Hollywood-fréttir: Glee-stjarna tjörguð og fiðruð á Twitter af mótleikkonu úr þáttunum Heiðar Sumarliðason skrifar 8. júní 2020 14:30 Samantha Ware (t.v) hefur sakað fyrrum mótleikkonu um eineltistilburði. Samantha Ware hefur sakað fyrrum mótleikkonu sína úr þáttunum Glee, Leu Michele, um eineltistilburði í sinn garð, þegar á tökum þáttanna stóð. Ásökunina bar hún upp á Twitter í kjölfar þess að Michele lýsti yfir stuðningi við Black Lives Matter-hreyfinguna. Ware, sem er dökk á hörund, segir Michele hafa gert líf hennar á tökustað að lifandi helvíti. Tíst Wares varð til þess að ýmsir styrktar- og samstarfsaðilar Michele yfirgáfu hana. Hún hefur nú notað Twitter til að biðjast afsökunar á framferði sínu. Það gerði lítið til að lægja öldurnar og hafa ýmsir fyrrum samstarfsmenn Michele tekið undir orð Wares og sagt frá slæmri hegðun leikkonunnar. Mótleikkonur hennar úr Glee, Heather Morris og Amber Riley, segja samstarf við hana hafa verið erfitt, hún hafi komið fram við fólk af mikilli óvirðingu og að tími sé kominn til að slíkri hegðun verði útrýmt. Ritstjóri kvikmyndatímaritsins Variety settur til hliðar Eller og Roy tókust á um ráðningarstefnu Variety á samfélagsmiðlinum Twitter. Víða í Hollywood er verið að taka á eineltistilburðum og óvirðingu. Þetta nær líka til kvikmyndatímaritsins Variety og var Twitter vígvöllurinn, líkt og er svo algengt þessa dagana. Ritstjórinn, Claudia Eller, setti inn tíst þar sem hún lýsti því yfir að tímaritið þyrfti að leggja sig meira fram við að ráða fólk af mismunandi uppruna. Þessu svaraði fyrrum starfsmaður hennar, Piya Sinha-Roy, og sagðist margoft hafa bent á þetta þegar hún starfaði fyrir tímaritið, en talað fyrir daufum eyrum. Ellert brást illa við þessu og sagði hana m.a. bitra, í svari sínu. Starfsmenn Variety voru ekki par sáttir við svör ritstjórans, sömu sögu var að segja um eiganda tímaritsins, Jay Penske, sem sagði orð hennar óásættanleg. Eller hefur nú tímabundið verið sett til hliðar sem ritstjóri. Bjartsýn á að 90% kvikmyndahúsa opni í júlí Mikil spenna er fyrir Tenet, nýjustu kvikmynd Christophers Nolans. Alþjóðleg samtök kvikmyndahúsaeigenda hafa snúið vörn í sókn, eftir svartsýnisspá síðustu viku, þar sem talað var um að kvikmyndahús myndu ekki opna fyrr en í haust. Samtökin létu frá sér yfirlýsingu þess efnis að 90% þeirra kvikmyndahúsa sem eru aðilar samtakanna, muni opna um miðjan júlí. Talið er að þetta sé gert til að fullvissa kvikmyndaver, á borð við Warner Bros, um að seinka ekki myndum sínum. Eins og sakir standa á að gefa út Tenet, 200 milljón dollara kvikmynd Christophers Nolans, þann 17. júlí. Margar af stærstu kvikmyndahúsakeðjum Bandaríkjanna standa höllum fæti vegna Covid-19 og segja nýjustu fregnir að AMC-keðjan rambi á barmi gjaldþrots. Ekki er þó vitað hvað samtökin hafa fyrir sér í því að 90% kvikmyndahúsa þeirra verði opin 17. júlí, þar sem engir utanaðkomandi aðilar hafa staðfest þetta. Ný stórmynd Netflix fær útreið, mun Ferrell farnast betur? Ísland mun leika stórt hlutverk í nýrri kvikmynd Wills Ferrells. Það gengur illa hjá Netflix að koma sér upp úr annars flokks kvikmynda svaðinu og ekki bætir nýjasta mynd þeirra úr skák. The Last Days of American Crime kom á streymisveituna s.l. föstudag og hafa viðtökurnar verið ótrúlega neikvæðar. Meðaleinkunn hennar hjá gagnrýnendum á Metacritic-síðunni er 12 og áhorfendaeinkunn á Imdb.com er 3.9. Næsta stórkvikmynd Netflix er Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga, sem var að hluta tekin upp hér á landi, en hún verður frumsýnd 26 júní n.k. Þó svo að við Íslendingar höldum með verkefninu, vegna tengingar þess við landið, eru líkurnar á að um smell sé að ræða litlar, ef tillit er tekið til slælegs gengis Wills Ferrells undanfarin ár. Hann hefur ekki leikið í kvikmynd sem hefur notið hylli almennings síðan Daddy´s Home árið 2015. Hann hefur sent frá sér hverja skítabombuna á fætur annarri, kvikmyndir á borð við Holmes & Watson, The House og Downhill, sem hafa bæði fengið slæmar viðtökur gagnrýnenda og áhorfenda. Netflix virðist því miður vera að breytast í ruslakistu fyrir lélegar kvikmyndir, hið nýja beint á VHS. Tökur að hefjast aftur í Hollywood? Tökur hefjast aftur í Hollywood í vikunni, ef alríkisheilbrigðisráðuneyti Bandaríkjanna gefur blessun sína. Heilbrigðisráðuneyti Kalíforníufylkis hefur fyrir sitt leyti gefið grænt ljós á að tökur kvikmynda og sjónvarpsþátta hefjist aftur í fylkinu n.k. föstudag, en allt hefur verið stopp í Hollywood síðan í mars vegna Covid-19. Þetta er þó þeim skilyrðum háð að heilbrigðisráðuneyti Bandaríkjanna leggi blessun sína yfir ráðahaginn. Ef af verður, mun hin hefðbundna tveggja metra regla vera í gildi og starfsfólk skikkað til að ganga með andlitsgrímur og gangast undir regluleg Covid-próf. Þetta langa hlé mun hafa í för með sér að minna verður af nýju sjónvarpsefni næsta haust og fram á vetur, enda hafa engar tökur farið fram í meira en þrjá mánuði. Ridley Scott heitur fyrir fleiri Alien-myndum Fáum við að hitta þessa aftur? Leikstjórinn Ridley Scott lét í vikunni hafa eftir sér að hann væri opinn fyrir því að gera fleiri Alien-myndir. Síðustu tvær myndir í seríunni, fengu heldur volg viðbrögð áhorfenda, sérstaklega sú síðari, Alien Covenant. Scott telur Alien-tankinn þó ekki tóman, en segir bálkinn þó þurfa að endurnýja og uppfæra sig. Áður hefur Scott sagst vilja gera eina aðra mynd sem gerist fyrir atburði fyrstu Alien-myndarinnar, en virðist hafa skipt um kúrs og vill nú rannsaka hver og hvers vegna einhver sendi þessi egg með skrímslinu út í geim. Ari Aster hyggst gera fjögurra klukkustunda kvikmynd Toni Collette þótti sýna lipur tilþrif í Hereditary. Leikstjórinn umdeildi Ari Aster sagðist í nýlegu viðtali hyggja á gerð fjögurra klukkustunda langrar martraðar-kómedíu. Hann segist nú þegar búinn með fyrsta uppkast handritsins, sem er þá líklegast 240 blaðsíðna langt (í kvikmyndahandritum er ein blaðsíða oftast á við eina mínútu á tjaldinu). Eftir hann liggja tvær kvikmyndir, hrollvekjurnar Hereditary og Midsomar. Þetta yrði því hans þriðja kvikmynd í fullri lengd, en hann hefur einnig tekið til við að framleiða myndir annarra leikstjóra. Nú þegar hefur verið tilkynnt að framleiðslufyrirtæki hans ætli að endurgera hina suður-kóresku Save the Green Planet!, upp á enska tungu. Leikstjóri hennar, Joon-Hwan Jang, mun einnig leikstýra bandarísku útgáfunni. Stjörnubíó Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Skellti sér á djammið Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Samantha Ware hefur sakað fyrrum mótleikkonu sína úr þáttunum Glee, Leu Michele, um eineltistilburði í sinn garð, þegar á tökum þáttanna stóð. Ásökunina bar hún upp á Twitter í kjölfar þess að Michele lýsti yfir stuðningi við Black Lives Matter-hreyfinguna. Ware, sem er dökk á hörund, segir Michele hafa gert líf hennar á tökustað að lifandi helvíti. Tíst Wares varð til þess að ýmsir styrktar- og samstarfsaðilar Michele yfirgáfu hana. Hún hefur nú notað Twitter til að biðjast afsökunar á framferði sínu. Það gerði lítið til að lægja öldurnar og hafa ýmsir fyrrum samstarfsmenn Michele tekið undir orð Wares og sagt frá slæmri hegðun leikkonunnar. Mótleikkonur hennar úr Glee, Heather Morris og Amber Riley, segja samstarf við hana hafa verið erfitt, hún hafi komið fram við fólk af mikilli óvirðingu og að tími sé kominn til að slíkri hegðun verði útrýmt. Ritstjóri kvikmyndatímaritsins Variety settur til hliðar Eller og Roy tókust á um ráðningarstefnu Variety á samfélagsmiðlinum Twitter. Víða í Hollywood er verið að taka á eineltistilburðum og óvirðingu. Þetta nær líka til kvikmyndatímaritsins Variety og var Twitter vígvöllurinn, líkt og er svo algengt þessa dagana. Ritstjórinn, Claudia Eller, setti inn tíst þar sem hún lýsti því yfir að tímaritið þyrfti að leggja sig meira fram við að ráða fólk af mismunandi uppruna. Þessu svaraði fyrrum starfsmaður hennar, Piya Sinha-Roy, og sagðist margoft hafa bent á þetta þegar hún starfaði fyrir tímaritið, en talað fyrir daufum eyrum. Ellert brást illa við þessu og sagði hana m.a. bitra, í svari sínu. Starfsmenn Variety voru ekki par sáttir við svör ritstjórans, sömu sögu var að segja um eiganda tímaritsins, Jay Penske, sem sagði orð hennar óásættanleg. Eller hefur nú tímabundið verið sett til hliðar sem ritstjóri. Bjartsýn á að 90% kvikmyndahúsa opni í júlí Mikil spenna er fyrir Tenet, nýjustu kvikmynd Christophers Nolans. Alþjóðleg samtök kvikmyndahúsaeigenda hafa snúið vörn í sókn, eftir svartsýnisspá síðustu viku, þar sem talað var um að kvikmyndahús myndu ekki opna fyrr en í haust. Samtökin létu frá sér yfirlýsingu þess efnis að 90% þeirra kvikmyndahúsa sem eru aðilar samtakanna, muni opna um miðjan júlí. Talið er að þetta sé gert til að fullvissa kvikmyndaver, á borð við Warner Bros, um að seinka ekki myndum sínum. Eins og sakir standa á að gefa út Tenet, 200 milljón dollara kvikmynd Christophers Nolans, þann 17. júlí. Margar af stærstu kvikmyndahúsakeðjum Bandaríkjanna standa höllum fæti vegna Covid-19 og segja nýjustu fregnir að AMC-keðjan rambi á barmi gjaldþrots. Ekki er þó vitað hvað samtökin hafa fyrir sér í því að 90% kvikmyndahúsa þeirra verði opin 17. júlí, þar sem engir utanaðkomandi aðilar hafa staðfest þetta. Ný stórmynd Netflix fær útreið, mun Ferrell farnast betur? Ísland mun leika stórt hlutverk í nýrri kvikmynd Wills Ferrells. Það gengur illa hjá Netflix að koma sér upp úr annars flokks kvikmynda svaðinu og ekki bætir nýjasta mynd þeirra úr skák. The Last Days of American Crime kom á streymisveituna s.l. föstudag og hafa viðtökurnar verið ótrúlega neikvæðar. Meðaleinkunn hennar hjá