á ferðinni,“ sagði Ómar. Blómasetrið í Borgarnesi er fjölskyldufyrirtæki. Þau þurftu að skella í lás 24 mars og opnuðu aftur 16 maí. „Gistingin hrundi alveg hjá okkur og náttúrulega engin innkoma á þessum tíma,“ sagði Svava Víglundsdóttir, hjá Blómasetrinu. Hún segir erlenda ferðamenn byrjaða að bóka gistingu á ný. „Já fólk er bjartsýnt, ég held ég hafi fengið bókun í gær fyrir lok júní,“ sagði Katrín Huld Bjarnadóttir, hjá Blómasetrinu. Þær Sigrún og Vilborg voru á ferðalagi um landið í vikunni. SKJÁSKOT ÚR FRÉTT Fréttastofa rakst á þrjár konur sem voru á ferðalagi um landið. Þær segja einstakt að skoða landið þegar ekki er allt krökkt af ferðamönnum. „Við fórum upp í Hraunfossa og Barnafoss. Við vorum aleinar og áttum bara svæðið. Ég var þarna í fyrra og þá voru um tíu rútur. Þannig að þetta var yndislegt,“ sagði Sigrún Knútsdóttir. Hvernig finnst þér að ferðast um landið þegar ekki er allt krökkt af ferðamönnum? „Ég held að þetta sé eini sénsinn að gera þetta núna,“ sagði vilborg Guðmundsdóttir. Þær ætla að nýta tímann og ferðast á meðan hér eru fáir ferðamenn. „Absalút að styðja við fólkið sem er að berjast í því að halda úti þjónustu við okkur,“ sagði Vilborg. „Hótelin eru að bjóða okkur svo mikinn afstlátt í sumar þannig að það er allt öðruvísi að ferðast núna heldur en oft áður,“ sagði Sigrún. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Borgarbyggð Samkomubann á Íslandi Verslun Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Séreign áfram leyfð inn á lán og ekkert kílómetragjald „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Starfsmaður í ferðaþjónustu segir að það hafi verið einmanalegt að standa vaktina á meðan á samkomubanninu stóð. Íslendingar á ferðalagi segja yndislegt að ferðast um landið þegar ekki er allt krökkt af ferðamönnum. Vanalega eru þrír til fjórir á hverri vakt í versluninni Baulu en þegar faraldur kórónuveirunnar stóð sem hæst stóð einn starfsmaður vaktina í einu. „Það var hundleiðinlegt. Maður var einn í átta tíma og hafði engan til að tala við. Það var enginn að koma þannig að maður þurfti bara að dunda sér og finna eitthvað að gera,“ sagði Ómar Freyr Söndruson, starfsmaður Baulu. Nú sé lífið komið í eðlilegra horf og segist hann sjá marga Íslendinga á ferðalagi. „Rosa, það er brjálað að gera um helgar. Núna á virkum dögum er fullt af fólki á ferðinni,“ sagði Ómar. Blómasetrið í Borgarnesi er fjölskyldufyrirtæki. Þau þurftu að skella í lás 24 mars og opnuðu aftur 16 maí. „Gistingin hrundi alveg hjá okkur og náttúrulega engin innkoma á þessum tíma,“ sagði Svava Víglundsdóttir, hjá Blómasetrinu. Hún segir erlenda ferðamenn byrjaða að bóka gistingu á ný. „Já fólk er bjartsýnt, ég held ég hafi fengið bókun í gær fyrir lok júní,“ sagði Katrín Huld Bjarnadóttir, hjá Blómasetrinu. Þær Sigrún og Vilborg voru á ferðalagi um landið í vikunni. SKJÁSKOT ÚR FRÉTT Fréttastofa rakst á þrjár konur sem voru á ferðalagi um landið. Þær segja einstakt að skoða landið þegar ekki er allt krökkt af ferðamönnum. „Við fórum upp í Hraunfossa og Barnafoss. Við vorum aleinar og áttum bara svæðið. Ég var þarna í fyrra og þá voru um tíu rútur. Þannig að þetta var yndislegt,“ sagði Sigrún Knútsdóttir. Hvernig finnst þér að ferðast um landið þegar ekki er allt krökkt af ferðamönnum? „Ég held að þetta sé eini sénsinn að gera þetta núna,“ sagði vilborg Guðmundsdóttir. Þær ætla að nýta tímann og ferðast á meðan hér eru fáir ferðamenn. „Absalút að styðja við fólkið sem er að berjast í því að halda úti þjónustu við okkur,“ sagði Vilborg. „Hótelin eru að bjóða okkur svo mikinn afstlátt í sumar þannig að það er allt öðruvísi að ferðast núna heldur en oft áður,“ sagði Sigrún.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Borgarbyggð Samkomubann á Íslandi Verslun Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Séreign áfram leyfð inn á lán og ekkert kílómetragjald „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira