The Hunt: Kúkurinn þinn lyktar líka illa Heiðar Sumarliðason skrifar 6. júní 2020 14:22 Crystal (Betty Gilpin) er hetja The Hunt. Kvikmyndin The Hunt fjallar um hóp „góðs fólks“ sem rænir einstaklingum sem þeim þykir „vont fólk,“ sleppir þeim lausum úti í sveit og hefst svo handa við að veiða þau, líkt og þau séu gæsir, elgir eða hreindýr (eða hvað sem fólk kýs að veiða). The Hunt átti að koma út í Bandaríkjunum í september á síðasta ári. Ekkert varð úr því og útgáfu hennar seinkað í kjölfar skotárása í Payton og El Paso. Þegar kom að endanlegum útgáfudegi var lukkan hinsvegar ekki með henni í liði. Hún kom í kvikmyndahús vestanhafs 13. mars síðastliðinn, eða helgina áður en heiminum var lokað vegna Covid-19. Nú hefur The Hunt rekið á strendur hér á landi og við fáum að njóta hennar í kvikmyndahúsum. Og á endanum sá hana eiginlega enginn vegna Covid-19. Gölluð en góð The Hunt er langt frá því að vera slæm kvikmynd, þó hún sé að mörgu leyti gölluð. Höfundar hennar taka áhættu með uppbyggingunni og fara óhefðbundnar leiðir. Það líða heilar 25 mínútur áður en aðalhetjan Crystal er kynnt til leiks. Það er alveg sama hvaða bók þú lest um kvikmyndaskrif, grundvallareglan er allsstaðar að kynna aðalpersónuna ekki of seint til leiks. Ég man hreinlega ekki eftir aðalpersónu sem kemur fram svona seint, meira að segja Luke Skywalker er kynntur fyrr til leiks í Star Wars, á 18. mínútu. Hinsvegar er Star Wars þrjátíu mínútum lengri og vinnur það með henni í tilliti til aðalpersónunnar. Þessi úrvinnsla er í ætt við stílbragð Alfreds Hitchcocks í Psycho, þar sem hann gabbar áhorfandann og lætur hann halda að Marion (Janet Leigh) sé aðalpersónan, en hún er svo myrt. The Hunt er hinsvegar eins og Psycho á sterum. Margoft á mínútunum 25 teljum við okkur komin með aðalpersónu, en fótunum kippt undan því og persónum slátrað eins og lömbum, eða beljum (eða hvað það er sem fólk slátrar). Það er því eins gott að aðalpersónan sé áhugaverð þegar á hólminn er komið, því margar af þeim persónum sem eru kynntar til leiks á fyrstu 25 mínútunum hefðu allt eins getað borið myndina uppi. Persónan sem við endum með, hún Crystal, er alveg ágætis hasarmyndarhetja, þögul og svöl. Mun þessi unga kona verða aðalpersóna myndarinnar? Nei, sennilega ekki. Tæklar stór málefni The Hunt stuðaði margan gagnrýnandann í Bandaríkjunum, t.d. fékk hún núll stjörnur í Time og New York Post. Þetta er ekki vegna þess sem The Hunt er, heldur þess sem hún er ekki. Þar sem hún vinnur með stór málefni, þá gjá sem er milli frjálslyndra og íhaldsamra Bandaríkjamanna, ætluðust sumir greinilega til þess að The Hunt tæki meiri og öðruvísi afstöðu en raun ber vitni. Mér finnst þó afstaða hennar alveg gild, hún er í raun bara að segja okkur að við getum öll verið frekar vondar skepnur, sama hver pólitíkin okkar er. Það er að sjálfsögðu ekkert að því að setja spurningarmerki við úrvinnsluna, því þegar fjallað er um svo flókin málefni, er eðlilegt að áhorfendur búist við einhverju öðru en einfaldri meðhöndlun. En að henda hauskúpu á The Hunt er fulldjúpt í árina tekið og segir sennilega meira um þá sem skrifa heldur en myndina. The Hunt er mjög afslöppuð í nálgun sinni og tekur enga afgerandi pólitíska afstöðu, heldur sýnir manninn sem þá skepnu sem hann getur verið. Þetta er einmitt ágætis áminning fyrir þá sem telja kúkinn sinn ekki jafn daunillan og annarra. Niðurstaða: Þrjár og hálf stjarna. The Hunt býr ekki yfir þeirri dýpt sem margir hefðu óskað, en er engu að síður ágætis stundargaman. Hægt er að hlýða á Heiðar Sumarliðason ræða The Hunt við Snæbjörn Brynjarsson og Tómas Valgeirsson hér að neðan. Stjörnubíó er nú komið á Spotify og kemur á iTunes à allra næstu dögum. Því er um að gera að gerast áskrifandi og fá þáttinn beint í snjallsímann. Stjörnubíó Bíó og sjónvarp Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Lífið