gagnrýnendum á Metacritic-síðunni er 12 og áhorfendaeinkunn á Imdb.com er 3.9. Næsta stórkvikmynd Netflix er Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga, sem var að hluta tekin upp hér á landi, en hún verður frumsýnd 26 júní n.k. Þó svo að við Íslendingar höldum með verkefninu, vegna tengingar þess við landið, eru líkurnar á að um smell sé að ræða litlar, ef tillit er tekið til slælegs gengis Wills Ferrells undanfarin ár. Hann hefur ekki leikið í kvikmynd sem hefur notið hylli almennings síðan Daddy´s Home árið 2015. Hann hefur sent frá sér hverja skítabombuna á fætur annarri, kvikmyndir á borð við Holmes & Watson, The House og Downhill, sem hafa bæði fengið slæmar viðtökur gagnrýnenda og áhorfenda. Netflix virðist því miður vera að breytast í ruslakistu fyrir lélegar kvikmyndir, hið nýja beint á VHS. Tökur að hefjast aftur í Hollywood? Tökur hefjast aftur í Hollywood í vikunni, ef alríkisheilbrigðisráðuneyti Bandaríkjanna gefur blessun sína. Heilbrigðisráðuneyti Kalíforníufylkis hefur fyrir sitt leyti gefið grænt ljós á að tökur kvikmynda og sjónvarpsþátta hefjist aftur í fylkinu n.k. föstudag, en allt hefur verið stopp í Hollywood síðan í mars vegna Covid-19. Þetta er þó þeim skilyrðum háð að heilbrigðisráðuneyti Bandaríkjanna leggi blessun sína yfir ráðahaginn. Ef af verður, mun hin hefðbundna tveggja metra regla vera í gildi og starfsfólk skikkað til að ganga með andlitsgrímur og gangast undir regluleg Covid-próf. Þetta langa hlé mun hafa í för með sér að minna verður af nýju sjónvarpsefni næsta haust og fram á vetur, enda hafa engar tökur farið fram í meira en þrjá mánuði. Ridley Scott heitur fyrir fleiri Alien-myndum Fáum við að hitta þessa aftur? Leikstjórinn Ridley Scott lét í vikunni hafa eftir sér að hann væri opinn fyrir því að gera fleiri Alien-myndir. Síðustu tvær myndir í seríunni, fengu heldur volg viðbrögð áhorfenda, sérstaklega sú síðari, Alien Covenant. Scott telur Alien-tankinn þó ekki tóman, en segir bálkinn þó þurfa að endurnýja og uppfæra sig. Áður hefur Scott sagst vilja gera eina aðra mynd sem gerist fyrir atburði fyrstu Alien-myndarinnar, en virðist hafa skipt um kúrs og vill nú rannsaka hver og hvers vegna einhver sendi þessi egg með skrímslinu út í geim. Ari Aster hyggst gera fjögurra klukkustunda kvikmynd Toni Collette þótti sýna lipur tilþrif í Hereditary. Leikstjórinn umdeildi Ari Aster sagðist í nýlegu viðtali hyggja á gerð fjögurra klukkustunda langrar martraðar-kómedíu. Hann segist nú þegar búinn með fyrsta uppkast handritsins, sem er þá líklegast 240 blaðsíðna langt (í kvikmyndahandritum er ein blaðsíða oftast á við eina mínútu á tjaldinu). Eftir hann liggja tvær kvikmyndir, hrollvekjurnar Hereditary og Midsomar. Þetta yrði því hans þriðja kvikmynd í fullri lengd, en hann hefur einnig tekið til við að framleiða myndir annarra leikstjóra. Nú þegar hefur verið tilkynnt að framleiðslufyrirtæki hans ætli að endurgera hina suður-kóresku Save the Green Planet!, upp á enska tungu. Leikstjóri hennar, Joon-Hwan Jang, mun einnig leikstýra bandarísku útgáfunni.
Stjörnubíó Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Skellti sér á djammið Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira