Bogi Nils: Þarf fleiri hendur á dekk til að geta undirbúið og hafið nýja sókn Atli Ísleifsson skrifar 29. maí 2020 14:42 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, kveðst vona að starfsmenn komi til móts við beiðni félagsins um skert launa- eða starfshlutfall á meðan það komist yfir erfiðasta hjallann. Vísir/vilhelm Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir að félagið þurfi nú fleiri hendur á dekk til að geta undirbúið og hafið sókn af fullum krafti. Hlutabótaleið stjórnvalda er sögð ekki lengur eiga við í starfsemi Icelandair Group frá og með 1. júní, nema þá hjá Iceland Travel. Þetta er haft eftir Boga Nils í tilkynningu sem send var á fjölmiðla þar sem einnig er rætt um þá ósk félagsins að starfsfólk taki á sig 10 prósent launaskerðingu eða 10 prósent skert starfshlutfall í júní og júlí líkt og sagt var frá í hádeginu. Laun forstjóra og stjórnar munu áfram skerðast um 30 prósent og laun framkvæmdastjóra um 25 prósent. Aukning verkefna Haft er eftir Boga að það sé í mörg horn að líta enda krefjist undirbúningur fyrir opnun landsins mikillar vinnu varðandi flugáætlun, sölu- og markaðsmál, þjónustu og útfærslu sóttvarna. „Á sama tíma hefur verið aukning verkefna í frakt- og leiguflugi, auk þess sem sinna þarf viðhaldi á þeim hluta flugflota félagsins sem er kyrrsettur. Þar að auki koma margar deildir að þeirri vinnu sem er nú í fullum gangi vegna fjárhagslegrar endurskipulagningar félagsins. Við viljum hafa sem flesta í fullu starfi eftir því sem hægt er og vonumst til þess að starfsmenn komi til móts við beiðni okkar um skert launa- eða starfshlutfall á meðan við komumst yfir erfiðasta hjallann,“ segir Bogi. Flugvélar Icelandair á Keflavíkurflugvelli.Vísir/Vilhelm Hlutabótaleiðin á ekki lengur við eftir gaumgæfilega athugun Í tilkynningunni segir ennfremur að Icelandair Group hafi síðustu tvenn mánaðamót gripið til yfirgripsmikilla aðgerða sem hafi falið í sér verulegar uppsagnir og breytingar á skipulagi félagsins. „Á sama tíma hefur félagið lagt ríka áherslu á að halda uppi grunnstarfsemi á öllum sviðum og tryggja þar með nauðsynlegan sveigjanleika til að geta brugðist hratt við um leið og markaðir opnast á ný og eftirspurn eftir flugi og ferðalögum myndast. Í maímánuði hafa langflestir starfsmenn félagsins verið í skertu starfshlutfalli í samræmi við hlutabótaleið stjórnvalda. Aðrir hafa verið í fullu starfi með skert laun. Eftir að hafa skoðað málið gaumgæfilega er niðurstaðan sú að hlutabótaleið stjórnvalda muni ekki eiga við lengur í starfsemi Icelandair Group frá og með 1. júní, nema hjá Iceland Travel. Markmiðið með úrræði stjórnvalda er skýrt – að viðhalda ráðningarsambandi þar sem verkefnum hefur fækkað verulega. Nú er svo komið að félagið þarf á meira vinnuframlagi að halda en síðustu mánuði,“ segir í tilkynningunni. Icelandair fyrirhugar hlutafjárútboð í lok næsta mánaðar til að afla allt að 30 milljarða króna í nýju hlutafé. Icelandair Hlutabótaleiðin Fréttir af flugi Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Starfsfólk Icelandair taki á sig tíu prósenta launaskerðingu eða lækki starfshlutfall Icelandair grípur til þessa aðgerða þar sem félagið „geti ekki“ nýtt sér hlutabótaleið stjórnvalda áfram. 29. maí 2020 11:56 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir að félagið þurfi nú fleiri hendur á dekk til að geta undirbúið og hafið sókn af fullum krafti. Hlutabótaleið stjórnvalda er sögð ekki lengur eiga við í starfsemi Icelandair Group frá og með 1. júní, nema þá hjá Iceland Travel. Þetta er haft eftir Boga Nils í tilkynningu sem send var á fjölmiðla þar sem einnig er rætt um þá ósk félagsins að starfsfólk taki á sig 10 prósent launaskerðingu eða 10 prósent skert starfshlutfall í júní og júlí líkt og sagt var frá í hádeginu. Laun forstjóra og stjórnar munu áfram skerðast um 30 prósent og laun framkvæmdastjóra um 25 prósent. Aukning verkefna Haft er eftir Boga að það sé í mörg horn að líta enda krefjist undirbúningur fyrir opnun landsins mikillar vinnu varðandi flugáætlun, sölu- og markaðsmál, þjónustu og útfærslu sóttvarna. „Á sama tíma hefur verið aukning verkefna í frakt- og leiguflugi, auk þess sem sinna þarf viðhaldi á þeim hluta flugflota félagsins sem er kyrrsettur. Þar að auki koma margar deildir að þeirri vinnu sem er nú í fullum gangi vegna fjárhagslegrar endurskipulagningar félagsins. Við viljum hafa sem flesta í fullu starfi eftir því sem hægt er og vonumst til þess að starfsmenn komi til móts við beiðni okkar um skert launa- eða starfshlutfall á meðan við komumst yfir erfiðasta hjallann,“ segir Bogi. Flugvélar Icelandair á Keflavíkurflugvelli.Vísir/Vilhelm Hlutabótaleiðin á ekki lengur við eftir gaumgæfilega athugun Í tilkynningunni segir ennfremur að Icelandair Group hafi síðustu tvenn mánaðamót gripið til yfirgripsmikilla aðgerða sem hafi falið í sér verulegar uppsagnir og breytingar á skipulagi félagsins. „Á sama tíma hefur félagið lagt ríka áherslu á að halda uppi grunnstarfsemi á öllum sviðum og tryggja þar með nauðsynlegan sveigjanleika til að geta brugðist hratt við um leið og markaðir opnast á ný og eftirspurn eftir flugi og ferðalögum myndast. Í maímánuði hafa langflestir starfsmenn félagsins verið í skertu starfshlutfalli í samræmi við hlutabótaleið stjórnvalda. Aðrir hafa verið í fullu starfi með skert laun. Eftir að hafa skoðað málið gaumgæfilega er niðurstaðan sú að hlutabótaleið stjórnvalda muni ekki eiga við lengur í starfsemi Icelandair Group frá og með 1. júní, nema hjá Iceland Travel. Markmiðið með úrræði stjórnvalda er skýrt – að viðhalda ráðningarsambandi þar sem verkefnum hefur fækkað verulega. Nú er svo komið að félagið þarf á meira vinnuframlagi að halda en síðustu mánuði,“ segir í tilkynningunni. Icelandair fyrirhugar hlutafjárútboð í lok næsta mánaðar til að afla allt að 30 milljarða króna í nýju hlutafé.
Icelandair Hlutabótaleiðin Fréttir af flugi Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Starfsfólk Icelandair taki á sig tíu prósenta launaskerðingu eða lækki starfshlutfall Icelandair grípur til þessa aðgerða þar sem félagið „geti ekki“ nýtt sér hlutabótaleið stjórnvalda áfram. 29. maí 2020 11:56 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Starfsfólk Icelandair taki á sig tíu prósenta launaskerðingu eða lækki starfshlutfall Icelandair grípur til þessa aðgerða þar sem félagið „geti ekki“ nýtt sér hlutabótaleið stjórnvalda áfram. 29. maí 2020 11:56