samstarf Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Kvikmyndin The Hunt fjallar um hóp „góðs fólks“ sem rænir einstaklingum sem þeim þykir „vont fólk,“ sleppir þeim lausum úti í sveit og hefst svo handa við að veiða þau, líkt og þau séu gæsir, elgir eða hreindýr (eða hvað sem fólk kýs að veiða). The Hunt átti að koma út í Bandaríkjunum í september á síðasta ári. Ekkert varð úr því og útgáfu hennar seinkað í kjölfar skotárása í Payton og El Paso. Þegar kom að endanlegum útgáfudegi var lukkan hinsvegar ekki með henni í liði. Hún kom í kvikmyndahús vestanhafs 13. mars síðastliðinn, eða helgina áður en heiminum var lokað vegna Covid-19. Nú hefur The Hunt rekið á strendur hér á landi og við fáum að njóta hennar í kvikmyndahúsum. Og á endanum sá hana eiginlega enginn vegna Covid-19. Gölluð en góð The Hunt er langt frá því að vera slæm kvikmynd, þó hún sé að mörgu leyti gölluð. Höfundar hennar taka áhættu með uppbyggingunni og fara óhefðbundnar leiðir. Það líða heilar 25 mínútur áður en aðalhetjan Crystal er kynnt til leiks. Það er alveg sama hvaða bók þú lest um kvikmyndaskrif, grundvallareglan er allsstaðar að kynna aðalpersónuna ekki of seint til leiks. Ég man hreinlega ekki eftir aðalpersónu sem kemur fram svona seint, meira að segja Luke Skywalker er kynntur fyrr til leiks í Star Wars, á 18. mínútu. Hinsvegar er Star Wars þrjátíu mínútum lengri og vinnur það með henni í tilliti til aðalpersónunnar. Þessi úrvinnsla er í ætt við stílbragð Alfreds Hitchcocks í Psycho, þar sem hann gabbar áhorfandann og lætur hann halda að Marion (Janet Leigh) sé aðalpersónan, en hún er svo myrt. The Hunt er hinsvegar eins og Psycho á sterum. Margoft á mínútunum 25 teljum við okkur komin með aðalpersónu, en fótunum kippt undan því og persónum slátrað eins og lömbum, eða beljum (eða hvað það er sem fólk slátrar). Það er því eins gott að aðalpersónan sé áhugaverð þegar á hólminn er komið, því margar af þeim persónum sem eru kynntar til leiks á fyrstu 25 mínútunum hefðu allt eins getað borið myndina uppi. Persónan sem við endum með, hún Crystal, er alveg ágætis hasarmyndarhetja, þögul og svöl. Mun þessi unga kona verða aðalpersóna myndarinnar? Nei, sennilega ekki. Tæklar stór málefni The Hunt stuðaði margan gagnrýnandann í Bandaríkjunum, t.d. fékk hún núll stjörnur í Time og New York Post. Þetta er ekki vegna þess sem The Hunt er, heldur þess sem hún er ekki. Þar sem hún vinnur með stór málefni, þá gjá sem er milli frjálslyndra og íhaldsamra Bandaríkjamanna, ætluðust sumir greinilega til þess að The Hunt tæki meiri og öðruvísi afstöðu en raun ber vitni. Mér finnst þó afstaða hennar alveg gild, hún er í raun bara að segja okkur að við getum öll verið frekar vondar skepnur, sama hver pólitíkin okkar er. Það er að sjálfsögðu ekkert að því að setja spurningarmerki við úrvinnsluna, því þegar fjallað er um svo flókin málefni, er eðlilegt að áhorfendur búist við einhverju öðru en einfaldri meðhöndlun. En að henda hauskúpu á The Hunt er fulldjúpt í árina tekið og segir sennilega meira um þá sem skrifa heldur en myndina. The Hunt er mjög afslöppuð í nálgun sinni og tekur enga afgerandi pólitíska afstöðu, heldur sýnir manninn sem þá skepnu sem hann getur verið. Þetta er einmitt ágætis áminning fyrir þá sem telja kúkinn sinn ekki jafn daunillan og annarra. Niðurstaða: Þrjár og hálf stjarna. The Hunt býr ekki yfir þeirri dýpt sem margir hefðu óskað, en er engu að síður ágætis stundargaman. Hægt er að hlýða á Heiðar Sumarliðason ræða The Hunt við Snæbjörn Brynjarsson og Tómas Valgeirsson hér að neðan. Stjörnubíó er nú komið á Spotify og kemur á iTunes à allra næstu dögum. Því er um að gera að gerast áskrifandi og fá þáttinn beint í snjallsímann.
Stjörnubíó Bíó og sjónvarp Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Lífið samstarf Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira