120 milljónir í bíó og sjónvarp vegna Covid-19 Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. júní 2020 21:25 Baldvin Z leikstjóri er einn af þeim sem njóta góðs af átaki stjórnvalda. vísir/vilhelm Verkefni Rannveigar Jónsdóttur, sem er betur þekkt sem Gagga, og Baldvins Z eru þau verkefni sem fá hæstu styrkina frá Kvikmyndasjóði Íslands vegna átaksverkefnis stjórnvalda í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru. Alls hefur kvikmyndasjóðurinn úthlutað styrkjum af sérstakri 120 milljóna króna fjárveitingu sem fékkst vegna átaksverkefnisins. Samtals bárust 72 umsóknir og alls var sótt um 935 milljónir króna en veittir voru fimmtán styrkir til framleiðslu, þróunar og kynningar kvikmynda, heimildarmynda og sjónvarpsefnis. Efst á blaði eru framleiðslustyrkir til Nýrra handa ehf. vegna Síðasta saumaklúbbsins í leikstjórn Göggu, alls 35 milljónir króna. Glassriver fær 20 milljónir vegna Vegferðarinnar, sjónvarpsþáttaraðar í leikstjórn Baldvins Z, sem sýnd verður á Stöð 2. Þá voru einnig veittir sérstakir þróunarstyrkir en Kvikmyndafélag Íslands fékk til að mynda 9,5 milljónir til að þróa Abbababb! í leikstjórn Nönnu Kristínar Magnúsdóttur, svo dæmi séu tekin. Þá fá Nýjar hendur hins vegar og Elsku Rut ehf annars vegar sérstaka kynningarstyrki til að kynna Síðustu veiðiferðina og Þriðja pólinn. Á vef Kvikmyndamiðstöðarinnar segir að við mat á verkefnum hafi sérstaklega verið litið til áhrifa styrkveitinga til að skapa störf og vega á móti efnahagssamdrætti vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Því var meðal annars litið til fjölda listrænna lykilstarfsmanna sem koma að verkefnum sem sóttu um styrki. Sjá má lista yfir hvaða verkefni fengu styrki hér. Kvikmyndagerð á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Menning Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Verkefni Rannveigar Jónsdóttur, sem er betur þekkt sem Gagga, og Baldvins Z eru þau verkefni sem fá hæstu styrkina frá Kvikmyndasjóði Íslands vegna átaksverkefnis stjórnvalda í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru. Alls hefur kvikmyndasjóðurinn úthlutað styrkjum af sérstakri 120 milljóna króna fjárveitingu sem fékkst vegna átaksverkefnisins. Samtals bárust 72 umsóknir og alls var sótt um 935 milljónir króna en veittir voru fimmtán styrkir til framleiðslu, þróunar og kynningar kvikmynda, heimildarmynda og sjónvarpsefnis. Efst á blaði eru framleiðslustyrkir til Nýrra handa ehf. vegna Síðasta saumaklúbbsins í leikstjórn Göggu, alls 35 milljónir króna. Glassriver fær 20 milljónir vegna Vegferðarinnar, sjónvarpsþáttaraðar í leikstjórn Baldvins Z, sem sýnd verður á Stöð 2. Þá voru einnig veittir sérstakir þróunarstyrkir en Kvikmyndafélag Íslands fékk til að mynda 9,5 milljónir til að þróa Abbababb! í leikstjórn Nönnu Kristínar Magnúsdóttur, svo dæmi séu tekin. Þá fá Nýjar hendur hins vegar og Elsku Rut ehf annars vegar sérstaka kynningarstyrki til að kynna Síðustu veiðiferðina og Þriðja pólinn. Á vef Kvikmyndamiðstöðarinnar segir að við mat á verkefnum hafi sérstaklega verið litið til áhrifa styrkveitinga til að skapa störf og vega á móti efnahagssamdrætti vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Því var meðal annars litið til fjölda listrænna lykilstarfsmanna sem koma að verkefnum sem sóttu um styrki. Sjá má lista yfir hvaða verkefni fengu styrki hér.
Kvikmyndagerð á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Menning Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira