Innlent

Tryggingastofnun stóð frammi fyrir fjárnámi

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Tryggingastofnun hafði gert dómsátt.
Tryggingastofnun hafði gert dómsátt. Vísir/Sigurjón

Fjárnám vofði yfir Tryggingastofnun í liðinni viku eftir langt ferli sem leystist ekki fyrr en forstjóri stofnunarinnar, Sigríður Lilly Baldursdóttir var boðuð til fyrirtöku hjá dómara.

Fréttablaðið greinir frá þessu en fyrirtakan var gerð að kröfu tveggja einstaklinga sem gert höfðu dómsátt við stofnunina vegna búsetuskerðingar öryrkja en deilur um málið höfðu staðið í nær áratug.

Fjárhæðin nam vel á sjöttu milljón króna en stofnunin stóð ekki við dómsáttina og greiddi fólkinu ekki umsamdar bætur, fyrr en lögfræðingur þeirra fór fram á fjárnám.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×