Skilaboð Michael Jordan í hópi með þeim áhrifaríkustu að mati USA Today Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júní 2020 12:30 Michael Jordan gaf yfirlýsinguna út á sunnudaginn síðasta. EPA/SHAWN THEW Bandaríski miðillinn USA Today safnaði saman nokkrum af áhrifmestu skilaboðunum sem íþróttafólk í landinu hefur sent frá sér eftir að blökkumaðurinn George Floyd dó eftir ómanneskjulega handtöku hvítra lögreglumanna. Bandarískt þjóðfélag hefur verið á öðrum endanum eftir að myndband birtist af því hvernig hvítur lögreglumaður lá með hnéð sitt ofan á hálsi hins óvopnaða George Floyd þar til að hann lést. Fyrstur á blaði er Michael Jordan sem er búinn að fá nóg af óréttlætinu sem blökkumenn þurfa að þola í Bandaríkjunum þrátt fyrir að árið sé 2020. Jordan er ekki vanur að tjá sig um þjóðfélagsmál eins og mikið var gert úr í Last Dance heimildarþáttunum og því vöktu skilaboð hans mikla athygli. „Ég finn fyrir sársauka allra, hneykslun þeirra og pirringi. Ég stend með þeim sem kalla eftir breytingum á kerfi þar sem kynþáttamisrétti og ofbeldi gagnvart lituðu fólki er rótgróið. Við erum búin að fá nóg,“ skrifaði Michael Jordan. Looking at some of the most powerful messages from athletes and coaches in the aftermath of George Floyd's death. pic.twitter.com/inonNhLe71— USA TODAY Sports (@usatodaysports) June 3, 2020 Sá næsti sem komst í hópinn með áhrifamestu skilaboðunum er NFL-leikstjórnandinn Russel Wilson sem sagði að bandaríska þjóðin geti ekki lengur látið sem ekkert séð því ástandið þurfi að breytast strax í dag. „Við getum ekki lengur látið sem svo að rasismi heyri sögunni til eða að hann hafi aldrei verið til. Ofbeldið gagnvart svörtu og lituðu fólki verður að hætta. Við þurfum breytingu strax í dag,“ skrifaði Russell Wilson. Þriðji í röðinni var Patrick Mahomes, leikstjórnandi NFL-meistara Kansas City Chiefs og einn allra besti leikmaður deildarinnar. „Ég vona að þjóðin geti lært af óréttlætinu sem við höfum orðið vitni að svo að þetta verði eins og í búningsklefanum þar sem allir eru viðurkenndir,“ skrifaði Patrick Mahomes. Aðrir sem eru teknir fyrir í samantekt USA Today eru bandaríski landsliðsþjálfarinn Gregg Popovich og nýliðinn Joe Burrow sem var valinn fyrstur í síðasta nýliðavali NFL-deildarinnar. „Þetta er ekki pólitík. Þetta eru mannréttindi,“ skrifaði Joe Burrow meðal annars. Síðastur er síðan Colin Kaepernick sem fórnaði NFL-ferlinum sínum til að berjast fyrir réttindum blökkumanna og var í staðinn útskúfaður úr NFL-deildinni. Hans orð eru líka tekin fyrir þar sem hann segir að uppreisn fólksins séu einu rökréttu viðbrögðin. Dauði George Floyd NBA NFL Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - ÍR | Stiga- og þjálfaralausir ÍR-ingar mæta í Stapaskóla Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Sjá meira
Bandaríski miðillinn USA Today safnaði saman nokkrum af áhrifmestu skilaboðunum sem íþróttafólk í landinu hefur sent frá sér eftir að blökkumaðurinn George Floyd dó eftir ómanneskjulega handtöku hvítra lögreglumanna. Bandarískt þjóðfélag hefur verið á öðrum endanum eftir að myndband birtist af því hvernig hvítur lögreglumaður lá með hnéð sitt ofan á hálsi hins óvopnaða George Floyd þar til að hann lést. Fyrstur á blaði er Michael Jordan sem er búinn að fá nóg af óréttlætinu sem blökkumenn þurfa að þola í Bandaríkjunum þrátt fyrir að árið sé 2020. Jordan er ekki vanur að tjá sig um þjóðfélagsmál eins og mikið var gert úr í Last Dance heimildarþáttunum og því vöktu skilaboð hans mikla athygli. „Ég finn fyrir sársauka allra, hneykslun þeirra og pirringi. Ég stend með þeim sem kalla eftir breytingum á kerfi þar sem kynþáttamisrétti og ofbeldi gagnvart lituðu fólki er rótgróið. Við erum búin að fá nóg,“ skrifaði Michael Jordan. Looking at some of the most powerful messages from athletes and coaches in the aftermath of George Floyd's death. pic.twitter.com/inonNhLe71— USA TODAY Sports (@usatodaysports) June 3, 2020 Sá næsti sem komst í hópinn með áhrifamestu skilaboðunum er NFL-leikstjórnandinn Russel Wilson sem sagði að bandaríska þjóðin geti ekki lengur látið sem ekkert séð því ástandið þurfi að breytast strax í dag. „Við getum ekki lengur látið sem svo að rasismi heyri sögunni til eða að hann hafi aldrei verið til. Ofbeldið gagnvart svörtu og lituðu fólki verður að hætta. Við þurfum breytingu strax í dag,“ skrifaði Russell Wilson. Þriðji í röðinni var Patrick Mahomes, leikstjórnandi NFL-meistara Kansas City Chiefs og einn allra besti leikmaður deildarinnar. „Ég vona að þjóðin geti lært af óréttlætinu sem við höfum orðið vitni að svo að þetta verði eins og í búningsklefanum þar sem allir eru viðurkenndir,“ skrifaði Patrick Mahomes. Aðrir sem eru teknir fyrir í samantekt USA Today eru bandaríski landsliðsþjálfarinn Gregg Popovich og nýliðinn Joe Burrow sem var valinn fyrstur í síðasta nýliðavali NFL-deildarinnar. „Þetta er ekki pólitík. Þetta eru mannréttindi,“ skrifaði Joe Burrow meðal annars. Síðastur er síðan Colin Kaepernick sem fórnaði NFL-ferlinum sínum til að berjast fyrir réttindum blökkumanna og var í staðinn útskúfaður úr NFL-deildinni. Hans orð eru líka tekin fyrir þar sem hann segir að uppreisn fólksins séu einu rökréttu viðbrögðin.
Dauði George Floyd NBA NFL Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - ÍR | Stiga- og þjálfaralausir ÍR-ingar mæta í Stapaskóla Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Sjá meira