Greina ekki sýni á nóttunni Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. júní 2020 13:32 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Ekki verður hægt að greina sýni úr farþegum sem koma með flugi til landsins seint á kvöldin eða á nóttunni fyrr en daginn eftir að sögn sóttvarnalæknis. Hann segir undirbúningi fyrir skimun á landamærum miða vel áfram. Farþegum sem koma til landsins eftir 15. júní verður líkt og kunnugt er gefinn kostur á að fara í sýnatöku vegna COVID-19 í staðinn fyrir 14 daga sóttkví. Undirbúningur er í fullum gangi að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis en aðeins rétt rúm vika er til stefnu og að mörgu að huga. „Það er bara allt á fullu og mér sýnist þetta bara miða mjög vel,“ segir Þórólfur sem á von á því að allt verði tilbúið í tæka tíð. Meðal þess sem þarf að huga að er hvort og hvernig sé þá hægt að koma í veg fyrir að flöskuhálsar myndist ef margar vélar lenda á svipuðum tíma í Keflavík. „Þetta er allt í skoðun og við erum í náinni samvinnu við Isavia varðandi þetta mál þannig að menn munu vita nákvæmlega fyrir fram hvað margir farþegar koma á hverjum tímapunkti og menn munu aðlaga sig að því varðandi sýnatökur en þetta er náttúrlega reynsluferli sem er að hefjast og auðvitað vitum við ekki nákvæmlega hvernig útfærslan mun verða,“ segir Þórólfur. „En það er verið að tjalda miklu til og ég geri fastlega ráð fyrir því að menn muni bara fljótt leysa úr öllum þeim hnökrum sem upp kunna að koma í þessu en þetta verður vitað alveg fyrir fram.“ Ekki er sjálfgefið aðhægt verði aðgreina sýni úr farþegum öllum tímum sólarhringsins. „Ég býst nú ekki við að vélarnar, eins og staðan er núna í byrjun, muni koma á hvaða tíma sem er á sólarhringnum en það munu klárlega koma vélar svona í einhverjum kippum hingað inn og sýnatakan fer þá fram þegar farþegarnir koma. Sýnin verða ekki greind á nóttunni þannig að það getur verið, ef að vélar koma seint að kvöldi aðþað þurfi sennilega að bíða til næsta dags en það verður reynt að gera það eins hratt eins og mögulegt er,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Keflavíkurflugvöllur Samgöngur Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Fleiri fréttir Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Sjá meira
Ekki verður hægt að greina sýni úr farþegum sem koma með flugi til landsins seint á kvöldin eða á nóttunni fyrr en daginn eftir að sögn sóttvarnalæknis. Hann segir undirbúningi fyrir skimun á landamærum miða vel áfram. Farþegum sem koma til landsins eftir 15. júní verður líkt og kunnugt er gefinn kostur á að fara í sýnatöku vegna COVID-19 í staðinn fyrir 14 daga sóttkví. Undirbúningur er í fullum gangi að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis en aðeins rétt rúm vika er til stefnu og að mörgu að huga. „Það er bara allt á fullu og mér sýnist þetta bara miða mjög vel,“ segir Þórólfur sem á von á því að allt verði tilbúið í tæka tíð. Meðal þess sem þarf að huga að er hvort og hvernig sé þá hægt að koma í veg fyrir að flöskuhálsar myndist ef margar vélar lenda á svipuðum tíma í Keflavík. „Þetta er allt í skoðun og við erum í náinni samvinnu við Isavia varðandi þetta mál þannig að menn munu vita nákvæmlega fyrir fram hvað margir farþegar koma á hverjum tímapunkti og menn munu aðlaga sig að því varðandi sýnatökur en þetta er náttúrlega reynsluferli sem er að hefjast og auðvitað vitum við ekki nákvæmlega hvernig útfærslan mun verða,“ segir Þórólfur. „En það er verið að tjalda miklu til og ég geri fastlega ráð fyrir því að menn muni bara fljótt leysa úr öllum þeim hnökrum sem upp kunna að koma í þessu en þetta verður vitað alveg fyrir fram.“ Ekki er sjálfgefið aðhægt verði aðgreina sýni úr farþegum öllum tímum sólarhringsins. „Ég býst nú ekki við að vélarnar, eins og staðan er núna í byrjun, muni koma á hvaða tíma sem er á sólarhringnum en það munu klárlega koma vélar svona í einhverjum kippum hingað inn og sýnatakan fer þá fram þegar farþegarnir koma. Sýnin verða ekki greind á nóttunni þannig að það getur verið, ef að vélar koma seint að kvöldi aðþað þurfi sennilega að bíða til næsta dags en það verður reynt að gera það eins hratt eins og mögulegt er,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Keflavíkurflugvöllur Samgöngur Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Fleiri fréttir Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Sjá meira